Ástin á götunni Hannes: Stefni á að spila erlendis Hannes Þór Halldórsson aðal markvörður A-landsliðs karla í fótbolta hefur sett stefnuna á að spila erlendis á næsta tímabili. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari telur að Hannes eigi ekki að eiga í vandræðum með finna gott lið til að leika með. Fótbolti 14.10.2012 20:18 Mál Arons skýrast eftir leikinn gegn Sviss Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta segir enga ákvörðun vera tekna með mál fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar fyrr en eftir landsleikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Aron lét hafa eftir sér óheppileg ummæli um Albaníu á vefmiðlinum fotbolti.net sem hafa dregið dilk á eftir sér. Fótbolti 14.10.2012 14:14 Rúnar Már og Pálmi Rafn kallaðir í íslenska hópinn Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegið að Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður Vals og Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Lilleström hafi verið kallaðir inn í A-landslið karla fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Fótbolti 14.10.2012 14:06 Katrín Ómars komin í markið hjá Kristianstad Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir sem spilar vanalega á miðjunni með Kristianstad og íslenska landsliðinu er komin í markið hjá sænska liðinu í deildarleik á móti stjörnuliði Tyresö. Fótbolti 14.10.2012 12:29 Ísland og Frakkland með bestan árangur af liðunum i 2. sæti Íslenska karlalandsliðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Íslenska liðið, sem vann 2-1 sigur á Albanía í gær, hefur náð í 6 stig af 9 mögulegum og er einu stigi á eftir toppliði Sviss. Fótbolti 13.10.2012 11:09 Aron Einar má ekki spila á móti Sviss Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki spila með íslenska liðinu á móti Sviss á þriðjudaginn. Ástæðan er þó ekki agabann heldur leikbann. Aron Einar fékk sitt annað gula spjald í sigrinum í Albaníu í gær. Fótbolti 13.10.2012 10:36 Lagerbäck búinn að tikynna liðið - Alfreð byrjar Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands á móti Albaníu í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana og hefst klukkan 17.00. Fótbolti 12.10.2012 16:38 Úttekt hjá VG: Langfæst mörk innan íslenska landsliðshópsins Norska blaðið VG hefur gert úttekt á því hversu mörg landsliðsmörk leikmenn liðanna í riðli Noregs (og Íslands) hafa skorað á sínum landsliðsferli. Blaðið fer yfir landsliðshópa þjóðanna fyrir leikina í undankeppni HM í kvöld og þar má sjá að leikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa skorað langfæst mörk. Fótbolti 12.10.2012 08:54 Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Íslenski boltinn 11.10.2012 08:38 Blatter nýtti tímann vel á Íslandi Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Fótbolti 9.10.2012 16:52 Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. Íslenski boltinn 9.10.2012 09:51 Gunnlaugur tekur við HK Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari HK en það verður tilkynnt nú í vikunni, samkvæmt heimildum Vísis. Íslenski boltinn 8.10.2012 15:36 Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 8.10.2012 14:03 Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október. Íslenski boltinn 8.10.2012 13:56 Framtíð landsliðsins björt Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. "Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann. Íslenski boltinn 5.10.2012 21:01 Sepp Blatter heimsækir Ísland í næstu viku Sepp Blatter, forseti FIFA, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Sepp Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Fótbolti 2.10.2012 15:18 Stelpurnar mæta Úkraínu á Krímskaganum Íslenska kvennalandsliðið tekur í næsta mánuði þátt í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð sem fram fer næsta sumar. Nú er orðið ljóst hvenær umspilsleikir liðsins á móti Úkraínu fara fram en KSÍ segir frá því í frétt á heimasíðu sinni. Íslenski boltinn 27.9.2012 12:11 Ragnar: Pappakassar og pabbapólitík hjá HK Ragnar Gíslason var í gær rekinn sem þjálfari 2. deildarliðs HK en hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag. Íslenski boltinn 26.9.2012 13:45 Hjörtur náði hundraðasta marki sínu í 1. deild í síðustu umferðinni Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði fyrir Víking Reykjavík í 3-3 jafntefli á móti Vikingi Ólafsvík í lokaumferð 1. deildar karla í gær. Hjörtur var að skora þarna sannkallað tímamótamark því þetta var hundraðasta mark hans í næstefstu deild. Íslenski boltinn 22.9.2012 20:12 Bessi Víðisson: Skoraði fimm mörk í lokaleiknum og tryggði sér markakóngstitilinn Bessi Víðisson, 22 ára framherji í sameiginlegu liði Dalvíkur og Reynis, er markakóngur í 2. deild karla í fótbolta en það þurfti fimm marka leik hjá kappanum til að hann næði markakóngstitlinum af Þórði Birgissyni hjá KF. Íslenski boltinn 22.9.2012 19:59 Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar. Íslenski boltinn 22.9.2012 11:42 Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni. Íslenski boltinn 22.9.2012 10:48 Úkraínsku stelpurnar voru líka með á síðasta Evrópumóti - öflugar á þessu ári Úkraínska kvennalandsliðið verður mótherji Íslands í umspilinu um laust sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð en það var dregið í dag. Líkt og með íslenska liðið þá var Úkraína með á Evrópumótinu í Finnlandi fyrir fórum árum síðan. Íslenski boltinn 21.9.2012 11:15 Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu. Íslenski boltinn 21.9.2012 10:59 Helena tekur við Val af Gunnari Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Íslenski boltinn 19.9.2012 22:46 Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar. Fótbolti 18.9.2012 15:37 Dansa stelpurnar okkar svona eftir leikinn í Osló á miðvikudaginn? Það eru skemmtilegir karakterar í franska kvennalandsliðinu í fótbolta alveg eins og því íslenska. Íslensku stelpurnar eru komnar til Noregs þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Svíþjóð næsta sumar. Fótbolti 17.9.2012 14:47 Leiknir vann fallbaráttuslaginn gegn Hetti | Djúpmenn tryggðu sæti sitt Leiknir úr Breiðholti vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur þegar liðið sótti Hött heim í botnslag 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Þá tryggði BÍ/Bolungarvík sæti sitt í deildinni að ári með stórsigri á ÍR. Íslenski boltinn 15.9.2012 16:20 Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Íslenski boltinn 14.9.2012 21:14 Nýju markaprinsessur landsliðsins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM. Íslenski boltinn 14.9.2012 21:14 « ‹ 208 209 210 211 212 213 214 215 216 … 334 ›
Hannes: Stefni á að spila erlendis Hannes Þór Halldórsson aðal markvörður A-landsliðs karla í fótbolta hefur sett stefnuna á að spila erlendis á næsta tímabili. Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari telur að Hannes eigi ekki að eiga í vandræðum með finna gott lið til að leika með. Fótbolti 14.10.2012 20:18
Mál Arons skýrast eftir leikinn gegn Sviss Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta segir enga ákvörðun vera tekna með mál fyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar fyrr en eftir landsleikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Aron lét hafa eftir sér óheppileg ummæli um Albaníu á vefmiðlinum fotbolti.net sem hafa dregið dilk á eftir sér. Fótbolti 14.10.2012 14:14
Rúnar Már og Pálmi Rafn kallaðir í íslenska hópinn Lars Lagerbäck þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta tilkynnti á blaðamannafundi eftir hádegið að Rúnar Már Sigurjónsson leikmaður Vals og Pálmi Rafn Pálmason leikmaður Lilleström hafi verið kallaðir inn í A-landslið karla fyrir leikinn gegn Sviss á þriðjudaginn. Fótbolti 14.10.2012 14:06
Katrín Ómars komin í markið hjá Kristianstad Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir sem spilar vanalega á miðjunni með Kristianstad og íslenska landsliðinu er komin í markið hjá sænska liðinu í deildarleik á móti stjörnuliði Tyresö. Fótbolti 14.10.2012 12:29
Ísland og Frakkland með bestan árangur af liðunum i 2. sæti Íslenska karlalandsliðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Íslenska liðið, sem vann 2-1 sigur á Albanía í gær, hefur náð í 6 stig af 9 mögulegum og er einu stigi á eftir toppliði Sviss. Fótbolti 13.10.2012 11:09
Aron Einar má ekki spila á móti Sviss Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, mun ekki spila með íslenska liðinu á móti Sviss á þriðjudaginn. Ástæðan er þó ekki agabann heldur leikbann. Aron Einar fékk sitt annað gula spjald í sigrinum í Albaníu í gær. Fótbolti 13.10.2012 10:36
Lagerbäck búinn að tikynna liðið - Alfreð byrjar Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands á móti Albaníu í undankeppni HM en leikurinn fer fram á Qemal Stafa leikvanginum í Tirana og hefst klukkan 17.00. Fótbolti 12.10.2012 16:38
Úttekt hjá VG: Langfæst mörk innan íslenska landsliðshópsins Norska blaðið VG hefur gert úttekt á því hversu mörg landsliðsmörk leikmenn liðanna í riðli Noregs (og Íslands) hafa skorað á sínum landsliðsferli. Blaðið fer yfir landsliðshópa þjóðanna fyrir leikina í undankeppni HM í kvöld og þar má sjá að leikmenn í íslenska landsliðshópnum hafa skorað langfæst mörk. Fótbolti 12.10.2012 08:54
Lagerbäck: Ekki mikill munur á því að þjálfa Svíþjóð og Ísland Lars Lagerbäck og Aron Einar Gunnarsson svöruðu spurningum albanskra blaðamanna á blaðamannafundi sem var haldinn í gær á hóteli íslenska liðsins í Tírana í Albaníu en heimasíða KSÍ segir frá því sem fram fór á fundinum. Ísland og Albanía mætast í undankeppni HM á morgun og er þetta þriðji leikur liðanna í riðlinum. Íslenski boltinn 11.10.2012 08:38
Blatter nýtti tímann vel á Íslandi Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Fótbolti 9.10.2012 16:52
Sigurður Ragnar: Þær spila allt öðruvísi fótbolta en við Sigurður Ragnar Eyjólfsson valdi í gær 18 manna landsliðshóp fyrir umspilsleiki á móti Úkraínu en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Sigurður Ragnar heldur tryggð við þann hóp sem mætti Norðmönnum í Osló á dögunum. Arnar Björnsson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 ræddi við hann í gær. Íslenski boltinn 9.10.2012 09:51
Gunnlaugur tekur við HK Gunnlaugur Jónsson verður næsti þjálfari HK en það verður tilkynnt nú í vikunni, samkvæmt heimildum Vísis. Íslenski boltinn 8.10.2012 15:36
Sóknarmennirnir okkar detta út hver á fætur öðrum Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður sænska liðsins Norrköping, hefur dregið sig úr íslenska landsliðshópnum fyrir leikina við Albaníu og Sviss í undankeppni HM út af persónulegum ástæðum. Ekki verður annar leikmaður kallaður inn í hópinn að svo stöddu samkvæmt frétt á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 8.10.2012 14:03
Sigurður Ragnar valdi sömu stelpur og mættu Noregi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur valið hópinn sem mætir Úkraínu í tveimur umspilsleikjum síðar í þessum mánuði en í boði er sæti í úrslitakeppni EM. Leikið verður ytra 20. október og hér heima, á Laugardalsvelli, fimmtudaginn 25. október. Íslenski boltinn 8.10.2012 13:56
Framtíð landsliðsins björt Lars Lagerbäck landsliðsþjálfari segir að miðað við aldur og reynslu leikmanna íslenska landsliðsins lofi framtíðin verulega góðu. "Ég vona að ég fái að lifa í nokkur ár í viðbót svo ég geti áfram fylgst með íslenska landsliðinu,“ sagði hann. Íslenski boltinn 5.10.2012 21:01
Sepp Blatter heimsækir Ísland í næstu viku Sepp Blatter, forseti FIFA, mun heimsækja Ísland í næstu viku en hann mun koma til landsins næstkomandi mánudag, 8. október. Þetta er í annað skiptið sem Sepp Blatter heimsækir landið síðan hann tók við sem forseti FIFA en hann kom hingað sama ár og hann tók við embættinu, árið 1998. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Fótbolti 2.10.2012 15:18
Stelpurnar mæta Úkraínu á Krímskaganum Íslenska kvennalandsliðið tekur í næsta mánuði þátt í umspili um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins í Svíþjóð sem fram fer næsta sumar. Nú er orðið ljóst hvenær umspilsleikir liðsins á móti Úkraínu fara fram en KSÍ segir frá því í frétt á heimasíðu sinni. Íslenski boltinn 27.9.2012 12:11
Ragnar: Pappakassar og pabbapólitík hjá HK Ragnar Gíslason var í gær rekinn sem þjálfari 2. deildarliðs HK en hann var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag. Íslenski boltinn 26.9.2012 13:45
Hjörtur náði hundraðasta marki sínu í 1. deild í síðustu umferðinni Hjörtur Júlíus Hjartarson skoraði fyrir Víking Reykjavík í 3-3 jafntefli á móti Vikingi Ólafsvík í lokaumferð 1. deildar karla í gær. Hjörtur var að skora þarna sannkallað tímamótamark því þetta var hundraðasta mark hans í næstefstu deild. Íslenski boltinn 22.9.2012 20:12
Bessi Víðisson: Skoraði fimm mörk í lokaleiknum og tryggði sér markakóngstitilinn Bessi Víðisson, 22 ára framherji í sameiginlegu liði Dalvíkur og Reynis, er markakóngur í 2. deild karla í fótbolta en það þurfti fimm marka leik hjá kappanum til að hann næði markakóngstitlinum af Þórði Birgissyni hjá KF. Íslenski boltinn 22.9.2012 19:59
Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar. Íslenski boltinn 22.9.2012 11:42
Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni. Íslenski boltinn 22.9.2012 10:48
Úkraínsku stelpurnar voru líka með á síðasta Evrópumóti - öflugar á þessu ári Úkraínska kvennalandsliðið verður mótherji Íslands í umspilinu um laust sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð en það var dregið í dag. Líkt og með íslenska liðið þá var Úkraína með á Evrópumótinu í Finnlandi fyrir fórum árum síðan. Íslenski boltinn 21.9.2012 11:15
Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu. Íslenski boltinn 21.9.2012 10:59
Helena tekur við Val af Gunnari Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra. Íslenski boltinn 19.9.2012 22:46
Það fór að heillirigna á stelpurnar á síðustu æfingunni fyrir leik Íslenska kvennalandsliðið fékk óblíðar viðtökur hjá veðurguðunum á á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar stelpurnar voru á síðustu æfingu sinni fyrir lokaleik sinn í riðlakeppninni sem verður á móti Noregi á morgun. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni í Svíþjóð næsta sumar. Fótbolti 18.9.2012 15:37
Dansa stelpurnar okkar svona eftir leikinn í Osló á miðvikudaginn? Það eru skemmtilegir karakterar í franska kvennalandsliðinu í fótbolta alveg eins og því íslenska. Íslensku stelpurnar eru komnar til Noregs þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Svíþjóð næsta sumar. Fótbolti 17.9.2012 14:47
Leiknir vann fallbaráttuslaginn gegn Hetti | Djúpmenn tryggðu sæti sitt Leiknir úr Breiðholti vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur þegar liðið sótti Hött heim í botnslag 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Þá tryggði BÍ/Bolungarvík sæti sitt í deildinni að ári með stórsigri á ÍR. Íslenski boltinn 15.9.2012 16:20
Edda: Verðum eins og vel samstilltur kvennakór Edda Garðarsdóttir mun væntanlega leika sinn 94. landsleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið fær Norður-Írland í heimsókn á Laugardalsvöllinn í næstsíðasta leik sínum í undankeppni EM í Svíþjóð en með sigri tryggja íslensku stelpurnar sér í það minnsta þátttökurétt í umspili um sæti í úrslitakeppninni á næsta ári. Íslenski boltinn 14.9.2012 21:14
Nýju markaprinsessur landsliðsins Margrét Lára Viðarsdóttir hefur verið markadrottning kvennalandsliðsins í mörg ár en Elín Metta og Sandra María, tvær 17 ára stelpur, slógu í gegn í Pepsi-deild kvenna í ár og eru í íslenska landsliðshópnum fyrir gríðarlega mikilvæga leiki í undankeppni EM. Íslenski boltinn 14.9.2012 21:14
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent