Ástin á götunni

Fréttamynd

Hannes: Stefni á að spila erlendis

Hannes Þór Halldórsson aðal markvörður A-landsliðs karla í fótbolta hefur sett stefnuna á að spila erlendis á næsta tímabili. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari telur að Hannes eigi ekki að eiga í vandræðum með finna gott lið til að leika með.

Fótbolti
Fréttamynd

Mál Arons skýrast eftir leikinn gegn Sviss

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta segir enga ákvörðun vera tekna með mál fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar fyrr en eftir landsleikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Aron lét hafa eftir sér óheppileg ummæli um Albaníu á vefmiðlinum fotbolti.net sem hafa dregið dilk á eftir sér.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúnar Már og Pálmi Rafn kallaðir í íslenska hópinn

Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegið að Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður Vals og Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Lilleström hafi verið kallaðir inn í A-landslið karla fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn.

Fótbolti
Fréttamynd

Aron Einar má ekki spila á móti Sviss

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki spila með íslenska liðinu á móti Sviss á þriðjudaginn. Ástæðan er þó ekki agabann heldur leikbann. Aron Einar fékk sitt annað gula spjald í sigrinum í Albaníu í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Úttekt hjá VG: Langfæst mörk innan íslenska landsliðshópsins

Norska blaðið VG hefur gert úttekt á því hversu mörg landsliðsmörk leikmenn liðanna í riðli Noregs (og Íslands) hafa skorað á sínum landsliðsferli. Blaðið fer yfir landsliðshópa þjóðanna fyrir leikina í undankeppni HM í kvöld og þar má sjá að leikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa skorað langfæst mörk.

Fótbolti
Fréttamynd

Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland

Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blatter nýtti tímann vel á Íslandi

Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Fótbolti
Fréttamynd

Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við

Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum

Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Framtíð landsliðsins björt

Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. "Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sepp Blatter heimsækir Ísland í næstu viku

Sepp Blatter, forseti FIFA, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Sepp Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Fótbolti
Fréttamynd

Stelpurnar mæta Úkraínu á Krímskaganum

Íslenska kvennalandsliðið tekur í næsta mánuði þátt í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð sem fram fer næsta sumar. Nú er orðið ljóst hvenær umspilsleikir liðsins á móti Úkraínu fara fram en KSÍ segir frá því í frétt á heimasíðu sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu

Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik

Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór

Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Nýju markaprinsessur landsliðsins

Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM.

Íslenski boltinn