Ástin á götunni

Fréttamynd

Stelpurnar okkar fengu viðurkenningu og tóku lagið

Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fékk í dag afhenta viðurkenningu vegna jákvæðra skilaboða gegn einelti til samfélagsins. Viðurkenninguna fengu þær afhenta í Þjóðmenningarhúsinu en þar fór fram athöfn í tilefni af baráttudegi gegn einelti sem er í dag, 8. nóvember. Það var Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra sem afhenti viðurkenninguna. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Strákarnir náðu ekki jafnteflinu og eru úr leik

Íslenska 19 ára landsliðið er úr leik í undankeppni EM í fótbolta eftir 0-2 tap á móti Georgíu í lokaleik sínum í riðlinum. Strákarnir fengu þrjú stig af fjórum mögulegum í fyrstu tveimur leikjunum og nægði jafntefli til þess að tryggja sér sæti í milliriðli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Logi fór út og ræddi við Veigar Pál

Logi Ólafsson, nýr þjálfari Stjörnunnar í Pepsi-deild karla, er nýkominn heim frá Noregi þar sem hann hitti meðal annars Veigar Pál Gunnarsson og ræddi við hann um að spila með Garðabæjarliðinu næsta sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Norðmenn vilja fá nýja reglu inn í fótboltann

Norska knattspyrnusambandið hefur sett fram nýstárlega tillögu um reglubreytingu í fótboltaleikjum til að koma í veg fyrir niðurlægjandi úrslit hjá fótboltaleikjum hjá krökkum. Verdens Gang var með þessa frétt.

Fótbolti
Fréttamynd

Tvö tímamótamörk hjá Margréti Láru í einu sparki

Margrét Lára Viðarsdóttir valdi réttan tíma fyrir tímamótamark með íslenska landsliðinu þegar hún kom íslenska liðinu í 1-0 í 3-2 sigri á Úkraínu í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum í fyrrakvöld. Margrét Lára náði með því tveimur tímamótamörkum með einu sparki því þetta var 50. mark hennar í keppnisleik með landsliðinu og 30. markið hennar á Laugardalsvellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland í neðsta styrkleikaflokki

Niðurröðun þeirra tólf liða sem tryggðu sér sæti í úrslitakeppni EM 2013 í styrkleikaflokka hefur verið gefin út. Ísland er í þriðja og neðsta flokknum ásamt fimm öðrum liðum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hjörtur hetjan í fyrsta leik

Hjörtur Hermannsson, leikmaður PSV Eindhoven og fyrrum Fylkismaður, var hetja 19 ára landsliðsins í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM sem fram fer í Króatíu. Hjörtur skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Aserbaídsjan.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara Björk braut oftast af sér

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir lét finna fyrir sér í undankeppni EM 2013 sem lauk með glæsilegum sigri íslensku stelpnanna á Úkraínu á Laugardalsvellinum í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Draumurinn rættist hjá stelpunum

Ísland tryggði sér í gær sæti í úrslitakeppni EM sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar. Áhorfendamet var sett þegar stelpurnar okkar unnu góðan 3-2 sigur á Úkraínu í síðari umspilsleiknum í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland í hópi tólf þjóða á EM í Svíþjóð 2013

Íslenska kvennalandsliðið komst í kvöld í úrslitakeppni EM í fótbolta sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar en Spánn og Rússland tryggðu sér einnig farseðil á mótið í gegnum umspilið. Íslensku stelpurnar fá að vita það eftir fimmtán daga hverjir mótherjar liðsins verða næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar dönsuðu af gleði í Dalnum - myndir

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu tryggði sér í gær þátttökurétt í úrslitakeppni EM 2013 með 3-2 sigri á Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslensku stelpurnar unnu umspilið þar með samanlagt 6-4.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar heldur fyrirliðabandinu hjá landsliðinu

Aron Einar Gunnarsson verður áfram fyrirliði íslenska landsliðsins en það kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu KSÍ í kvöld. Stjórn KSÍ harmar ummæli þau sem Aron Einar Gunnarsson lét falla fyrir landsleik Albaníu og Íslands í undankeppni HM 12. október sl. Ummælin voru ósæmileg og á engan hátt í takt við það starf KSÍ að efla háttvísi sem og samskipti og skilning þjóða á milli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar töpuðu á móti Dönum

Íslenska 19 ára landslið kvenna tapaði 1-3 á móti Dönum í síðasta leik liðsins í undankeppni EM en leikið var í Danmörku. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að tryggja sér sæti í milliriðlum sem fram fara á næsta ári.

Fótbolti
Fréttamynd

Við ætlum ekki að leggjast í vörn

Ísland mætir í dag Úkraínu í síðari leik liðanna í umspili fyrir úrslitakeppni EM 2013. Ísland hefur 3-2 forystu eftir fyrri leikinn og dugar því jafntefli til að komast áfram í dag. Þjálfarinn vill fullsetna stúku.

Fótbolti
Fréttamynd

Marklínutæknin tekur völdin

FIFA gefur grænt ljós á nýja tækni sem mun skera úr um hvort mark hafi verið skorað eða ekki. Litlar líkur á því að þessi tækni verði notuð hér á landi í nánustu framtíð vegna mikils kostnaðar. Frumsýning á heimsmeistaramóti félagsliða.

Fótbolti
Fréttamynd

Sagan með stelpunum

Úkraína þarf að komast í gegnum tvo múra til að "stela“ EM-farseðlinum af stelpunum okkar í seinni umspilsleiknum á Laugardalsvellinum á morgun.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Edda: Var ekki sú dömulegasta og ekki sú grennsta

Edda Garðarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu geta tryggt sér sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð. Valtýr Björn Valtýsson hitti hana á æfingu kvennalandsliðsins, spurði hana út í pistil sinn um útlitsdýrkun hjá íþróttakonum og saman ræddu þau síðan um útlit og heilsu íþróttamanna.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sjö leikmenn í 19 ára landsliðinu spila erlendis

Kristinn Rúnar Jónsson, landsliðsþjálfari 19 ára landsliðs karla, hefur valið 20 leikmenn í landslið Íslands sem leikur í undankeppni Evrópumótsins í Króatíu en síðasta æfingahelgi liðsins verður um komandi helgi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ari Freyr: Þurfum að hugsa um góðu punktana

Ari Freyr Skúlason átti fínan leik sem vinstri bakvörður íslenska landsliðsins þó hann sé ekki vanur að leika þá stöðu með sínu félagsliði. Ari þurfti að kljást við Xherdan Shaqiri, skærustu stjörnu Sviss, náði að halda honum að mestu niðri.

Fótbolti
Fréttamynd

Kári: Klaufamörk sem við fáum á okkur

"Þetta er algjörlega grátlegt. Við vörðumst vel í klukkutíma eða 70 mínútur. Við fáum á okkur klaufalegt mark. Hannes er með boltann en missir hann og við fáum sex sénsa til að hreinsa en allt kemur fyrir ekki og hann snýr boltann skemmtilega upp í skeytin,“ sagði Kári Árnason annar miðvörður Íslands eftir 2-0 tapið gegn Sviss í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð: Stefnum á þrjú stig eins og við gerum alltaf

Alfreð Finnbogason sem hefur skorað mikið með félagsliði sínu Heerenveen í Hollandi og hann skoraði gegn Noregi í 2-0 sigri Íslands á Laugardalsvelli í fyrsta heimaleik Íslands í undankeppni HM. Ísland mætir liði Sviss á Laugardalsvelli á morgun en Sviss er í efsta sæti riðilsins með 7 stig en Íslands er þar á eftir með 6 stig. Alfreð telur að leikurinn gegn Sviss verði sá erfiðasti fram til þessa í riðlakeppninni.

Fótbolti
Fréttamynd

Grétar Rafn: Það er allt hægt í fótbolta

Ísland og Sviss mætast í undankeppni HM karla í knattspyrnu á morgun á Laugardalsvelli og ríkir mikil eftirvænting fyrir leikinn. Sviss er í efsta sæti E-riðilsins með 7 stig eftir þrjár umferðir en Ísland er þar á eftir með 6 stig. Grétar Rafn Steinsson, leikmaður íslenska landsliðsins varar við of mikill bjartsýni en hefur samt tröllatrú á íslenska landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars Lagerbäck: Urðum of bjartsýnir

Íslenska landsliðið hefur unnið sex sigra í undankeppnum HM og EM undanfarin níu ár og í öll sex skiptin hefur íslenska liðið tapað næsta leik. Strákarnir eru nú komnir í þá stöðu á ný að fylgja á eftir sigurleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Pistill: Fordóma ber ekki að umbera

Viðbrögð margra við fréttaflutningi af ummælum Arons Einars Gunnarssonar um albönsku þjóðina hafa komið mér á óvart. Miðað við ummæli margra knattspyrnuáhugamanna á samfélagsmiðlum virðast þeir margir þeirrar skoðunar að íslenskir fjölmiðlar hafi brugðist of hart við ummælum Arons Einars. Þá hafa ófáir íslenskir knattspyrnumenn tekið í svipaðan streng.

Íslenski boltinn