Fótbolti á Norðurlöndum

Fréttamynd

Start heldur sæti sínu í úrvalsdeildinni

Næst síðasta umferðin í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta var leikin í kvöld. Start lagði Lilleström 1-0 og tryggði með því sæti sitt í deildinni eftir fallbaráttu allt tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Halmstad fer í umspilið

Sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta lauk í dag með heillri umferð. Kristinn Steindórsson og félagar í Hamlstad þurfa að fara í umspil um laust sæti í úrvalsdeildinni eftir að liðinu mistókst að vinna Brommapojkarna á heimavelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Rúrik lagði upp mark í stórsigri FCK

FC Kaupmannahöfn komst upp í þriðja sæti dönsku úrvaldsdeildarinnar í fótbolta, í bili að minnsta kosti, eftir 4-0 heimasigur á Nordsjælland í dag. Kaupmannahafnarliðið var í 8. sæti fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sandra Sif skoraði fyrir Vålerenga

Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrir Vålerenga í 2-1 sigri á Arna Björnar í lokaumferð norsku kvennadeildarinnar í fótbolta sem fór fram í dag. Íslendingaliðið Avaldsnes gerði markalaust jafntefli á útivelli á móti nýkrýndum meistara í Stabæk.

Fótbolti
Fréttamynd

Mark Arnórs dugði ekki til

Flestir stuðningsmenn Helsingborg héldu líklega að landsliðsmaðurinn Arnór Smárason hefði tryggt liðinu sigur með marki 25 mínútum fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Jafnt í Íslendingaslagnum í Danmörku

Randers og FC Kaupmannahöfn skildu jöfn 1-1 í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Theodór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Randers líkt og Ragnar Sigurðsson gerði fyrir FCK.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðjón kom Halmstad yfir í mikilvægum sigri

Guðjón Baldvinsson skoraði eitt marka Halmstad í 3-1 útisigri á Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Halmstad-liðið í fallbaráttunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Indriði skoraði en Viking tapaði

Íslendingaliðið Viking tapaði 1-3 á heimavelli á móti Aalesund í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld en liðin eru að berjast um þriðja sæti deildarinnar við Haugesund og Molde. Viking er datt niður í 5. sætið eftir þetta tap.

Fótbolti
Fréttamynd

Íslenska liðið æfir á Ullevaal

Karlalandslið Íslands í knattspyrnu mætti til Óslóar um kvöldmatarleytið í gær. Liðið gistir á hóteli í um þriggja kílómetra fjarlægð frá Ullevaal-leikvanginum í norðurhluta borgarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara og Þóra ekki með LDB Malmö á næsta ári

Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn með liðsfélögum sínum í LdB Malmö þegar liðið vann 2-0 sigur á heimavelli á móti Umeå í næstsíðustu umferðinni. Sara Björk skoraði seinna markið í hellirigningunni í Malmö í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Urðu meistarar í síðasta heimaleiknum en fengu ekki bikarinn

Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir tryggðu sér í dag sænska meistaratitilinn með liðsfélögum sínum í LdB Malmö þegar liðið vann 2-0 sigur á heimavelli á móti Umeå í næstsíðustu umferðinni en það var hellirigning í Malmö í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Guðbjörg hélt hreinu í sigri - Telma norskur meistari

Íslenskar stúlkur voru í eldlínunni í norsku kvennaknattspyrnunni. Avaldsnes með Guðbjörgu Gunnarsdóttur, Þórunni Helgu Jónsdóttur og Hólmfríði Magnúsdóttur innanborðs sigraði Arna Björnar 1-0 á útivelli og var Þórunni skipt út af á 68. mínútu en hinar tvær spiluðu allan leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara skoraði þegar hún og Þóra urðu sænskir meistarar

Sara Björk Gunnarsdóttir og Þóra Björg Helgadóttir urðu í dag sænskir meistarar í annað skiptið á þremur árum eftir að LdB Malmö vann 2-0 heimasigur á Umeå í næstsíðustu umferð sænsku kvennadeildarinnar. Malmö þurfti bara eitt stig til þess að tryggja sér titilinn en liðið er með sex stiga forskot á Tyresö þegar aðeins ein umferð er eftir.

Fótbolti
Fréttamynd

Hallbera fagnaði sigri en jafntefli hjá Kristianstad

Hallbera Guðný Gísladóttir og félagar í Piteå unnu 1-0 sigur á Mallbacken í næstsíðustu umferðinni í sænska kvennaboltanum í dag en Kristianstad varð að sætta sig við jafntefli á heimavelli á móti Vittsjö. Piteå náði með þessu tveggja stiga forskoti á Kristianstad í baráttunni um sjöunda sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Skoðar stelpurnar

Freyr Alexandersson, þjálfari kvennalandsliðsins í knattspyrnu, flaug utan til Ósló í morgun sem hluti af liðsstjórn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Fótbolti