Sambandsdeild Evrópu

„Hefur verið minn dyggasti þjónn“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir mikinn missi í Pablo Punyed sem sleit nýverið krossband. Þrátt fyrir meiðslavandræði ætla Víkingar sér sigur á Flora Tallinn í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Markvörðurinn skoraði ótrúlegt mark er Guðmundur og félagar tóku forystuna
Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í armenska liðinu Noah unnu virkilega sterkan 3-1 sigur er liðið mætti AEK frá Aþenu í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag.

Víkingar eiga góða möguleika á að komast í riðlakeppnina
Víkingur á góða möguleika á að komast í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu en dregið var í umspil um sæti í henni í dag.

„Ég held að það sé bara mjög góður möguleiki á að komast áfram“
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir sína menn hafa sýnt fagmannlega frammistöðu í 2-0 sigrinum gegn Egnatia í gær og telur þá eiga mjög góðan möguleika á sigri í næstu umferð gegn Flora Tallinn frá Eistlandi.

Víkingar fögnuðu vel í klefanum í Albaníu: Sjáðu „Eurovikes“ sönginn
Víkingar komust í gærkvöldi áfram í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í fótbolta. Þeir eru eina íslenska liðið sem er enn á lífi í Evrópu.

Uppgjörið: St. Mirren - Valur 4-1 | Sáu vart til sólar í Skotlandi
Valur er úr leik í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta eftir 4-1 tap fyrir St. Mirren í síðari leik liðanna í Paisley í Skotlandi.

Sverrir og Kristian mætast í næstu umferð
Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos sem rúllaði yfir Botev Plovdiv frá Búlgaríu, 0-4, í 2. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld.

Orri skoraði tvö eftir að hafa komið inn á en Rúnar Alex með slæm mistök
Íslenski landsliðsframherjinn Orri Steinn Óskarsson skoraði tvö mörk eftir að hafa komið inn á sem varamaður í 5-1 sigri FC Kaupmannahafnar á Magpies frá Gíbraltar í seinni leik liðanna í 2. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Uppgjörið: Egnatia - Víkingur 0-2 [1-2] | Afar öruggur sigur í Albaníu
Víkingur er komið áfram í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar eftir 2-0 sigur ytra gegn KF Egnatia frá Albaníu. Víkingar sneru taflinu vel við eftir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 og voru mun betri aðilinn í dag.

Uppgjörið: Paide - Stjarnan 4-0 | Sjálfum sér verstir Stjörnumenn úr leik
Stjarnan mátti þola 4-0 tap er liðið heimsótti Paide Linnameeskond til Eistlands í öðrum leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í dag. Paide vann því samanlagðan 5-2 sigur í einvíginu og Evrópuævintýri Stjörnunnar er á enda.

Valgeir lagði upp tvö mörk í stórsigri Häcken
Íslenski landsliðsmaðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson átti góðu gengi að fagna með sínu liði í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Átta þúsund Skotar reyna að brjóta Valsmenn niður
Valur á leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu á morgun þar sem að liðið mætir skoska úrvalsdeildarfélaginu St. Mirren í seinni leik liðanna í annarri umferð. Uppselt er á leikinn.

Uppgjörið: Drita - Breiðablik 1-0 | Evrópusumarið á enda runnið
Breiðablik er fallið úr keppni í Sambandsdeild Evrópu þetta sumarið. Liðið þurfti að þola 1-0 tap fyrir liði Drita í Kósóvó.

Gylfi ekki með Val til Skotlands
Gylfi Þór Sigurðsson fer ekki með Valsmönnum til Skotlands en Valur mætir St. Mirren í síðari leik liðanna á fimmtudag. Meiðsli eru að hrjá Gylfa Þór.

Endurgerði mynd af sér og Gumma Torfa 34 árum síðar
Þrátt fyrir að rúm þrjátíu ár séu liðin frá því Guðmundur Torfason yfirgaf St Mirren er hann enn í miklum metum hjá stuðningsmönnum félagsins. Það mátti glöggt hjá þegar hann mætti á leik skoska liðsins gegn Val í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöldi.

Sjáðu mörkin úr leikjum íslensku liðanna í Sambandsdeildinni
Fjórir leikir fóru fram hér á landi í undankeppni Sambandsdeildarinnar í gær. Stjarnan var eina liðið sem vann sinn leik, Breiðablik og Víkingur töpuðu en Valur gerði markalaust jafntefli. Öll mörkin úr leikjunum má sjá hér fyrir neðan.

„Þurfa að nálgast hann eins og Arsenal nálgaðist Haaland“
„Það var margt gott og þá sérstaklega eftir að við hækkuðum tempóið í okkar leik,“ byrjaði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, að segja eftir sigur síns liðs á Paide í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

„Frammistaðan veitir von fyrir seinni leikinn“
Höskuldur Gunnlaugsson átti góðan leik inni á miðsvæðinu þegar Breiðablik laut í lægra haldi fyrir Drita í fyrri leik liðanna í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í kvöld. Fyrirliðinn er vongóður um að Blikar nái að komast áfram þrátt fyrir 2-1 tap.

„Ég held að stuðningsmenn okkar séu stressaðir“
Það var að vonum svekktur Arnar Gunnlaugsson sem mætti í viðtal eftir 0-1 tap Víkings gegn KF Egnatia í kvöld. Arnar segir sína menn hafa lagt sig alla fram en skortur á sjálfstrausti og tæknileg mistök urðu þeim að falli.

Uppgjör og viðtöl: Breiðablik-Drita 1-2 | Ísak Snær lækkaði fjallið töluvert með marki sínu
Blikar eru í nokkuð snúinni stöðu eftir fyrri leik sinn við Drita frá Kósóvó í annarri umferð í forkeppni Sambandsdeildar karla í fótbolta sem fram fór á Kópavogsvelli í kvöld.

„Það var ekki planið hjá okkur“
Gylfi Þór Sigurðsson segir tilfinningarnar vera blendnar eftir markalaust jafntefli Vals við St. Mirren í Sambandsdeild Evrópu í kvöld.

Uppgjörið: Valur - St. Mirren 0-0 | Tíu Valsmenn héldu út
Valur og St. Mirren gerðu markalaust jafntefli í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeild Evrópu.

Kristófer Ingi ekki með Blikum sökum handvammar
Kristófer Ingi Kristinsson, leikmaður Breiðabliks, situr uppi í stúku og fylgist með leik Breiðabliks og Drita þessa stundina en hann átti að vera á varamannabekknum í kvöld.

Orri Steinn lagði upp tvö gegn pöbbaliðinu
Stórlið FCK átti ekki í miklum vandræðum á útivelli gegn FC Bruno's Magpies í fyrri leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildarinnar en Orri Steinn og félagar höfðu töluverða yfirburði í leiknum.

Uppgjörið: Stjarnan-Paide 2-1| Evrópu Emil afgreiddi Eistana
Stjarnan vann öruggan sigur í fyrstu umferð Sambandsdeildarinnar og mætti eistneska liðinu Paide Linnameeskond í kvöld þar sem Emil Atlason skoraði bæði mörk Stjörnunnar í 2-1 sigri.

Uppgjörið: Víkingur-Egnatia 0-1 | Víkingar slá slöku við í Sambandsdeildinni
Víkingur lá 0-1 fyrir KF Egnatia í annarri umferð undankeppni Sambandsdeildarinnar. Markmannsmistök kostuðu Víkinga leikinn og þeir fundu fá færi í leit að jöfnunarmarki.

Aðsúgur að Gumma Torfa og bjórinn á þrotum
Skoskir stuðningsmenn St. Mirren eru ekki lítið spenntir fyrir fyrsta Evrópuleik liðsins í 37 ár. Sá fer fram á Hlíðarenda í kvöld.

Frá Ástralíu til Íslands til að komast á leik kvöldsins: „Þetta er risastórt“
Skoska liðið St.Mirren heimsækir Val í Sambandsdeild Evrópu í fótbolta í kvöld. Er um að ræða fyrri leik liðanna 2.umferð undankeppninnar. Stuðningsmenn liðsins hafa sett svip sinn á mannlífið í Reykjavíkurborg. Einn þeirra á að baki lengra ferðalag en hinir. Sá heitir Colin Bright. Hann flaug hingað til lands alla leið frá Ástralíu til að mæta á leik kvöldsins á N1 vellinum að Hlíðarenda.

Skosk yfirtaka í miðborg Reykjavíkur
Óhætt er að segja að skoska úrvalsdeildarfélagið St. Mirren muni fá góðan stuðning úr stúkunni á N1 vellinum að Hlíðarenda í kvöld þegar að liðið mætir Val í fyrri leik liðanna í 2.umferð í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta. Stuðningsmenn skoska liðsins hafa fjölmennt til Reykjavíkur og sett sinn svip á mannlífið þar í dag.

Blikar renna blint í sjóinn: „Klárir í hvoru tveggja“
Breiðablik mætir sterku kósóvsku liði Drita í fyrri viðureign liðanna í forkeppni Sambansdeildar Evrópu á Kópavogsvelli í kvöld. Halldór Árnason, þjálfari Blika, segir menn spennta fyrir verkefninu.