Ebóla

WHO greiddi hundrað konum 35 þúsund krónur vegna ofbeldis
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) greiddi 104 kongóskum konum, sem segja starfsmenn stofnunarinnar og aðra sem komu að störfum stofnunarinnar hafa misnotað þær þegar ebólufaraldur geisaði þar í landi, hverri 250 dali, eða rúmar 35 þúsund krónur

Óttast dreifingu ebólu í höfuðborg Úganda
Sex börn úr sömu fjölskyldunni í Kampala, höfuðborg Úganda, hafa greinst með ebólu. Yfirvöld óttast að útbreiðslan verði hraðari nú þegar hún hefur náð til þéttbýlli svæða landsins.

Segja ebólufaraldri lokið í Austur-Kongó
Austur-Kongó lýsti því yfir í dag að ebólufaraldri, sem herjað hefur á landið undanfarin misseri, sé lokið. Tólf smituðust af veirunni í norður Kivu héraðinu í austurhluta landsins og sex létust.

Gíneumenn hefja bólusetningar gegn ebólu
Byrjað verður að bólusetja gegn ebólu í Gíneu í dag eftir að um 11 þúsund skammtar voru fluttir til höfuðborgarinnar Conakry með flugi.

Ný tilfelli ebólu greinast í Afríkuríkjum
Ebólufaraldur geisaði í þremur Vestur-Afríkuríkjum á árunum 2013 og 2016. Ný tilfelli hafa nú greinst.

Fyrstu dauðsföllin vegna ebólu í Gíneu frá 2016
Minnst þrír hafa látist vegna ebólusýkingar í Gíneu og fimm aðrir hafa greinst smitaðir af veirunni. Fólkið fór að sýna einkenni, uppköst, niðurgang og blæðingar, eftir að hafa verið viðstatt jarðarför.

Staðfesta að fimm hafi látist af völdum ebólu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO hefur nú staðfest að fimm dauðsföll í Austur-Kongó megi rekja til ebóluveirunnar. Á meðal hinna látnu er 15 ára gömul stúlka en alls hafa níu tilfelli greinst undanfarnar vikur.

Ebólusmitaður maður flúði af sjúkrahúsi í Austur-Kongó
Yfirvöld í Austur-Kongó óttast að Ebólusmit geti dreifst um landið eftir að sjúklingur, smitaður af Ebólu, flúði af sjúkrahúsi í bænum Beni.

Nýtt tilfelli ebóla staðfest í Austur-Kongó
Aðeins tveimur dögum áður en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefði formlega tilkynnt endalok ebólafaraldursins í Austur-Kongó og 52 dögum eftir að nýjasta tilfelli veirusmits var tilkynnt, greindi Tedros Ghebreyesus, aðalframkvæmdastjóri WHO, frá nýju tilfelli veirunnar.

Óttast að mótmæli í Kongó komi niður á viðbrögðum gegn ebólu
Læknar sem vinna gegn útbreiðslu ebólu í Kongó hafa leitað skjóls í borginni Beni eftir að íbúar réðust á stöðu Sameinuðu þjóðanna til að mótmæla ítrekuðum árásum uppreisnarmanna.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir Tansaníu ekki veita nægar upplýsingar um ebólu
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ávítað Tansaníu fyrir að hafa ekki veitt upplýsingar um möguleg ebólu smit þar í landi.

Nýtt ebólulyf lofi góðu
Ný lyf gegn ebólu gefa vonir um að hægt sé að lækna sjúkdóminn og fyrirbyggja í framtíðinni.

Landamæri Rúanda og Austur-Kongó opnuð að nýju
Stjórnvöld í Rúanda lokuðu landamærunum tímabundið vegna ebólufaraldursins sem nú geisar í Austur-Kongó.

Landamærum Rúanda og Austur-Kongó lokað vegna ebólu
Að minnsta kosti tveir hafa látið lífið í faraldrinum í landamæraborg í Austur-Kongó.

Staðfesta annað tilfelli ebólu í milljónaborg í Austur-Kongó
Annað tilfelli ebólu hefur verið staðfest í borginni Goma í Austur-Kongó.

Sóttvarnalæknir bregst við vegna ebólufaraldurs í Austur-Kongó
Sóttvarnalæknir mun á næstu vikum ljúka við að endurskoða og uppfæra viðbragðsáætlanir og leiðbeiningar frá 2015 til viðbragðsaðila og almennings vegna ebólusjúkdómsins.

Neyðarástandi á heimsvísu lýst yfir vegna ebólu
Ebólu faraldrinum, sem brotist hefur út í Austur-Kongó, var í dag lýst yfir sem neyðarástandi á heimsvísu af Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eftir að vírusinn smitaðist til borgar þar sem tvær milljónir manna búa.

Ebólusmit í fjölmennri landamæraborg
Yfirvöld í Lýðveldinu Kongó hafa nú staðfest að ebólusmit hafi greinst í borginni Goma í austurhluta landsins í fyrsta sinn, en þar býr rúm ein milljón manna.

Ekki ástæða til að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólu
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur ákveðið að lýsa ekki yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna ebólufaraldursins í Austur-Kongó.

Endurkoma ebólu í Austur-Kongó sögð ógnvekjandi
Útbreiðsla veirunnar heldur áfram að aukst þrátt fyrir að meira en átta mánuðir séu liðnir frá því að fyrsta smitið greindist. Það hefur aðeins gerst einu sinni áður, í faraldrinum sem dró á tólfta þúsund manns til bana í Vestur-Afríku frá 2013 til 2016.

Þúsund látin en hjálparstarf í hættu
Eitt þúsund hafa nú látið lífið í ebólufaraldrinum í Austur-Kongó, þeim næstversta í sögunni. Þrátt fyrir alvöru málsins segir framkvæmdastjóri WHO að fjármagn fyrir lífsnauðsynlega hjálparstarfsemi berist ekki.

Stutt í að þúsund hafi dáið vegna ebólu í Austur-Kongó
Faraldurinn hefur herjað á íbúa landsins í um níu mánuði en hjálparstarf og bólusetningar hafa ekki gengið nægilega vel.

Háttsettur starfsmaður WHO myrtur í Kongó
Þungvopnaðir vígamenn réðust á sjúkrahús í Kongó í dag, þar sem verið er að sinna einstaklingum sem smitast hafa af ebólu, og myrtu þar háttsettan starfsmann Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO).

Bóluefni við ebólu veitir mikla vernd
Bóluefni við ebólu sem notað hefur verið í tilraunaskyni til að bæla niður faraldur sem nú geisar í Kongó hefur borið afar jákvæðan árangur.

Erfiðustu mögulegu aðstæður
Ebólufaraldurinn í Austur-Kongó er sá næstversti í sögunni. Upplýsingafulltrúi WHO segir í samtali við Fréttablaðið að takmörkuð trú á heilbrigðisstarfsfólki og átök á svæðinu torveldi vinnu. 751 hefur látist og 1.186 sýkst.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur áhyggjur af ebólafaraldrinum í Austur-Kongó
Fleiri hafa látist af völdum ebólu í Norður-Kivu en gerðu í faraldri í norðvesturhluta landsins fyrr í sumar.

33 látnir vegna ebólu í Lýðveldinu Kongó
Ný tilfelli ebólusmits hafa komið upp í austurhluta Lýðveldisins Kongó.

Áhyggjur af nýjum ebólufaraldri
Fjögur smit hafa verið staðfest en talið er að allt að tuttugu gætu hafa látist í faraldrinum nú þegar.

Berjast við að aftra útbreiðslu ebóluveiru í Austur-Kongó
Heimamenn í Austur-Kongó eru tortryggnir í garð heilbrigðisstarfsfólks sem berst við útbreiðslu ebólu. Þúsundum skammta af tilraunalyfi hefur verið dreift til íbúa í von um að komast hjá alþjóðlegu neyðarástandi.

Tilfellum fjölgar í Austur-Kongó
Fjöldi tilfella af Ebólu hafa greinst í landinu á undanförnum vikum, tilkynnt var um 3 ný í milljónaborginni Mbandaka