
Málefni trans fólks

„Hin fullkomna díva“ aldrei verið frjálsari eftir að hún kom út úr skápnum
Gisele Shaw, eða „hin fullkomna díva“ eins og hún er kölluð í glímuheiminum, kom út úr skápnum sem trans kona á síðasta ári. Hún hafði haldið því leyndu að hún væri trans á meðan hún vann sig upp innan glímuheimsins.

Logið um trans fólk
Hinsegin fólk á Íslandi finnur fyrir aukinni andúð í sinn garð. Tilveruréttur einstakra hópa innan okkar raða er sífellt dreginn í efa á opinberum og óopinberum vettvangi, gelt er á hinsegin fólk á götum úti, hinsegin fólk fær hatursskilaboð í gegnum samfélagsmiðla og nýnasistar skilja eftir skilaboð á veggjum um allt land.

Finnst ekki raunhæft að sjá fólk eins og það vill að það sé séð
Lögfræðineminn Iva Marín hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir ummæli sín um transfólk að undanförnu en rætt var við hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Opið bréf til Ivu Marínar
Kæra Iva Marín. Ég var að horfa á viðtalið við þig í Íslandi í dag, og ég minntist þess þegar við kynntumst fyrst í MH, og hvað þú hefur alltaf verið vel máli farin. Það hentar eflaust vel í lögfræðinni. Ég man að þú varst ein af fyrstu manneskjunum til þess að óska mér til hamingju með nýtt nafn á Facebook á sínum tíma, fyrir 4 árum.

Iva sögð transfóbískur og hatursfullur rasisti
Iva Marín Adrichem, söngkona og laganemi, segir að undanfarna daga hafi hún mátt sitja undir holskeflu óhróðurs á netinu eftir að hún vakti athygli á því að hún var klippt út úr myndbandi Ferðamálastofu, Sjálfsbjargar og ÖBÍ, sem fjallar um aðgengismál en sjálf er Iva blind.

Firring og bæling
Síðustu daga hef ég setið undir ýmsum ærumeiðingum og verið borin sökum sem ég hefði aldrei getað ímyndað mér. Ég er máluð upp opinberlega, með skipulögðum hætti sem transfóbískur og hatursfullur rasisti.

Fyrsta trans persóna veraldar Harry Potter
Í nýjum tölvuleik um Hogwarts-skólann má finna fyrstu trans persónu veraldarinnar í kringum galdramanninn Harry Potter. J.K. Rowling, höfundur bókanna um Potter, hefur verið gagnrýnd fyrir að afneita tilvist trans fólks.

Trans kona dæmd fyrir nauðganir tekur dóminn út í karlafangelsi
Trans kona í Skotlandi var í vikunni fundin sek um að hafa nauðgað tveimur konum áður en hún kom út úr skápnum. Eftir að dómurinn féll var hún flutt í kvennafangelsi en yfirvöld segja hana ekki munu verða vistaða þar, hvorki til skemmri né lengri tíma.

Máli Samtakanna 22 gegn varaþingmanni VG vísað frá
Forsætisnefnd Alþingis vísaði í dag frá erindi um meint brot Daníels E. Arnarssonar, varaþingmanns Vinstri grænna, á siðareglum fyrir alþingismenn. Hvorki ummæli hans né skráning í hagsmunaskrá voru tekin til skoðunar.

Bandarísk transkona ætlar að flýja til Íslands: „Ég þarf að fara eitthvert þar sem ég veit að ég er örugg“
Rynn Willgohs er fimmtug transkona frá Fargo í Norður-Dakóta sem hyggst flytja búferlum til Íslands sökum fordóma og ofsókna sem hún kveðst mæta sem transkona í Bandaríkjunum.

Einar Kárason segir fjölmarga úr sínum röðum hafa brugðist listinni
Einar Kárason rithöfundur segist ekki skilja í þeirri hugmyndafræði að vilja banna gömul listaverk, bækur og kvikmyndir.

Verkefni í þágu trans barna og hinsegin fólks styrkt um fjórar milljónir
Tvö verkefni á vegum heilbrigðisráðuneytisins hafa hlotið ríflega fjögurra milljóna króna styrk úr Framkvæmdarsjóði hinsegin málefna. Annars vegar er um að ræða rannsókn sem miðar að því að kortleggja þarfir og óskir hinsegin fólks sem leitar til transteymis Landspítala og hins vegar þróunarverkefni sem felur í sér fræðsluhópi fyrir foreldra trans barna á BUGL.

Tekist á um bælingarfrumvarp
Framkvæmdastjóri Samtakanna 78 og varaþingmaður Vinstri grænna saka nýstofnuð samtök samkynhneigðra um hatur á transfólki og að þau tengist erlendum haturssamtökum sem deili sæti með nýnasistum og öðrum öfgasamtökum. Formaður hinna nýju samtaka hefur kvartað undan ummælum varaþingmannsins til forseta Alþingis.

Kynmisræmi er ekki sjúkdómur
Kynmisræmi er ekki sjúkdómur og fjarvistir frá vinnu vegna tengdra læknisaðgerða því ekki greiðsluskyldar af hálfu atvinnurekanda. Úr þessu álitaefni var skorið með dómi Landsréttar 4. nóvember 2022 í máli sem Samtök atvinnulífsins ráku fyrir hönd aðildarfyrirtækis.

Engin laun í leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar
Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni.

Óhugnanlegar frásagnir af ofbeldi Katara birtar í nýrri skýrslu
Lögreglan í Katar hefur eftir eigin geðþótta handtekið og misnotað meðlimi LGBTQ-samfélagsins þar í landi, þrátt fyrir að engin ákæra liggi fyrir. Þetta segir í skýrslu mannréttindasamtakanna Human Rights Watch sem kalla eftir umbótum í aðdraganda heimsmeistaramóts karla í fótbolta sem hefst í Katar í næsta mánuði.

Kæra á hendur Arnari felld niður
Lögreglurannsókn á meintri hatursorðræðu Arnars Sverrissonar sálfræðings hefur verið felld niður.

Trans fólk í Póllandi býr sig undir hatursáróður í aðdraganda þingkosninga
Trans fólk í Póllandi undirbýr sig nú undir það að verða skotmark stjórnmálamanna í aðdraganda þingkosninganna í landinu á næsta ári.

Segjast óupplýstar á lífshættulegum biðlista
Trans konurnar Elín Ósk og Þórhildur Sara lýsa yfir mikilli óánægju vegna þjónustu íslenska heilbrigðiskerfisins gagnvart trans konum. Þær segja lengd biðtíma eftir kynleiðréttingaraðgerðum óásættanlega og stjórnvöld segi biðtímann mikið styttri en hann sé í raun. Lítið upplýsingaflæði segja þær vera á milli kerfisins og kvennanna. Biðin geti reynst trans konum lífshættuleg.

Hommar með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir karlar
Samkynhneigðir karlmenn eru með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir samkvæmt nýrri rannsókn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir niðurstöðurnar sláandi og boðar aðgerðir.

Áhrifafólk í Miðflokknum ósammála formanninum um kynrænt sjálfræði
Varaþingmaður og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins skrifa grein á Vísi í dag þar sem þau segja samþykkt laga um kynrænt sjálfræði „enn eitt framfaraskrefið í þá átt að tryggja réttindi borgaranna.“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokks þeirra, hefur lengi talað opinberlega gegn frumvarpinu sem hann hefur kallað „ómanneskjulegt og fornaldarlegt öfgamál“.

Hvað má segja og hvað ekki: Lögregla rannsakar skrif um trans fólk
Lögmaður hefur áhyggjur af því að verið sé að færa mörk tjáningarfrelsis og hatursorðræðu of langt í átt að vinsælum pólitískt réttum viðhorfum. Skjólstæðingur hennar hefur verið kærður fyrir skrif um trans fólk sem Samtökin ’78 segja full af hatri og grafa undan tilvist þess.

Sigmundur grafi undan réttindabaráttu með slóttugum aðferðum
Ugla Stefanía, kynjafræðingur, segir Sigmund Davíð, þingmann Miðflokksins, fara með „alls konar fleipur“ um lög um kynrænt sjálfræði og hann tali ítrekað niður til réttindabaráttu og aktívisma. Hún segir Sigmund beita aðferðum sem séu „lævísar og slóttugar, og til þess gerðar að grafa undan réttindabaráttu frekar en að vernda fólk.“

Tókust á um baráttu trans fólks og öfgakennda umræðuna
Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson komu til Heimis Karlssonar í Sprengisand í morgun til að ræða um mannréttindabaráttu trans fólks, hlutverk Alþingis, örar breytingar á íslenskri tungu og umburðarlyndi í samfélagsumræðunni.

Fyrsta Barbiedúkkan sem er trans konu til heiðurs
Aktívistinn og leikkonan Laverne Cox verður að Barbiedúkku en þetta er í fyrsta sinn sem Mattel hefur búið til dúkku trans konu til heiðurs.

Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu
Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst.

„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“
Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt.

Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk
Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk.

Þúsundir söfnuðust saman í Osló þvert á tilmæli lögreglu
Þúsundir hunsuðu viðvaranir lögreglu í Osló í gær og komu saman við ráðhús borgarinnar til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og til að minnast þeirra sem létust í hryðjuverkaárás við hinsegin skemmtistað á laugardag.

Sundsamband Íslands kaus með tillögu um að takmarka þátttöku transkvenna
Sundsamband Íslands kaus með tillögunni sem takmarkar þátttökurétt transkvenna á mótum á vegum FINA, Alþjóðasundsambandsins. Þetta staðfesti Björn Sigurðsson, formaður Sundsambands Íslands.