Spænski boltinn

Fréttamynd

El Clásico í myndum

Real Madrid vann glæstan sigur á Barcelona á Nou Camp í kvöld og er komið með níu fingur á Spánarmeistaratitilinn eftir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Mikilvægt að halda Guardiola

Miðjumaðurinn Xavi hjá Barcelona segir að Pep Guardiola þjálfari eigi stóran þátt í velgengni félagsins síðustu ár og segir að það sé mikilvægt að hann þjálfi liðið áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi skorar innan sem utan vallar

Argentínski snillingurinn Lionel Messi er að verða pabbi í fyrsta sinn ef marka má twitter-færslu hjá argentínska knattspyrnusambandinu. Messi slær hvert metið á fætur öðru og það virðist allt ganga upp hjá kappanum þessa dagana, innan sem utan vallar.

Fótbolti
Fréttamynd

Getafe skoraði fimm mörk á móti Sevilla í kvöld

Getafe vann 5-1 stórsigur á Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en litla liðið út úthverfi Madrid er þar með komið upp í hóp fimm liða með 45 stig í 7. til 11. sæti deildarinnar. Sevilla er einnig með 45 stig en missti Getafe upp fyrir sig. Miku, 26 ára framherji frá Venesúela, skoraði tvö mörk í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi: Spila aldrei í ensku úrvalsdeildinni

Lionel Messi hefur ítrekað að hann geti ekki ímyndað sér annað en að spila með Barcelona allan sinn feril. "Ég efast um að ég muni spila í Englandi einn daginn. Ég á erfitt með að sjá fyrir mér að spila með öðru félagi en Barcelona. Ég hef ekki einu sinni hugleitt það,“ sagði hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho: Ég er frábær þjálfari

Sjálfstraust hefur ekki verið einn af veiku hlekkjunum hjá portúgalska þjálfaranum José Mourinho sem þjálfar Real Madrid. Það hefur gustað um Mourinho hvert sem hann fer en alltaf skilar hann titlum í hús.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Ein mistök gætu kostað okkur deildina eða Meistaradeildina

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að hans menn megi ekki gera nein mistök ætli þeir sér að endurtaka leikinn frá 2009 þegar Barcelona vann þrefalt. Barcelona er búið að minnka forskot Real Madrid í fjögur stig á toppi spænsku deildarinnar, mætir Chelsea í undanúrslit Meistaradeildarinnar og mætir Athletic Bilbao í bikarúrslitaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Næsti leikur Iniesta verður hans 400. fyrir Barcelona

Andres Iniesta vantar nú aðeins einn leik upp á að spila 400 leiki fyrir Barcelona og tímamótaleikurinn gæti komið á móti Levante í spænsku úrvalsdeildinni á morgun. Iniesta er 27 ára gamall en lék sinn fyrsta leik fyrir Barcelona í október 2002.

Fótbolti
Fréttamynd

Abidal fékk nýja lifur

Spænskir fjölmiðlar greindu frá því í gærkvöldi að franski varnarmaðurinn Eric Abidal hafi gengist undir aðgerð þar sem ný lifur var grædd í hann.

Fótbolti
Fréttamynd

Búið að færa El Clásico

Stórleik Barcelona og Real Madrid í spænsku úrvalsdeildinni hefur nú verið flýtt og mun hann fara fram laugardaginn, 21 apríl. Það er beðið með mikilli eftirvæntingu eftir El Clásico, eins og innbyrðis leikir liðanna eru kallaðir. Leikurinn er sérstaklega þýðingarmikill en hann gæti haft úrslitaáhrif um það hvort liðið hampi titlinum í ár.

Fótbolti
Fréttamynd

Casillas: Real Madrid gæti misst titilinn til Barca

Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Real Madrid, viðurkenndi í gær áhyggjur sínar af þróun mála í baráttunni um Spánarmeistaratitilinn. Real Madrid hefur nú aðeins fjögurra stiga forskot eftir markalaust jafntefli við Valencia í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan: Ég var meiri maður en Guardiola

Zlatan Ibrahimovic er ekkert hættur orðastríði sínu við Pep Guardiola, þjálfara Barcelona, þótt að Barcelona-liðið sé búið að slá Zlatan og félaga hans í AC Milan út úr Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona ekki í vandræðum með Zaragoza

Barcelona var ekki í neinum vandræðum með Real Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið gjörsigraði leikinn 4-1 á Zaragoza komst yfir eftir hálftíma leik þegar Carlos Aranda skoraði laglegt mark.

Fótbolti
Fréttamynd

Mario Gomez hafnaði Real Madrid - svo segir afi hans

Jose Gomez, afi þýska landsliðsframherjans Mario Gomez hjá Bayern München, hefur greint frá því að afabarnið hans hafi hafnað tilboði frá spænska stórliðnu Real Madrid. Gomez skrifaði í vikunni undir nýjan samning við Bayern til ársins 2016.

Fótbolti
Fréttamynd

Maradona vill sjá tengdasoninn fara til Real Madrid

Diego Maradona er afar hrifinn af þeim plönum að Sergio Agüero, framherji Manchester City, snúi aftur í spænska boltann og gangi til liðs við Real Madrid. Agüero er eiginmaður dóttur Maradona og karlinn ætti því að hafa einhver ítök í stráknum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benitez ætlar að bíða eftir rétta starfinu

Rafael Benitez, fyrrum stjóri Liverpool, hefur verið atvinnulaus síðan að hann var rekinn frá Inter Milan í árslok 2010 og er hann jafnan orðaður við öll störf sem losna í bestu deildunum í Evrópu. Spánverjinn ætlar að bíða þolinmóður eftir rétta starfinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni

Real Madrid er komið með níu stiga forskot í spænsku úrvalsdeildinni eftir afar sannfærandi 1-5 sigur á Osasuna í kvöld. Real Madrid er nú búið að skora 100 mörk í spænsku deildinni en þetta er aðeins í sjötta skiptið sem liði tekst það. Real Madrid á markametið í deildinni en það er 107 mörk og var sett leiktíðina 1989-90.

Fótbolti