Tónleikar á Íslandi

Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi
Tónleikahátíð Kaleo fór fram með pompi og prakt í Vaglaskógi í gær. Kaleo héldu þar sína fyrstu tónleika á Íslandi síðan 2015, en uppselt varð á tónleikana á örskotstundu.

„Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“
Hreiðar Hreiðarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra, segir með ólíkindum hvað tónleikahátíð Kaleo í Vaglaskógi í gær gekk vel. Ekkert stórslys hafi orðið og önnur vandamál hafi verið minniháttar.

„Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“
Jakob Frímann Magnússon skipuleggjandi Kaleo-tónleikanna í Vaglaskógi segir að rútuferðir í Vaglaskóg hafi selst upp nærri því jafn snarlega og á tónleikana sjálfa. Hann sagði frá því í kvöldfréttum í gær að ekki hafi selst upp jafn snarlega á neinn viðburð í Íslandssögunni.

Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð
Það iðar allt af lífi og fjöri í Reykholti í Borgarfirði um helgina því þar fer fram Reykholtshátíð með fjölbreyttum tónleikum og fleiri viðburðum.

Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg
Nú streymir fólk í Vaglaskóg, þar sem stórtónleikar hljómsveitarinnar Kaleo fara fram á morgun. Undirbúningur hefur gengið vel að sögn tónleikahaldara og allt er að verða tilbúið fyrir stóra daginn.

Hneig niður vegna flogakasts
Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag.

„Við viljum alls ekki fá of marga“
Bræðslan fagnar 20 ára afmæli í dag en forvígismaður hátíðarinnar útilokar ekki tuttugu ár til viðbótar. Dagskráin sé veglegri í ár en vanalega og búið að ráða lúðrasveit og bæta við auka kvöldi vegna tilefnisins. Uppselt er á hátíðina og er biðlað til fólks að leggja ekki leið sína á hátíðarsvæðið án miða.

Aron Can heill á húfi
Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can
Tónleikar á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar voru stöðvaðir nú á níunda tímanum og gestum gert að yfirgefa eitt tjaldið á svæðinu.

Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi
Jakob Frímann Magnússon, einn aðalskipuleggjenda stórtónleika Kaleo í Vaglaskógi næsta laugardag, segir að allur undirbúningur hátíðarinnar hafi gengið vel. Stærsta áskorunin verði að koma öllum sjö þúsund tónleikagestum á svæðið í tæka tíð.

Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum
Raftónlistardúettinn Autechre stígur á svið í Silfurbergi í Hörpu þann 15. ágúst næstkomandi. Örlygur Steinar Arnalds er mikill aðdáandi hljómsveitarinnar. Hann hefur séð hana tvisvar á tónleikum og segir það mikinn heiður að hita upp fyrir þá með hljómsveit sinni, raftónlistartríóinu, sideproject. Tónlistarkonan Hekla mun einnig hita upp fyrir Autechre.

„Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“
„Það er mjög tilfinningalegt ferli að búa til plötu, opna þig upp á gátt og leyfa fólki að hlusta á lögin þín. Það er eiginlega alltaf jafn erfitt en að sama skapi algjör forréttindi, þvílíkt frelsi, gleði og upplifun að fá að gera þetta,“ segir Jökull Júlíusson aðalsöngvari hljómsveitarinnar Kaleo og einn farsælasti tónlistarmaður sem Ísland hefur alið af sér. Blaðamaður ræddi við hann um listina, lífið og væntanlega tónleika í Vaglaskógi.

Borgin býður í tívolíveislu
Á þriðjudögum í sumar býður Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn á fjölskyldutónleika, svokallaða tívolítónleika. Einvalalið tónlistarfólks kemur fram á hátíðinni, þar á meðal Una Torfa Emmsjé Gauti og Maron Birnir.

Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri
Næsta laugardag verður í fyrsta sinn haldin tónlistarhátíðin Kveldúlfur á Hjalteyri í Eyjafirði. Hátíðin er lítil í þetta fyrsta sinn og er nefnd eftir síldarverksmiðjunni á staðnum sem var rekin þar um árabil.

„Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“
Tónlistarhátíðin Englar og menn hefst í Strandarkirkju í Selvogi í dag. Listrænn stjórnandi hátíðarinnar segir hátíðina einstaka, og engan sem mætir verða svikinn.

Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“
Steinar Orri Fjeldsted, einn meðlima rappsveitarinnar Quarashi, segir ekkert annað hafa komið til greina en að sveitin sameinaðist eftir áratugarhlé þegar boð barst frá Lopapeysunni á Akranesi. Allir meðlimir sveitarinnar eiga þangað rætur að rekja og lofar hann miklu stuði í kvöld.

Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni
Stjórn Kítón - kvenna í tónlist, lýsir yfir vonbrigðum vegna skorts á tónlistarkonum á auglýstri dagskrá Kótelettunnar á Selfossi í ár. Tvær konur koma fram á hátíðinni, Bríet og Klara Einars, og 28 karlmenn eða hljómsveitir sem skipaðar eru karlmönnum. Skipuleggjendur segja konurnar fleiri en það og tilraunir hafi verið gerðar til að fá enn fleiri.

Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann
Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum.

Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði
Framkvæmdastjóri Tix segir miða á tónleika Kaleo í mánuðinum vera til endursölu á talsvert upphækkuðu verði og greinilegt að þeir hafi verið keyptir í því skyni. Hún segir það ekki sanngjarnt gagnvart listamönnunum og að fyrirtækið áskili sér rétt á að ógilda miðana.

Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu
Forsala 2.000 miða á KALEO- tónleikana Vor í Vaglaskógi hófst klukkan 12.00 á hádegi í dag og seldust allir miðarnir upp á innan við einni mínútu.

Purrkur Pillnikk spilar á Innipúkanum
Innipúkinn fer venju samkvæmt fram í Reykjavík um verslunarmannahelgina. Einvala lið tónlistarmanna kemur fram á hátíðinni, meðal annars Ragga Gísla og Hipsumhaps, Sigga Beinteins og Babies flokkurinn, Ásdís, Birnir, Bríet, Floni og Mugison.

Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman
Tónlistarfólkið Una Torfadóttir og Hafsteinn Þráinsson trúlofuðu sig á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður um páskana. Í sumar halda þau í tónleikaferðalag um allt land vopnuð aðeins tveimur gíturum.

Aðstandendur Secret Solstice standa að nýrri hátíð sem hefst með almyrkvanum
Aðstandendur Secret Solstice skipuleggja nú í samstarfi við bandaríska fyrirtækið Immersive Experiences (IMXP) fjögurra daga tónlistar- og menningarhátíð sem fer fram á Hellissandi á næsta ári á sama tíma og almyrkvi á sólu verður sýnilegur á Íslandi. Seldir verða að hámarki fimm þúsund miðar á hátíðina.

Ragga Gísla og Hipsumhaps á Innipúkanum sem færir sig um set
Ragga Gísla og Hipsumhapps snúa bökum saman og koma fram í sameiningu í fyrsta sinn á tónlistarhátíðinni Innipúkanum í Reykjavík um verslunarmannahelgina, 1. til 3. ágúst. Hátíðin flytur sig nú um set og verður haldinn í Austurbæjarbíó í stað Ingólfsstrætis þar sem hátíðin hefur verið haldin síðustu ár.

Quarashi aftur á svið
Íslenska hljómsveitin Quarashi stígur á svið á tónlistarhátíðinni Lopapeysan sem fer fram fyrstu helgina í júlí á Akranesi. Sveitin starfaði í átta ár og lagði upp laupana árið 2004.

Mos Def staðfestur og unnið að fleiri tónleikum í stað Lóu
Enn er unnið að því að finna nýjar dagsetningar fyrir listamenn sem áttu að koma fram á tónlistarhátíðinni Lóu næstu helgi. Tilkynnt var í gær að hátíðinni hafi verið aflýst. Búið er að staðfesta að (Mos Def) eða Yasiin Bey komi fram á Íslandi þann 9. maí á næsta ári í staðinn.

Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna?
Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum.

Veðrið setti strik í reikninginn en Lóa öðlast framhaldslíf
Tónlistarhátíðinni Lóu sem átti að fara fram um helgina í Laugardal hefur verið aflýst. Einn af skipuleggjendum Lóu segir slæmt veður í byrjun júní og ófyrirséðan kostnað hafa sett strik í reikninginn en hátíðin öðlast þó framhaldslíf í formi minni viðburða á næsta ári.

Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst
Lóu, tónlistar- og matarhátíð sem átti að fara fram í Laugardal um helgina, hefur verið aflýst.

Myndband við Þjóðhátíðarlagið frumsýnt á Vísi
Vísir frumsýnir í dag myndband við Þjóðhátíðarlagið í ár sem heitir Við eldana og er í flutningi Stuðlabandsins. Myndbandið var tekið upp í hljóðveri á sama tíma og lagið sjálft var tekið upp og má því segja að hljóð og mynd fari hér fullkomlega saman.