Spænski boltinn

Fréttamynd

Tvö rauð er Real komst áfram

Fabio Coentrao og Angel Di Maria fengu báðir að líta rauða spjaldið þegar að Real Madrid gerði 1-1 jafntefli við Valencia í spænsku bikarkeppninni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Puyol spilar með Barcelona til 37 ára aldurs

Carlos Puyol, fyrirliði Barcelona, er búinn að skrifa undir nýjan þriggja ára samning við félagið en nýi samningurinn rennur ekki út fyrr en sumarið 2016. Puyol bætist þar með í hóp með þeim Xavi og Lionel Messi sem eru báðir nýbúnir að framlengja sína samninga og það er búist við því að Andrés Iniesta bætist fljótlega í hópinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Laporta vildi ekki fá Cristiano Ronaldo til Barcelona

Joan Laporta, fyrrum forseti FC Barcelona, segir að hann hafi á sínum tíma fengið tækifæri til að fá Cristiano Ronaldo til Barcelona. Ronaldo fór þess í stað til Manchester United og er nú leikmaður erkifjendanna í Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan mistókst að fá Kaka frá Real Madrid

Adriano Galliani, varaformaður AC Milan, hefur staðfest að félagið hafi ekki efni á því að fá Brasilíumanninn Kaka frá Real Madrid. Real Madrid keypti Kaka frá AC Milan árið 2009 en leikmaðurinn hefur ekki staðið sig vel á Santiago Bernabeu þau þrjú tímabil sem hann hefur spilað þar.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova næstu tíu daga á spítala í New York

Tito Vilanova, þjálfari Barcelona, kvaddi leikmenn sína í gær en hann flaug í framhaldinu til New York borgar þar sem hann mun verða í krabbameinsmeðferð út mánuðinn. Barcelona-liðið sendi hann ekki með sigur í farteskinu því liðið tapaði sínum fyrsta leik um helgina þegar liðið lá á móti Böskunum í Real Sociedad.

Fótbolti
Fréttamynd

Reina gæti farið til Barcelona næsta sumar

Forráðamenn Barcelona ætla leggja mikla áherslu á að fá Pepe Reina, markvörð Liverpool, til liðsins næsta sumar en fregnir bárust af því í síðustu viku að Victor Valdes, núverandi markvörður liðsins, myndi líklega ekki skrifa undir nýjan samning við Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Valdes fer frá Barcelona

Markvörður Barcelona, Victor Valdes, hefur gefið það út að hann ætli sér ekki að framlengja samning sinn við félagið sem rennur út sumarið 2014.

Fótbolti
Fréttamynd

Tíu Málaga-menn náðu jafntefli á Camp Nou

Barcelona og Málaga gerðu 2-2 jafntefli í kvöld í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum spænska bikarsins en spilað var á heimavelli Barcaelona, Camp Nou. Það lið sem hefur betur mætir annaðhvort Real Madrid eða Valencia í undanúrslitunum en Real vann Valencia 2-0 í fyrri leiknum í gærkvöldi.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova: Pep er besti þjálfari heims

Þegar Tito Vilanova tók við Barcelona-liðinu af Pep Guardiola vissi hann sem var að menn myndu bera hann saman við Guardiola sem náði einstökum árangri með Barcelona-liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona valtaði yfir Cordoba

Barcelona komst auðveldlega áfram í næstu umferð spænska konungsbikarsins í kvöld er liðið valtaði yfir neðrideildarlið Cordoba, 5-0. Barcelona vann rimmu liðanna því 7-0 samanlagt en Barca vann fyrri leikinn 2-0.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas kleip Ronaldo í rassinn

Það hefur verið mikið talað um það í vetur að ekki sé allt í góðu í samskiptum þeirra Iker Casillas og Cristiano Ronaldo en þeir spila saman hjá Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi og Iniesta fá hvíld en Messi spilar

Barcelona ætlar að leyfa sér að hvíla fjórar lykilmenn í bikarleik á móti b-deildarliðinu Cordoba annað kvöld en besti fótboltamaður heims, Lionel Messi, þarf hinsvegar enga hvíld.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann í sjö marka leik

Real Madrid vann sigur á Real Sociedad, 4-3, í hreint ótrúlegum leik á Santiago Bernabéu í spænsku úrvalsdeildinni nú síðdegis. Iker Casillas, markvörður Real Madrid, byrjaði annan leikinn í röð á varamannabekknum en það tók ekki langan tíma fyrir þann spænska að koma við sögu í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova stýrir Barcelona-liðinu á morgun

Tito Vilanova er mættur aftur til starfa hjá Barcelona aðeins tveimur vikum eftir að hann gekkst undir krabbameinsaðgerð og mun því stýra liðinu í nágrannaslagnum á móti Espanyol á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Johan Cruyff leggur þjálfaraflautuna á hilluna

Johan Cruyff er orðinn 65 ára gamall og hefur síðustu fjögur árin stýrt landsliði Katalóníumanna en ekki lengur. Cruyff tilkynnti það eftir leik Katalóníu og Nígeríu í gær að hann sé búinn að setja þjálfaraflautuna upp á hillu.

Fótbolti