Ástin á götunni

Fréttamynd

Þórsarar með fullt hús í 1. deildinni - Hjörtur hetja Víkinga

Þórsarar byrja vel í 1. deildinni en þeir eru með fullt hús eftir tvær umferðir eftir 3-1 sigur á Þrótti á Akureyri í dag. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði Víkingum 1-0 sigur á ÍR með marki á lokamínútu leiksins en þetta var bæði fyrsta mark og fyrsti sigur Víkinga undir stjórn Ólafs Þórðarsonar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Saman með 16 mörk

Haukar komust í sögubækurnar þegar að liðið vann sannkallaðan stórsigur á Snæfelli í 2. umferð bikarkeppni KSÍ í fyrrakvöld, 31-0. Tveir leikmenn skoruðu meira en helming allra marka í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Verðum miklu ofar eftir tvö ár

Íslenska landsliðið í fótbolta stendur í stórræðum í mánaðarlok þegar liðið mætir tveimur öflugum knattspyrnuþjóðum sem eiga það sameiginlegt að vera þá á fullu í lokaundirbúningi sínum fyrir EM í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Félagi vísað úr íslensku 3. deildinni - grunur um erlent veðmálabrask

Vefsíðan Fótbolti.net segir frá því í dag að FFR, Fótboltafélaginu Fjólunni Reykjavík, hafi verið vísað úr keppni í þriðju deild karla og bikarkeppni KSÍ. Íslenskir aðilar stofnuðu félagið í vetur en fljótlega tóku erlendir aðilar við stjórn félagsins. Grunur er um að hér sér veðmálabrask í gangi og þykir svipa til máls sem kom upp í Finnlandi fyrir nokkrum árum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Minningarleikur um Steingrím á Hásteinsvelli

Sérstakur minningarleikur um Steingrím Jóhannesson verður á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum föstudaginn 1. júní næstkomandi. Steingrímur, sem er einn markahæsti leikmaður Íslandsmótsins frá upphafi, féll frá í mars, 38 ára gamall, eftir harða baráttu við krabbamein.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

19 ára stelpurnar úr leik - töpuðu naumt á móti Frökkum

Íslenska 19 ára landsliðinu í fótbolta tókst ekki að tryggja sér sæti í úrslitakeppnin EM en það var ljóst eftir 1-0 tap á móti Frökkum í lokaleik riðilsins í dag. Íslensku stelpurnar fengu eitt stig og enduðu í neðsta sæti í riðlinum. Rúmenar urðu efstir og tryggðu sér því sæti í úrslitakeppninni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Knattspyrnudómarar styðja Mottumars

Í morgun afhentu knattspyrnudómarar Krabbameinsfélaginu 600 þúsund krónur í styrk vegna Mottumars. Hver og einn sem dæmdi í Lengjubikarnum í marsmánuði lagði fram því sem nemur launum fyrir að dæma einn leik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ofbeldi vegur þyngra en níð

Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, er ekki sammála þeirri gagnrýni Leiknis að vægt hafi verið tekið á leikmanni 3. flokks KR sem beitti leikmann Leiknis kynþáttaníð. Geir segir að KSÍ hafi beitt sér fyrir því að uppræta fordóma. "Það getur enginn tekið lögin i sínar eigin hendur," segir Geir.

Íslenski boltinn