Spænski boltinn

Fréttamynd

Fabregas hetja Börsunga

Barcelona vann 1-0 sigur á Levante í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Cesc Fabregas skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi varð að kaupa hús nágrannans

Lionel Messi á nú tvö hús á sama stað í Barcelona eftir deilur við nágranna hans urðu til þess að eina leiðin til að fá frið var að kaupa húsið af nágrannanum. Þetta kemur fram í spænska blaðinu Diario Gol.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho gefur út ævisögu sína í haust

Jose Mourinho, þjálfari spænska félagsins Real Madrid, mun gefa út athyglisverða bók á haustmánuðum. Þessi heimsfrægi þjálfari, sem varð fimmtugur á dögunum, er nú búinn að skrifa ævisögu sína og ætlar að skella henni á prent.

Fótbolti
Fréttamynd

Alfreð reykspólaði fram úr Bale og Michu

Alfreð Finnbogason skoraði tvö mörk fyrir Heerenveen í 3-2 sigri á Willem II í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta um helgina. Hann hefur þar með skorað 23 deildarmörk á tímabilinu og jafnað 33 ára gamalt met Péturs Péturssonar en enginn Íslendingur hefur skorað fleiri deildarmörk á einu tímabili í efstu deild.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona tapar ekki leik án Messi

Barcelona-liðið sýndi í gærkvöldi að liðið getur alveg rúllað yfir lið þótt að argentínski snillingurinn Lionel Messi sé ekki í búning. Messi lék ekki vegna meiðsla þegar Barcelona vann 5-0 sigur á Real Mallorca í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Fábregas og Sánchez sáu um Mallorca

Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Mallorca í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld en liðið rústaði leiknum 5-0 sem fór fram á Neu Camp í Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund með bestu aðsóknina í Evrópu

Die Welt í Þýskalandi hefur tekið saman lista yfir bestu aðsóknina á fótboltaleiki Evrópu og þar kemur í ljós að þýska liðið Borussia Dortmund er á toppnum. Þýsku liðin koma afar vel út og átta þeirra eru inn á topp tuttugu.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova stýrir liði Barcelona á morgun

Tito Vilanova mun stýra liði Barcelona í París á morgun þegar liðið spilar fyrri leik sinn við Paris Saint-Germain í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Aðstoðarmaður hans, Jordi Roura, staðfesti þetta á blaðamannafundi í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

“Tour De Liga” fullkomnuð hjá Messi

Lionel Messi heldur áfram að setja metin og metið hans í gær er án nokkurs vafa í hópi með þeim glæsilegustu. Messi varð þá fyrstur í sögunni til að fullkomna “Tour De Liga”.

Fótbolti
Fréttamynd

Pedro með tíu landsliðsmörk á tímabilinu

Pedro Rodriguez, leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins, er markahæsti landsliðsmaðurinn á tímabilinu 2012-13 en þessi 25 ára leikmaður tryggði Spánverjum mikilvægan 1-0 sigur á Frökkum í gær með sínu tíunda landsliðsmarki á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi klikkaði í lokin

Lionel Messi fékk frábært tækifæri til að tryggja Argentínu sigur í þunna loftinu í Bólivíu í nótt en besti knattspyrnumaður heims sýndi að hann er mannlegur og argentínska landsliðið varð að sætta sig við 1-1 jafntefli.

Fótbolti
Fréttamynd

Pique vill fá Pepe til Barcelona

Gerard Pique, miðvörður Barcelona og spænska landsliðsins, væri alveg til í að fá Portúgalann Pepe til félagsins ef hann fengi að velja einhvern leikmann Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova lentur í Barcelona

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, er kominn aftur til Barcelona eftir tveggja mánaða krabbameinsmeðferð í New York í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Cazorla: Spænska landsliðið er ekki á niðurleið

Santi Cazorla, leikmaður Arsenal og spænska landsliðsins í fótbolta, hefur engar áhyggjur af því að 1-1 jafntefli Spánverja á móti Finnum á heimavelli í undankeppni HM á föstudagskvöldið, séu merki um að gósentíð spænska liðsins sé að enda.

Fótbolti
Fréttamynd

Cantona dáist að Mourinho

Franska goðsögnin Eric Cantona fer fögrum orðum um portúgalska þjálfarann, Jose Mourinho, sem er í miklu uppáhaldi hjá Frakkanum.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho hrósar Pandev fyrir hreinskilnina

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er afar ánægður með stuðninginn sem hann hefur fengið frá Goran Pandev, leikmanni Napoli, í slag sínum við FIFA. Mourinho er á því að brögð hafi verið í tafli við val á þjálfara ársins.

Fótbolti