Háskólar

Skýrist af alþjóðavæðingu og fjölgun innflytjenda
Háskóla Íslands bárust tæplega tvö þúsund erlendar umsóknir um nám fyrir næsta skólaár. Árið 2016 voru erlendu umsóknirnar rétt rúmlega eitt þúsund. Rektor fagnar fjölgun umsækjenda.

Umsóknir um nám í Háskóla Íslands fjölgaði milli ára
Tæplega 9.500 umsóknir bárust um grunn- og framhaldsnám í Háskóla Íslands fyrir skólaárið 2023-24. Frestur til að sækja um nám rann út þann 5. júní síðastliðinn og nam fjölgunin rúmlega sex prósent á milli ára. Íslenska sem annað mál reyndist vinsælasta námsgreinin og ná bárust nærri tvö þúsund erlendar umsóknir.

Forsætisráðuneytið kaupir siðfræðilega ráðgjöf
Forsætisráðuneytið og Háskóli Íslands, fyrir hönd Siðfræðistofnunar, hafa gert með sér samning um ráðgjöf stofnunarinnar til stjórnvalda um siðferðisleg efni og gerð kennsluefnis um siðareglur. Samningurinn gildir til tæplega eins árs og kostar stjórnvöld alls sjö milljónir króna.

Tíðindi í heilbrigðisvísindum
Síðasta laugardag áttu sér heilmikil tíðindi í sögu heilbrigðisvísinda á Íslandi. Í fyrsta sinn eru sjúkraliðar á Íslandi að ljúka sjúkraliðanámi á háskólastigi. Það hefur ekki gerst áður. Hingað til hefur allt nám sjúkraliða verið á framhaldsskólastigi en fyrir nokkrum misserum var ákveðið að bjóða upp á diplómanám fyrir sjúkraliða frá Háskólanum á Akureyri.

Kristján ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá HR
Kristján H. Hákonarson hefur verið ráðinn forstöðumaður upplýsingatækni hjá Háskólanum í Reykjavík. Hann tekur til starfa þann 1. ágúst næstkomandi.

Skapar samfélag mæðra eftir fæðingu: „Þetta snýst um móðurina ekki barnið“
Elín Ásbjarnardóttir Strandberg gerði heimspekilega viðtalsrannsókn á mæðrum eftir fæðingu barns. Flestar mæðranna upplifðu ekki bleika skýið þegar þær fengu barnið í hendurnar og nánast öllum fannst sjálf þeirra hafa stækkað. Í samvinnu við ljósmæður hefur hún þróað samfélag fyrir mæður eftir fæðingu.

Nauðsynlegt að „spenna beltið“ þegar kemur að netöryggi
„Við getum í raun ekki starfað lengur sem litli sveitaskólinn sem enginn hefur áhuga á. Við verðum að horfa á þetta þannig að við erum skotmark; verðum að gera ráð fyrir því þannig að við séum betur í stakk búin þegar eitthvað kemur upp á.“

„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“
Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“.

Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin
Gert hefur verið samkomulag við Kristján Hreinsson um að hann ljúki kennslu ritlistarnámskeiðsins Skáldsagnaskrif, sem hófst í maí og lýkur í september næstkomandi hjá Endurmenntun Háskóla Íslands.

Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar
Kristján Hreinsson skáld, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að honum hafi verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, en hann hefur verið með hjá Endurmenntun: Skáldsagnaskrif.

Silja ráðin samskiptastjóri HA
Silja Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin í starf samskiptastjóra Háskólans á Akureyri.

Bein útsending: Gervigreind, siðferði og samfélag - Málþing
Háskóli Íslands, landsnefnd UNESCO og Siðfræðistofnun Háskóla Íslands standa í dag fyrir málþinginu Gervigreind, siðferði og samfélag í Veröld - Húsi Vigdísar.

„Drengir eru þögull hópur þolenda“
Forsvarsmaður ráðstefnu sem fjallaði um kynferðisofbeldi gegn drengjum segir drengi ólíklegri til að stíga fram og segja frá en stúlkur. Afbrotafræðingur segir að til séu úrræði til að koma í veg fyrir að menn brjóti ítrekað af sér, og að þeim verði að beita.

Fær ekki nöfn samnemenda sem sögðu hann slugsa
Nemandi í MBA-námi við Háskóla Íslands hefur ekki rétt á því að fá afrit af framvinduyfirlitum hópfélaga sinna í hópverkefni án þess að þau séu nafnhreinsuð. Nemandinn hlaut lægri einkunn fyrir verkefnið en samnemendurnir þar sem þeir sögðu hann ekki hafa tekið þátt í verkefninu sem skyldi.

Fæðuóöryggi hrjáir 14 til 17 prósent íslenskra háskólanema
14-17 prósent íslenskra háskólanema lifa við fæðuóöryggi samkvæmt nýrri rannsókn sem framkvæmd var á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Hefur búið í bílnum sínum nánast allt skiptinámið
Hollenskur skiptinemi ákvað að gera sér heimili í bílnum sínum. Þannig getur hann ferðast um Ísland, fengið innblástur og sleppt því að leigja íbúð til að spara sér pening.

Esther fékk verðlaun fyrir meistaraverkefni við Harvard
Esther Hallsdóttir hlaut á dögunum verðlaun fyrir besta meistaraverkefni ársins frá Harvard Kennedy háskólanum.

Ófaglegar ráðningar, frændhygli og spilling ríki innan lögreglunnar
Lögregluþjónn segir slælega stjórnunarhætti og spillingu vera stóra áhrifaþætti í miklu brottfalli hjá lögreglumönnum undanfarin fimmtán ár. Fjölgun lögreglunema sé ekki svarið heldur sé breytinga þörf í stjórnunarháttum og skipulagi lögreglunnar.

Mesta brottfall í Evrópu
Brottfall ungs fólks úr námi er á uppleið aftur eftir covid faraldurinn og er nú það hæsta í Evrópu. Tvöfalt fleiri drengir hverfa á brott úr námi en stúlkur. Dósent í félagsfræði segir vandann hefjast í grunnskólum.

Sú fyrsta sem fær tíu í einkunn fyrir meistaravörn
Guðrún Sólveig Sigríðardóttir Pöpperl, laganemi við Háskóla Íslands, hlaut í gær 10 í einkunn fyrir vörn á meistararitgerð sinni í greininni. Þetta er í fyrsta sinn sem hæsta einkunn er gefin fyrir meistararitgerð við deildina.

Hækka leiguna á stúdentagörðum
Leigugrunnur íbúða og herbergja á Stúdentagörðum Félagsstofnunar stúdenta mun hækka um tvö prósent frá og með 1. september næstkomandi. Hækkunin er sögð vera til komin vegna aukins rekstrarkostnaðar.

24 kvartanir á sjö árum vegna eineltis eða áreitni af hálfu starfsmanna
Frá 2016 til með apríl 2023 bárust Háskóla Íslands 24 ábendingar eða kvartanir um einelti, kynferðislega eða kynbundna áreitni eða ofbeldi af hálfu starfsmanna skólans.

Starfslok í háskólanum en ekki í lífinu
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálaheimspeki, var kvaddur með alþjóðlegri ráðstefnu í Háskóla Íslands í dag. Hannes varð sjötugur í febrúar síðastliðnum og sem opinber starfsmaður þarf hann að láta af störfum við þann aldur. Hann segir að ekki sé um að ræða starfslok í lífinu þó starfi hans í háskólanum sé lokið.

Segir hið pantaða álit engan bömmer fyrir stjórnarandstöðuna
Morgunblaðið birti í morgun frétt um lögfræðiálit HÍ undir fyrirsögninni „Tillaga um vantraust misskilningur“. Rætt er við Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra þar sem hann segist ekki hafa brotið þingskaparlög með vísan til álitsins. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata telur lítið hald í þessu.

Naktir nemendur sýna Grease
Eitt af einstaklingsverkefnum Listaháskólans er uppsetning á söngleiknum Grease. Þrjár sýningar verða sýndar á einum degi, næstkomandi laugardag. Söngleikurinn verður þó í aðeins öðru formi en áður þar sem allir leikarar verða naktir, alla sýninguna. Miðar á sýningar seldust upp á mettíma. Hópurinn sem kemur að verkinu er orðinn náinn og vel búinn undir frumsýningu. Farsímar verða bannaðir í salnum.

Stofnun Sæmundar fróða heitir nú Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands
Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og þverfræðilegar rannsóknir við Háskóla Íslands heitir nú Sjálfbærnistofnun Háskóla Íslands. Nýja nafnið þykir meira lýsandi fyrir starf stofnunarinnar og er í anda annarra stofnana innan Háskóla Íslands.

Markviss eyðilegging menntakerfisins?
Menntakerfið er eitt af fjöreggjum þjóðarinnar, eitt af þeim mikilvægustu, leyfi ég mér að segja, því það stendur undir þeim mannauði sem skapar hér það samfélag sem við viljum búa í. En það á undir högg að sækja af mörgum, einkum þó pólitískum, ástæðum.

Svona var tískusýning útskriftarnema LHÍ
Í kvöld fór fram útskriftarsýning fatahönnunardeildar Listaháskóla Íslands (LHÍ). Þar sýndu þeir níu nemendur sem útskrifast í vor þann klæðnað sem þeir hafa hannað á skólaárinu.

Kveðja Hannes Hólmstein með alþjóðlegri ráðstefnu
Þrír fyrrverandi forsætisráðherrar Íslands og barnabarn síðasta keisara Austurríkis eru á meðal frummælenda á alþjóðlegri ráðstefnu í tilefni starfsloka Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálaheimspeki, í næsta mánuði.

Hafi fjármagnað íslenskukennslu fyrir hundruð milljóna
Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið hefur fjármagnað verkefni í íslenskukennslu fyrir útlendinga um 153 milljónir á þessu ári og Félags og vinnumarkaðsráðuneytið fullorðinsfræðslu um hundruð milljóna.