Umhverfismál

Fréttamynd

Þrjá­tíu ára deilum um Hvamms­virkjun lokið

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps samþykkti nú undir kvöld framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Sveitarstjórn Rangárþings-ytra ákvað í dag að fresta kosningu um málið og Landsvirkjun getur því ekki enn hafist handa við framkvæmdir við virkjunina. 

Innlent
Fréttamynd

Maður og bolti

Í Þjórsá eru núna sjö vatnsaflsvirkjanir sem Landsvirkjun hefur reist hverja af annarri síðustu hálfa öldina. Hvammsvirkjun, áttunda virkjunin á þessu svæði, fellur mjög vel að því hlutverki fyrirtækisins að hámarka afraksturinn af þeim orkulindum sem Landsvirkjun er trúað fyrir. Sem orkufyrirtæki í eigu þjóðarinnar er verðmætasköpun og sjálfbærni leiðarljós í allri starfsemi Landsvirkjunar.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­stjórn, stattu með sjálfri þér í dag og segðu Nei!

Umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir byggingu Hvammsvirkjunar verður afgreidd á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps kl. 17 í dag. Ef sveitarstjórnin ætlar ekki að ganga gegn eigin orðum og svíkja sjálfa sig þá á hún aðeins einn kost. Hún verður að hafna umsókninni.

Skoðun
Fréttamynd

Sveitar­stjórn frestar af­greiðslu á fram­kvæmda­leyfi fyrir Hvamms­virkjun

Sveitarstjórn Rangárþings ytra hefur ákveðið að fresta afgreiðslu á umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun til næsta aukafundar sveitarstjórnar. Lagt er til að umhverfisnefnd sveitarfélagsins gefist kostur á að fjalla um málið í ljósi þess að nýjar upplýsingar um ákveðna umhverfisþætti hafi borist sveitarstjórn.

Innlent
Fréttamynd

Eldarnir í Kanada stærri en áður og kvikna mun fyrr

Gífurlega umfangsmiklir og margir gróður- og skógareldar hafa logað í Kanada í vor og í sumar. Eldarnir eru stærri og fyrr á ferðinni en áður. Þá hafa þeir logað víðsvegar um landið og tugir þúsunda hafa þurft að flýja heimili sín.

Erlent
Fréttamynd

Upphaf hvalveiðivertíðar í uppnámi

Umhverfisráðuneytið áformar að vísa frá beiðni Hvals hf. um undanþágu frá starfsleyfi. Fyrirtækið sótti um undanþáguna vegna óvissu um að veiðar gætu hafist á hefðbundnum tíma. Vertíðinni gæti því seinkað í ár.

Innlent
Fréttamynd

Yfir­lýsingar Lands­virkjunar um raf­mynta­gröft séu loðnar

Snæbjörn Guðmundsson, formaður náttúruverndarsamtakanna Náttúrugriða, segir yfirlýsingar Landsvirkjunar um raforkusölu til rafmyntagraftar loðnar og hefur áhyggjur af auknum umsvifum. Óttast hann að raforka Hvammsvirkjunar verði nýtt til að grafa eftir rafmyntum.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hver beri ábyrgð á bílhræi

Kona sem rekur ferðaþjónustufyrirtæki spyr sig hver beri ábyrgð á bílhræi, sem legið hefur í vegkanti í sveitinni síðan á aðfaranótt laugardags. Hún segir vegfarendur um fjölfarinn veginn stöðva við hræið og það valdi þannig slysahættu.

Innlent
Fréttamynd

Hvað kostar að sökkva framtíðinni?

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00.

Skoðun
Fréttamynd

Bitcoinvirkjunin

Enginn veit hve mikil raforka fer í bitcoinvinnslu hérlendis. Og þó, einhverjir vita það, en almenningur á Íslandi er ekki þeirra á meðal. Um umfang bitcoinvinnslu á Íslandi er helst ekki rætt opinberlega þótt örfáir metnaðargjarnir fjölmiðlamenn hafi stundum reynt að grafast fyrir um það og þingmenn m.a.s. spurt umhverfisráðherra á Alþingi.

Skoðun
Fréttamynd

Laxa­­stofninn í Þjórs­á hefur marg­faldast að stærð – hvers vegna?

Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.isÍ grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálfbærniskýrslan 2023: Verðlaunin staðfesta hvað Marel er að gera í sjálfbærnimálum

„Við erum mjög hreykin af þessum verðlaunum sem staðfesta hvað við erum að gera í sjálfbærnimálum. Það hefur líka sýnt sig að það er leitni á milli þess að standa sig vel í sjálfbærnimálum og góðs reksturs,“ segir Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel og formaður Nordic CEOs for a Sustainable Future, en rétt í þessu var tilkynnt að Marel er verðlaunahafi Sjálfbærniskýrslu ársins 2023.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Fúsk­leysi er fram­kvæman­legt

Fernumálið svokallaða, sem Heimildin vakti athygli á nýverið, er skýrt dæmi um það þegar fólk er svo að segja eitt til frásagnar um árangur sinn og afrakstur og að mikilvægur rekjanleiki liggur ekki fyrir. Sama staða hefur reyndar verið uppi á öðrum vettvangi umhverfismála þar sem frjálslega hefur verið farið með hugtakið kolefnisjöfnun. En hvernig er hægt að fá árangur staðfestan með óyggjandi hætti? Svarið er staðlar.

Skoðun
Fréttamynd

Senda fernur nú til Svíþjóðar í von um betri nýtingu

Stjórn Sorpu hefur ákveðið að láta flokka fernur sem ekki hefur verið hægt að endurvinna sérstaklega úr pappírsúrgangi í Svíþjóð. Kostnaður við flokkunina er metinn um 75 milljónir króna á ári. Leiðbeiningar til almennings um flokkun á fernum verða óbreyttar.

Innlent
Fréttamynd

Rukka sjö hundruð krónur fyrir að­gang að gáma­svæðinu

Til stendur að taka upp sjö hundruð króna komugjald á gámasvæði sveitarfélagsins Árborgar á Selfossi. Formaður bæjarráðs segist skilja gremju fólks í tengslum við auknar kröfur í sorpflokkun. Fólk verður þó ekki rukkað þegar það losar sig við úrgang sem sveitarfélagið fær úrvinnslugjald fyrir að taka á móti. 

Innlent
Fréttamynd

Laxa­stofninn í Þjórs­á hefur marg­faldast að stærð

Margt hefur verið fullyrt um neikvæð áhrif virkjana Landsvirkjunar í Þjórsá á fiskistofna árinnar og ekki allt sannleikanum samkvæmt. Raunin er sú að virkjanirnar hafa haft verulega jákvæð áhrif á stærð stofnanna og gengd þeirra upp Þjórsá og þverár hennar.

Skoðun
Fréttamynd

Grænasta sveitar­fé­lagið skammað af ráð­herra

„Staðan er þó þröng fyrir íbúa sem vilja njóta grænna svæða í borginni“, sagði Guðlaugur Þór, umhverfisráðherra í umræðu í þinginu. Síðan bætti hann við aðgengi okkar Íslendinga að grænum svæðum væri ekki gott samanborið við önnur OECD ríki. Einungis 3,5% þéttbýlis hérlendis væri skilgreint sem grænt svæði!

Skoðun
Fréttamynd

Boozt tekur forystu í samfélagslegri ábyrgð og lokar á óþarfa vöruskil

Netverslunarrisinn Boozt setur markið hátt í umhverfismálum og samfélagslegri sjálfbærni og hefur tekið forystu í ábyrgum rafrænum viðskiptum á Norðurlöndunum. Gloria Tramontana, forstöðumaður á sviði sjálfbærni og umhverfismála hjá Boozt, segir tískuiðnaðinn í heild standa frammi fyrir miklum áskorunum í þessum málaflokkum og þurfi að sýna ábyrgð.

Samstarf
Fréttamynd

Nýtur náttúran verndar í Reykja­vík?

Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar.

Skoðun