Spænski boltinn

Fréttamynd

Ronaldo: Benzema á að fá Ballon d'Or

Brasilíska goðsögnin Ronaldo Nazario telur að Karim Benzema, framherji Real Madrid, eigi skilið að fá Ballon d'Or verðlaunin sem veitt eru besta knattspyrnumanni heims ár hvert.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico Madrid lokar hluta af leikvangi sínum vegna nasista

Atletico Madrid hefur fengið ákæru vegna óviðunandi hegðunar stuðningsmanna en einhver fjöldi þeirra voru að heilsa leikmönnum og öðrum á Etihad vellinum að hætti nasista í fyrri viðureign liðsins gegn Manchester City í Meistaradeildinni á þriðjudaginn síðastliðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Endaði á nærbuxunum til að gleðja gamla aðdáendur

Stuðningsmenn Barcelona sýndu Ivan Rakitic hlýhug og klöppuðu vel fyrir honum þegar þeir gátu loksins tekið á móti honum aftur á Camp Nou í gær. Rakitic gaf þeim svo bæði treyju sína og stuttbuxur áður en hann skokkaði af velli á nærbuxunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona alltaf farið með sigur af hólmi gegn Real Madríd

Barcelona vann í gær frábæran 5-2 sigur á Real Madríd er félögin mættust í síðari leik átta liða úrslita Meistaradeildar Evrópu kvenna í knattspyrnu. Börsungar fóru einnig með sigur af hólmi í fyrri leiknum og hafa því unnið allar viðureignir liðanna.

Fótbolti
Fréttamynd

Bale: Við vitum öll hvert raunverulega sníkjudýrið er

Gareth Bale, framherji Real Madrid, hefur svarað fyrir sig á Twitter þar sem hann gagnrýnir spænska og breska fjölmiðla. Í spænska miðlinum Marca var Bale kallaður sníkjudýr sem væri að sjúga blóð í formi evra af félagsliðinu sínu.

Fótbolti