Erlend sakamál

Fjórir ákærðir í tengslum við morðið á C.Gambino
Fjórir eru ákærðir í tengslum við morðið á sænska rapparanum C.Gambino sem var skotinn til bana í bílastæðahúsi síðasta sumar. Lögregla telur morðið tengjast gengjastríðum en lögmaður aðstandenda neitar að hann hafi verið liðsmaður gengis.

Parks & Rec leikari skotinn af nágranna sínum
Leikarinn Jonathan Joss var skotinn til bana af nágranna sínum í Texas í gær. Eiginmaður Joss segir nágrannann vera hommahatara en þeir höfðu deilt um árabil.

Skipulagði árásina í Colorado í heilt ár
Karlmaður sem grunaður er um að hafa kastað eldvörpum í mótmælendur í Colorado með þeim afleiðingum að tólf særðust hefur verið ákærður fyrir manndráp og hatursglæp. Hann á allt að 384 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.

Alríkislögreglan rannsakar meinta hryðjuverkaárás
Alríkislögregla Bandaríkjanna er með meinta hryðjuverkaárás til rannsóknar. Atvikið átti sér stað í Boulder í Colorado. Talið er að margir séu slasaðir.

Leita „Skrattans í Ozarkfjöllum“ í hellum og skógum
Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Ozark-fjöllunum í Bandaríkjunum að strokufanga sem gengur undir nafninu „Skrattinn í Ozarkfjöllum“. Hann heitir Grant Hardin og er fyrrverandi lögreglustjóri sem dæmdur var árið 2017 fyrir morð og nauðgun. Hardin strauk úr fangelsi á dögunum en fjöllin eru erfið til leitar þar sem finna má fjölmarga hella, yfirgefna skúra og marga aðra felustaði.

Fleiri ákærur væntanlegar í Liverpool
Maðurinn sem ákærður hefur verið fyrir að keyra inn í þvögu fólks í miðborg Liverpool á dögunum mætti í fyrsta sinn í dómsal í dag. Þar var ákveðið að hann yrði áfram í gæsluvarðhaldi á meðan réttað verður yfir honum.

Sagði Diddy hafa nauðgað sér
Fyrrverandi aðstoðarkona Sean Combs, sem er gjarnan kallaður „Diddy“, segir hann hafa nauðgað sér og misþyrmt yfir átta ára tímabil þar sem hún vann fyrir hann. Hún segir meðal annars að hann hafi nauðgað henni á heimili hans árið 2010 og hann hafi þar að auki margsinnis brotið beitt hana ofbeldi.

Russell Brand lýsir yfir sakleysi sínu
Breski grínistinn Russell Brand, sem ákærður hefur verið fyrir nauðganir og kynferðisbrot í Bretlandi, lýsti í morgun yfir sakleysi sínu. Hann tók í morgun í fyrsta inn í dómsal afstöðu gagnvart ákærunum og sagðist saklaus gegn öllum fimm ákærunum sem hann stendur frammi fyrir.

Lífstíðarfangelsi fyrir að selja dóttur sína
Kona frá Suður-Afríku hefur verið úrskurðuð í lífstíðarfangelsi fyrir að selja sex ára dóttur sína. Dóttirin er enn ekki fundin.

Ákærður fyrir að keyra á hóp fólks í Liverpool
Karlmaðurinn sem ók í gegnum skrúðgöngu til heiðurs Liverpool hefur verið ákærður í sjö ákæruliðum. Tugir manna slösuðust, sá yngsti einungis níu ára.

Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum
Franskur skurðlæknir hefur verið dæmdur í tuttugu ára fangelsi fyrir að hafa kynferðislega misnotað 299 einstaklinga, flest börn, á árunum 1989 til 2014. Hann játaði sök í málinu.

Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna
Maðurinn sem sakaður er um að hafa ekið inn í þvögu fólks í Liverpool í Englandi í gær, hefur verið formlega handtekinn. Hann er sakaður um morðtilraun og fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna.

Náðar spilltan fógeta
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann ætlaði sér að náða fógeta sem dæmdur var í tíu ára fangelsi fyrir mútuþægni og annarskonar spillingu. Forsetinn segir fógetann spillta hafa verið ofsóttan af öfgamönnum í dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna.

Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri
Áfrýjunardómstóll í Vínarborg sýknaði Sebastian Kurz, fyrrverandi kanslara Austurríkis, af ákæru um meinsæri og sneri þannig við dómi neðra dómstigs. Miklar vangaveltur eru um hvort að Kurz gæti nú átt afturkvæmt í austurrísk stjórnmál eftir að spillingarmál leiddi til afsagnar hans árið 2021.

Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg
Þýska lögreglan þekkti til konunnar sem særði átján manns á lestarstöð í Hamborg á föstudag vegna geðrænna vandamála hennar. Hún var útskrifuð af geðdeild daginn fyrir árásina eftir þriggja vikna dvöl.

Fangelsisdómar yfir stjórnendum Volkswagen vegna útblásturshneykslis
Tveir fyrrverandi stjórnendur bílaframleiðandans Volkswagen hlutu fangelsisdóma og tveir aðrir skilorðsbundna dóma fyrir svik vegna útblásturshneykslisins sem skók þýskan bílaiðnað í dag. Talið er að hneykslið hafi kostað Volkswagen meira en þrjátíu milljarða evra til þessa.

Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa.

Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk
Þýska lögreglan handtók fimm öfgahægrisinnuð ungmenni sem hún segir að hafi ætlað sér að fremja hryðjuverk gegn innflytjendum og vinstrisinnum. Yfirvöld hafa áhyggjur af vaxandi öfgahyggju í Þýskalandi.

Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid
Fyrrverandi háttsettur embættismaður í ríkisstjórn Úkraínu var skotinn til bana fyrir utan skóla barnanna sinna í Madrid á Spáni í morgun. Óþekktir tilræðismennirnir flúðu vettvang og eru ófundnir.

Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag
Forsvarsmenn Fíkniefnalögreglu Bandaríkjanna (DEA) vara við því í nýrri skýrslu að miklar sviptingar gætu verið í vændum meðal stærstu glæpasamtaka Mexíkó. Synir hins víðfræga Joaquín Guzmán, eða „El Chapo“, sem hafa háð blóðuga baráttu um yfirráð yfir Sinaloa-samtökunum, eru sagðir hafa gert bandalag við næst stærstu glæpasamtök landsins.

Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa
Söngkonan Dawn Richard sagði í dómsal í dag að tónlistarmaðurinn Sean „Diddy“ Combs hefði hótað því að myrða hana. Það myndi hann gera ef hún segði einhverjum frá því að hún hefði séð hann ganga í skrokk á Casöndru Venture eða „Cassie“, fyrrverandi kærustu hans til langs tíma.

Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie
Hadi Matar sem stakk Salman Rushdie á fyrirlestri rithöfundarins í New York árið 2022 hefur verið dæmdur í 25 ára fangelsi vegna banatilræðisins. Rushdie blindaðist á öðru auga og missti hreyfigetu í annarri hendi eftir árásina.

Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns
Karlmaður á fertugsaldri sem skaut tíu manns til bana í skóla í Örebro í Svíþjóð í febrúar virðist hafa valið fórnarlömb sín af handahófi. Engar hugmyndafræðilegar eða pólitískar ástæður fundust fyrir ódæðinu en lögregla telur að maðurinn hafi viljað svipta sig lífi af vonleysi og gremju vegna persónulegra aðstæðna hans.

Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy
Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, hefur í dag þurft að svara spurningum lögmanna Diddy, eftir að hafa svarað saksóknurum síðustu tvo daga. Lögmennirnir hafa meðal annars látið hana lesa upp kynferðisleg skilaboð sem hún sendi á Diddy í gegnum árin.

Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum
Kim Kardashian, raunveruleikastjarnan og athafnakonan fræga, mætti í dómsal í París fyrr í vikunni þar sem hún mætti mönnunum sem rændu hana vopnaðir byssum árið 2016. Hún sendi þeim skýr skilaboð með því að mæta þakin demöntum að andvirði sjö milljón dollara.

Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð
Nærri því hálfri öld eftir að Jeanette Ralston fannst látin í bíl sínum í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur 69 ára maður verið handtekinn og ákærður fyrir að myrða hana. Það var eftir fingrafar sem tekið var árið 1977, af sígarettukartoni, var greint á nýjan leik.

Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“
Casandra Ventura, eða Cassie, söngkona og fyrrverandi kærasta, Sean „Diddy“ Combs, bar í gær vitni í réttarhöldunum gegn tónlistarmanninum umdeilda. Þar sagði hún meðal annars frá ofbeldi sem hann beitti hana, líkamlegu, andlegu og kynferðislegu, og að hann hafi þvingað hana til að taka þátt í dagalöngum kynlífspartíum.

Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn
Dómari í Los Angeles hefur stytt dóm yfir Menendez bræðrunum sem nú afplána lífstíðardóm fyrir að hafa myrt foreldra sína árið 1989 í Beverly Hills. Vegna þess að dómurinn var styttur eiga þeir nú möguleika á því að sækja um reynslulausn sem þeir gátu ekki gert á meðan þeir afplánuðu lífstíðardóm.

Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir
Háttsettur sænskur diplómati hefur verið handtekinn grunaður um njósnir. Samkvæmt heimildum sænska ríkisútvarpsins hefur hann starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim. Grunur er um að málið tengist nýlegri afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar.

Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum
Tveir borgarstjóraframbjóðendur ríkisstjórnarflokks Mexíkó hafa verið myrtir í Veracruz-ríki. Ofbeldi að þessu tagi er gífurlega algengt í Mexíkó og sérstaklega í tengslum við kosningar en sveitarstjórnarkosningar fara fram í ríkinu í næsta mánuði.