

Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi þjóðernissinnaða stjórnarandstöðuflokksins Lög og réttlæti sór í morgun embættiseið sem nýkjörinn forseti Póllands. Sem slíkur hefur hann vald til að hafa áhrif á utanríkisstefnu og beita neitunarvaldi gegn lögum.
Donald Tusk forsætisráðherra Póllands hyggst leggja fram vantrauststillögu á hendur ríkisstjórn sinni til að renna frekari stoðum undir samstarfið í kjölfar þess að forsetaframbjóðandi stjórnarflokksins laut naumlega í lægra haldi fyrir frambjóðanda stjórnarandstöðunnar.
Karol Nawrocki, sagnfræðingur og fyrrverandi hnefaleikakappi verður næsti forseti Póllands. Þetta varð ljóst í morgun þegar talningu lauk. Hann hlaut rétt tæpt 51 prósent atkvæða og bar því afar nauman sigur úr býtum gegn Rafał Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár.
Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir nýkjörinn forseta Póllands bjóða meira af því sama. Búast megi við því að neitunarvaldinu verði beitt gegn ríkisstjórninni í hitamálum á borð við þungunarrof og hinsegin fólk.
Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur og frambjóðandi flokksins Lög og réttlæti, er nýr forseti Póllands. Hann vann nauman sigur í forsetakosningunum sem fram fóru í Póllandi um helgina og sigraði Rafal Trzaskowski, fyrrverandi borgarstjóra Varsjár, með 50,89 prósentum atkvæða gegn 49,11.
Pólverjar velja sér nýjan forseta í dag en í morgun hófst önnur umferð forsetakosninganna og er afar mjótt á munum. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir frambjóðendurna verulega ólíka.
Seinni umferð forsetakosninganna í Póllandi fer fram í dag og stefnir í metkjörsókn í Póllandi. Sex kjörstaðir eru opnir á Íslandi. Þeir opnuðu klukkan sjö og eru opnir til klukkan 21 í kvöld. Kosið er á tveimur stöðum í Reykjavík, í Reykjanesbæ, Ísafirði, Akureyri og á Vík.
Á morgun fer fram seinni umferðin í forsetakosningunum í Póllandi. Þar takast á tveir frambjóðendur með gjörólíkar hugsjónir. Rafal Trzaskowski, frjálslyndur borgarstjóri Varsjár, og Karol Nawrocki, íhaldssamur sagnfræðingur mætast á morgun í kosningum þar sem afar mjótt er á munum.
Frjálslyndur borgarstjóri Varsjár og íhaldssamur sagnfræðingur keppast að öllum líkindum um embætti forseta Póllands eftir fyrri umferð forsetakosninga þar í gær. Lítill munur virðist hafa verið á fylgi frambjóðendanna tveggja.
Donald Tusk gekk á fund Andrzej Duda Póllandsforseta í morgun og sór embættiseið sem nýr forsætisráðherra Póllands. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Tusk sóru sömuleiðis embættiseið í forsetahöllinni í Varsjá.
Donald Tusk hefur verið kjörinn forsætisráðherra Póllands eftir Mateusz Morawiecky fékk ekki meirihluta í pólska þinginu í dag til að leiða næstu ríkisstjórn landsins. Flokkur Tusk hefur verið níu ár í minnihluta pólska þingsins.
Pólska þingið mun í dag greiða atkvæði um hvort Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra, eigi að leiða næstu ríkisstjórn landsins í kjölfar þingkosninganna sem fram fóru í október.
Síðdegis í dag mun Andrzej Duda, forseti Póllands, skipa nýja ríkisstjórn undir forystu Mateuszar Morawiecki. Þetta gerir hann þrátt fyrir að Morawiecki hafi ekki meirihluta.
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum.
Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember.
Leiðtogar þriggja stjórnarandstöðuflokka í Póllandi, sem saman tryggðu sér meirihluta þingmanna í þingkosningunum um þarsíðustu helgi, segjast reiðubúnir að mynda nýja stjórn þar sem Donald Tusk yrði næsti forsætisráðherra.
Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur.
Þrír stjórnarandstöðuflokkar í Póllandi, sem í kosningabaráttunni börðust gegn stjórnarflokknum Lögum og réttlæti, náði að tryggja sér meirihluta þingsæta í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudaginn. Landskjörstjórn birti lokatölur sínar í morgun.
Íhaldsflokkurinn Lög og réttlæti er búinn að missa meirihluta sinn í pólska þinginu samkvæmt útgönguspá. Metþátttaka var í þingkosningunum sem fóru fram í gær en pólskur túlkur sem búsettur er hér á Íslandi segir að almenningur hafi vaknað upp úr ákveðnum doða eftir að stjórnvöld þrengdu verulega að mannréttindum Pólverja. Það hafi verið hreyfiaflið sem fékk fólk til að halda á kjörstað.
Samkvæmt fyrstu útgönguspám úr þingkosningum í Póllandi nær stjórnarflokkur landsins, Lög og réttlæti, ekki hreinum meirihluta. Líklegasta niðurstaðan er talin vera samsteypustjórn mynduð af hinum lýðræðislegu stjórnarandstöðuflokkum.
Forsætisráðherra Póllands biður Volódímír Selenskí Úkraínuforseta um að móðga Pólland aldrei framar. Forsætisráðherrann tók gagnrýni Selenskís óstinnt upp á dögunum. Pólverjar hyggjast hætta að senda vopn til Úkraínu.
Eftir innan við mánuð fara fram þingkosningar í Póllandi. Ekki er gott að spá hvort stjórnarflokkurinn PiS (Lög og Réttlæti) muni bera sigur af hólmi eða hvort stjórnandstaðan sigri og færi landið aftur á braut lýðræðis.
Tvísýnt er um hvort að Lög og réttlæti, stjórnarflokkur Póllands, nái hreinum meirihluta í þingkosningum sem fara fram í næsta mánuði. Aðra öðrum kosti gæti hann þurft að reiða sig á stuðning fjarhægriflokks sem er hallur undir Kreml og er andsnúinn stuðningi við Úkraínumenn.