Fótbolti á Norðurlöndum

Annar sigur Ólafs og Hannesar í röð
Ólafur Kristjánsson og lærisveinar hans í Randers fögnuðu sínum öðrum sigri í röð í dönsku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Horsens að velli með einu marki gegn engu í kvöld.

Elías Már á leið frá Vålerenga
Norskir fjölmiðlar fullyrða að U-21 landsliðsmaðurinn Elías Már Ómarsson sé til sölu fyrir rétt verð.

Viðar Örn óstöðvandi í Svíþjóð | Skoraði tvö og er orðinn markahæstur
Viðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þegar lið hans vann öruggan sigur á Örebro, 3-0.

Fyrsti sigurinn undir stjórn Ólafs
Randers vann sinn fyrsta deildarsigur undir stjórn Ólafs Kristjánssonar þegar liðið lagði AGF að velli í dag. Lokatölur 1-2, Randers í vil.

Aron aðeins fimm mínútur að skora eftir að hann kom inn á
Aron Sigurðarson skoraði annað mark Tromsö í 0-3 útisigri á Bodö/Glimt í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Kjartan Henry fyrstur til að skora hjá Bröndby
Kjartan Henry Finnbogason skoraði sitt fyrsta mark í dönsku úrvalsdeildinni þegar Horsens gerði 2-2 jafntefli við Bröndby í dag.

Aalesund upp úr fallsæti með sigri á Rúnari og lærisveinum hans
Aalesund vann mikilvægan sigur á Lilleström í fyrsta leik dagsins norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Lokatölur 2-0, Aalesund í vil.

Ögmundur hélt hreinu í fyrsta sinn á tímabilinu
Íslendingarnir þrír hjá Hammarby léku allan leikinn þegar liðið vann 0-2 sigur á Gefle í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Rúnar Alex fékk á sig fjögur mörk annan leikinn í röð
Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Nordsjælland sem steinlá, 4-0, fyrir FC København í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Victor skoraði mínútu eftir að hann kom inn á sem varamaður
Guðlaugur Victor Pálsson skoraði mark Esbjerg í 2-1 tapi fyrir Viborg í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Ólafur ekki að reyna að breyta of miklu
Johnny Thomsen, reynsluboltinn í danska liðinu Randers FC, er ánægður með nýja þjálfarann sinn en Íslendingurinn Ólafur Kristjánsson tók við danska úrvalsdeildarliðinu í sumar.

Jón Guðni frá í nokkrar vikur
Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Norrköping, verður frá keppni næstu 4-8 vikurnar vegna kinnbeinsbrots.

Hjörtur vonast til að fara að spila sem fyrst fyrir Bröndby
Landsliðsmiðvörðurinn ungi hefur enn ekki spilað fyrir danska liðið eftir skipti sín þangað.

Haukur skoraði í góðum útisigri AIK
Haukur Heiðar Hauksson skoraði fyrsta mark AIK í stórsigri gegn Hammarby, 3-0, í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Viðar Örn hetja Malmö
Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Malmö, skoraði eina mark liðsins þegar það gerði 1-1 jafntefli við Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Matthías skoraði tvö þegar Rosenborg valtaði yfir Haugesund
Rosenborg valtaði yfir Haugesund, 6-0, í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Daníel Leó fékk rautt spjald og Aalesund tapaði stórt
Íslendingaliðið Aalesunds FK fékk stóran skell í Bergen í kvöld þegar liðið heimsótti Brann í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Rosenborg tapaði en komst samt áfram
Norska liðið Rosenborg er komið áfram í þriðju umferð í forkeppni Meistaradeildarinnar í fótbolta eftir að liðið sló sænsku meistarana í Norrköping út í kvöld en þarna voru að mætast tvö Íslendingalið.

Ólafur geymdi Hannes á bekknum í jafnteflisleik
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson sat allan tímann á bekknum í kvöld þegar nýja lið hans, Randers, gerði 2-2 jafntefli á útivelli á móti Midtjylland í sveiflukenndum leik.

Sjóðheitur Viðar orðaður við Brighton
Enska B-deildarliðið Brighton hefur áhuga á Viðari Erni Kjartanssyni, framherja Malmö.

Solskjær: Eiður Smári klárar tímabilið með okkur
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Molde, segir að Eiður Smári Guðjohnsen muni klára tímabilið með norska liðinu.

Sjáðu fallegt mark Viðars á Vinavöllum | Myndband
Viðar Örn Kjartansson skoraði sjötta markið í síðustu fimm leikjum fyrir Malmö gegn AIK í dag.

Elías Már og félagar ekki unnið deildarleik í rúma tvo mánuði
Elías Már Ómarsson lék síðustu átta mínúturnar þegar Vålerenga gerði 1-1 jafntefli við Sogndal á heimavelli í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Rúnar Alex hélt hreinu í opnunarleik dönsku deildarinnar
Nordsjælland vann stórsigur, 0-4, á Viborg í fyrsta leik tímabilsins í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Hannes: Þetta var rétta skrefið fyrir minn feril
Hannes Þór Halldórsson gekk í dag frá þriggja ára samningi við danska úrvalsdeildarliðið Randers og mun því spila fyrir Ólaf H. Kristjánsson næstu árin.

Hannes samdi við Randers FC
Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er orðinn leikmaður danska félagsins Randers FC en Íslendingurinn Ólafur H. Kristjánsson þjálfar einmitt liðið.

Ólafur vill fá Hannes til Randers
Ólafur Kristjánsson, nýráðinn þjálfari Randers, vill fá landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson til danska liðsins.

Hallgrímur Jónason semur við nýliða í dönsku úrvalsdeildinni
Húsvíkingurinn genginn í raðir Lyngby frá OB og því verða engir Íslendingar eftir í Óðinsvéum.

Skórnir ekki á leið upp í hillu hjá Eiði Smára: Vil komast aftur út á völlinn | Myndband
Eiður Smári Guðjohnsen hjálpaði til við þjálfun í fótboltaskóla Barcelona fyrir stúlkur sem lauk í dag.

Hallgrímur á leið til nýliðanna
Hallgrímur Jónasson er á leið til Lyngby frá OB.