
Haukur Viðar Alfreðsson

Viðsnúin veröld
Ég fyrir þremur árum: „Hvernig ætli árið 2016 verði?“ Einhver: „Ég skal sko segja þér það. Sigurður Ingi verður forsætisráðherra?“ Ég: „Ha? Hvað með Sigmund Davíð?“

Þið skuldið
Líklega var ég ekki sá eini sem svitnaði yfir Kastljósi gærkvöldsins þegar beinagrindur forsætisráðherra voru viðraðar. En ólíkt mörgum þá svitnaði ég ekki vegna yfirgengilegs umfangs svínarísins heldur vegna þess að Bakþankarnir sem ég hafði sent Fréttablaðinu voru formlega orðnir úreltir. Ég hafði skrifað pólitískan pistil í léttum dúr í formi bréfs sem ég stílaði á Jóhannes, aðstoðarmann Sigmundar, og bað hann að skila einhverju til hans sem var fyndið í gær en hallærislegt í dag. Svo fór ég í sund.

Það sem ég óttast mest
Ótti er eðlilegasta tilfinning í heimi. Sumir eru flughræddir, aðrir óttast útlendinga. Margir hræðast köngulær og einu sinni sá ég meira að segja viðtal við mann sem var logandi hræddur við ferskjur. Nei, óttinn þarf ekki endilega að vera

Leiðinlegi maturinn
Kvöld eitt í lok janúar stóð ég kaldur og blautur í hundslappadrífu fyrir utan húsið mitt og drap í síðustu sígarettu dagsins. Ég kjagaði upp tröppurnar og fór úr jakkanum mínum um leið og ég gekk inn í íbúðina. Það var hræðileg lykt af jakkanum

Skítt með innihaldið
Í yfirdrifnum og þjóðrembingslegum framboðsauglýsingum er hefð fyrir því að fara ekki í málefnin nema að vaða duglega í manninn í leiðinni.

Póstkortið
Mörg okkar hugsa stundum um hlutina sem við myndum gera ef við réðum bókstaflega öllu.

Sameinumst! du du du du
Þegar Ólafur Ragnar Grímsson tók við forsetaembættinu fyrir 20 árum var hann ekki ósvipaður forverum sínum. Hann var virðulegur, kom vel fyrir í útlöndum og var ekki farinn að líkjast Turkmenbashi á neinn hátt. Reyndar fór hann í taugarnar á gömlum andstæðingum sínum í pólitík en það er víst erfitt að finna forseta sem allir geta verið sammála um. Eða hvað?

Þetta verður allt í lagi
Á meðan sumir stóðu í biðröð til þess að sjá nýjustu Stjörnustríðsmyndina nenntu aðrir ekkert að pæla í henni. Svo er það þriðji hópurinn. „Ég hef ekki séð eina einustu Star Wars–mynd,“ segja þau stolt eins og um mikið afrek sé að ræða.

Allir út að ýta
Það er eins og svona yfirgengilegt magn af snjó dragi fram það besta í okkur.

Stunginn grís
Hann er 43 ára gamall, einhleypur og býr hjá móður sinni. Þrátt fyrir að vera atvinnulaus og þar af leiðandi heima allan daginn hjálpar hann aldrei til við heimilisstörfin.

Heilinn og hörmungar
Það er með ólíkindum að geta ekki skellt sér á rokktónleika án þess að eiga það á hættu að verða myrtur af samviskulausum vitfirringum með vélbyssur.

Passa sig
Það er mikil frjósemi í kringum mig þessa dagana og liggur við að önnur hver kona nálægt mér sé ólétt eða nýbúin að eiga. Ég á 50% í einu þessara væntanlegu barna og er því eðlilega með þetta svolítið á heilanum. Og það er alveg ótrúlegt hvað margir eru enn ekki búnir að læra af ótal sjónvarpsþáttum, bíómyndum og munnmælasögum, sem segja frá gasprandi fábjánum sem segja eitthvað óviðeigandi við óléttar konur og uppskera þannig fyrirlitningu allra nærstaddra.

Þvottadagur
Frá því ég flutti úr foreldrahúsum hef ég þurft að þvo sjálfur af mér spjarirnar. Mér hefur aldrei þótt það neitt tiltökumál, enda er 21. öldin gengin í garð og enginn þarf lengur að kjaga með stútfullt vaskafat af óhreinum naríum niður í Laugardal til þess að viðhalda sæmilegum hreinlætisstuðli.

Fyrsti Íslendingurinn
Hann er óheflaður og hávær. Hann heldur að allur heimurinn snúst í kringum hann og freku börnin hans. Hann er einkennilega fölur en um leið rauðþrútinn af bjórsulli síðustu daga. Við þekkjum hann öll og við hötum hann.

Svampgryfjan
Hvað finnst mér að Ísland eigi að taka á móti mörgum flóttamönnum? Finnst mér að Dagur B. Eggertsson eigi að segja af sér vegna Ísraelsmálsins? Treysti ég múslimum? Svo margar spurningar og ég hef ekki svar við neinni þeirra.

Margt sem þú lest er lygi
Ég er alveg örugglega minnst uppáhalds bakþankahöfundur prófarkalesarateymis Fréttablaðsins. Ég skila alltaf á síðustu stundu vegna þess að það er of mikið af fróðleik á internetinu.

Bíllausi lífsstíllinn
Ég hjóla í vinnuna. Það tekur ekki nema 15 mínútur, er gott fyrir heilsuna og sparar mér höfuðverkinn sem fylgir því að eiga bíl. Það er notalegt að þeysast eftir Langholtsveginum á morgnana með eitthvert hressandi rokk í eyrunum og finna svalan síðsumarvindinn leika um pípararaufina. Finna ilminn af laufinu og dögginni. Vera mættur á undan þeim vinnufélögum sem eru á bíl – þeir eru fastir í umferð einhvers staðar.

Lyfin lækna hitt og þetta
Fyrir nokkrum árum var ég á gangi á Laugaveginum þegar ég sá mann sem ég kannaðist lítillega við koma gangandi á móti mér. Ég var að nálgast gatnamót Snorrabrautar og hann var hinum megin við þau. Ég reiknaði það út að við myndum mætast á um það bil miðri gangbrautinni yfir götuna og ég varð skelfingu lostinn. Af einhverjum ástæðum fannst mér ég verða að koma í veg fyrir að við heilsuðumst.

Góða helgi
Kæri ofbeldismaður. Verslunarmannahelgin er um næstu helgi.

Stilltu árin
Þrátt fyrir að unglingsár mín hafi verið laus við dramatík að mestu þá fór það mér aldrei neitt sérstaklega vel að vera unglingur.

Rokk og ról
Íslenska þungarokkshljómsveitin Skálmöld lét vaða í hýra prófílmynd í tilefni föstudagsins eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðaði að bann við hjónavígslum samkynhneigðra bryti gegn stjórnarskránni. Myndskreytingin fór fyrir brjóstið á sumum aðdáendum og er það ekki í fyrsta sinn sem það gerist. Í kringum síðustu Gleðigöngu gerði sveitin það sama — og fýlupúkarnir gerðu það sem þeir gera best; fóru í fýlu.

Elsku Villi
Ég hef ætlað að skrifa þetta bréf mjög lengi en aldrei látið verða af því. En nú er kominn tími til að þú fáir að heyra sannleikann.

Plástur á gatið
Áður en ég kynntist kærustunni minni eyddi hún fjórum árum af ævi sinni í að verða hjúkrunarfræðingur.

Kvennasamsærið
Samkvæmt rannsókn á vegum UN Women verður jafnrétti kynjanna náð árið 2095 ef baráttan heldur áfram á sama hraða og nú. Hjúkkets, segi ég nú bara. Ég þarf að ná að verða 115 ára gamall til þess að ég missi forréttindi mín

Nördar: Bjargvættir alheimsins
Hvað sérðu þegar ég bið þig að sjá fyrir þér nörd? Horaðan og óframfærinn langintes með gleraugu og teina? Bólóttan hlunk í Marvel–bol? Skáksnilling með skipt í miðju?

Stóri haus
Ég bjó í blokk fyrstu fimm ár ævi minnar og á góðar minningar um gamla konu sem bjó í íbúðinni á móti okkur.

Afsakið roluskapinn
Ef þú varst viðstaddur einhver þeirra mótmæla sem áttu sér stað í kjölfar efnahagshrunsins 2008 eru góðar líkur á að ég hafi einnig verið þar.

Andvaka
Hvert einasta ár sem bætist á Umu Thurman er sem tíu ár á mig sjálfan. Þegar ég var unglingur að reyna að pása myndina Jennifer 8 akkúrat þegar brjóstin á Umu sáust var hún þrettán árum yngri en ég er í dag.

Aðskilnaðarkvíði
Þegar nær dregur búferlaflutningum fara eigur fólks í eins konar áheyrnarprufu. Það er leiðinlegt að flytja og flestir vilja flytja sem minnst af óþarfa drasli með sér á milli íbúða.

Brjálning
Margir ættingjar og fjölskylduvinir keyptu íbúðir og byggðu hús þegar ég var barn. Því fylgdi yfirleitt málningarvinna, sem var eiginlega bara aðeins sóðalegri útgáfa af ættarmóti.