Stangveiði

Fréttamynd

Engin lax gengin í Leirvogsá?

Svo virðist sem að lax sé ekki genginn í Leirvogsá. Í það minnsta hefur enginn slíkur verið færður til bókar fyrstu þrjá daga tímabilisins.

Veiði
Fréttamynd

Góður gangur í Elliðaánum

Í gærkveldi voru komnir 65 laxar á land úr Elliðaánum. Þetta samsvarar rúmlega tveimur löxum á hverja dagsstöng frá því að veiði hófst þann 21. júní.

Veiði
Fréttamynd

Laxinn mættur í Stóru Laxá

Freyr H. Guðmundsson skyggndi Klaufina á svæði 4 í Stóru Laxá núna í gær og sá a.m.k. tvo laxa sem báðir voru 2ja ára. Laxinn er því greinilega mættur í Stóru og má búast við skemmtilegri opnun þar á morgun.

Veiði
Fréttamynd

Metopnun í Selá

Selá opnaði í morgun og var metveiði miðað við fyrri opnanir, alls veiddust tuttugu laxar í ánni í dag og muna menn ekki annað eins!

Veiði
Fréttamynd

Flott opnun í Víðidalsá

Eftir 2 vaktir eru a.m.k. 9 stórlaxar komnir á land í Víðidalsá og veiddist víðsvegar um ánna. Harðeyrarstrengur, Efri Garðar, Ármót og Laxapollur gáfu t.a.m. allir fiska og er víst talsvert af laxi í Laxapolli. Laxarnir sem komu á land voru allir á bilinu 80 – 85 cm að lengd og var öllum sleppt aftur enda sleppiskylda á stórlaxi í Víðidalnum.

Veiði
Fréttamynd

Mögnuð veiði í Litluá í Keldum

Veiði hefur verið með afbrigðum góð í Litluá í Kelduhverfi í allt vor og ekki síður það sem af er sumri. Framan var um blandaðan afla, sjóbirting, staðbundinn urriða og bleikju að ræða, en upp á síðkastið, aðalega urriði.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá endaði í 10 löxum á opnunardaginn

Ytri Rangá opnaði í gær og komu 10 laxar á land víðsvegar um ána. Ægissíðufoss (ásamt Klöpp) var að venju sterkur og einnig Djúpós en þrír laxar komu upp af Rngárflúðunum og við munum hreinlega ekki eftir því að svo margir laxar hafi veiðst fyrir ofan foss í opnun.

Veiði
Fréttamynd

Ung og efnileg veiðikona með stórlax úr Elliðaánum

Stórveiðikonan Hekla Sólveig Gísladóttir veiddi í gær, föstudag, stærsta laxinn sem fengist hefur í Elliðaánum í sumar. Hekla er 14 ára gömul og strax orðin vön veiðikona og hefur komið í Elliðaárnar áður og þekkir því nokkuð til.

Veiði
Fréttamynd

Laxveiðinámskeið Veiðiheims í Elliðaánum.

Næstkomandi fimmtudag þann 30. júní fer fram laxveiðinámskeið í Elliðaánum. Farið verður yfir lífsferil laxa, veiðistaðalestur, allar helstu flugurnar, veiðiplanið og meðhöndlun á fiski. Einnig verður farið ítarlega yfir alla helstu veiðistaðina í Elliðaánum, bæði í myndum sem og gengið verður með neðri part ánna. Að loknum veiðistaðalestri verður svo farið í fluguköstin.

Veiði
Fréttamynd

Ein öflugasta flugan í göngulax

Núna þegar laxinn er farinn að hellast í árnar er ágætt að taka fyrir eina gamla og góða flugu sem hefur reynst mönnum afskaplega vel við veiðar snemma á tímabilinu. Það er Collie Dog. Þessi fluga hefur verið mikið notuð hér á landi en notkun hennar þó minnkað mikið eftir að túbuvæðingin ýtti henni aðeins til hliðar.

Veiði
Fréttamynd

Fljúgandi start í Ytri Rangá

Veiðar hófust í Ytri Rangá í morgun og laxinn var svo sannarlega mættur. Lax-á á er með sína fulltrúa á svæðinu, þá Stefán Pál Ágústsson og Stefán Sigurðsson. Stefán Sig var nú rétt í þessu að landa 12 punda hrygnu en nafni hans Ágústsson var enn fisklaus. Alls voru komnir 6 laxar á land en það er ein besta byrjun í Ytri Rangá í mörg ár.

Veiði
Fréttamynd

30 laxar veiðst í Elliðaánum

Í morgun höfðu 30 laxar veiðist í Elliðaánum, en veiði hófst fyrr í vikunni. Þegar ritstjóra bar að í morgun var verið að taka annan kvóta morgunsins úr Fossinum.

Veiði
Fréttamynd

Glæsileg opnun í Hafralónsá

Hafralónsá í Þistilfirði byrjaði með miklum ágætum í fyrramorgun. Reyndar veiddist ekkert fyrir hádegi, en strax vel seinni partinn og á hádegi í gær voru tvímenningarnir sem opnuðu ána búnir að landa tíu löxum.

Veiði
Fréttamynd

Ytri Rangá opnar á morgun

Ytri Rangá opnar á morgun og má segja að það sé komin ansi mikill spenningur í menn, Það er um vika síðan menn fóru að sjá fyrstu Laxana í Ytri Rangá. Fyrstu laxarnir sáust við Djúpós og Breiðabakka. þess má geta að að núna eru 2 laxar farnir í gegnum Árbæjarfoss sem er efri fossin sem þýðir að það gæti verið lax um alla á. Við ægisíðufoss hafa verið vandræði með Teljarann svo það er ekki hægt að segja með vissu hversu margir laxar hafa farið þar í gegn.

Veiði
Fréttamynd

Loksins líf í Straumunum

Það hefur verið lítið um fréttir úr Straumunum það sem af er, og þá væntanlega vegna þess að lítið hefur verið að gerast. Þetta breyttist þó í gærkveldi

Veiði
Fréttamynd

Fyrsti laxinn úr Mýrarkvísl

Fyrsti laxinn veiddist í Mýrarkvísl í Reykjahverfi í gærdag og þykir það snemmt á þeim bæ. Laxinn var engin smásmíði, 88 cm langur og ekki lúsugur.

Veiði
Fréttamynd

Líflegt í vötnunum

Vötnin hafa mörg hver tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega þó á sunnanverðu landinu þar sem veður hefur verið skaplegra en nyrðra. Við heyrðum t.d. frábærar bréttir bæði frá Þingvallavatni og Úlfljótsvatni frá síðustu helgi.

Veiði
Fréttamynd

10 laxar í Grímsá fyrsta daginn

Þá eru fleiri Borgarfjarðarár að detta inn og Grímsá er ein af þeim. Opnunin gekk vel og það engum á óvart þegar fyrsti laxinn tók enda hafa menn séð laxa í ánna dagana á undan og það var viðbúið svo lengi sem aðstæður væru góðar að opnuninn gengi vel.

Veiði
Fréttamynd

Ótrúlegar fréttir úr Breiðdalsá

Oftast hefur verið vart við laxa á stangli í Breiðdalsá í júní en ekki verður opnað fyrr en 1. júlí eins og verið hefur undanfarinn ár. En miðað við lýsingarnar sem berast að austan má kanski fara að endurskoða það!

Veiði
Fréttamynd

16 laxar komnir úr Elliðaánum

Í morgun höfðu alls sextán laxar veiðst í Elliðaánum en veiði hófst þar í fyrradag. Veitt er á fjórar stangir í upphafi vertíðar. Í gækveldi höfðu 11 laxar gengið teljarann.

Veiði
Fréttamynd

Slæm umgengni við veiðivötn á Arnarvatnsheiði

Í gærkvöldi voru Snorri Jóhannesson veiðivörður og Guðmundur Kristinsson formaður Veiðifélags Arnarvatnsheiðar á ferð um heiðina við eftirlit og viðhald fasteigna. Við Arnarvatns litla gengu þeir fram á afar slælega umgengni veiðimanna eftir ábendingu frá öðrum veiðimönnum sem vart áttu orð til að lýsa vanþóknun sinni.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Ásum farin að sýna laxana

Samkvæmt heimildum þeirra Lax-á norðan heiða er það að frétta af heimamönnum sem höfðu farið og skyggnt Ásana af þjóðvegabrúnni og sáu ekki færri en 3 laxa liggja þar fyrir neðan. Það eru því líkur á að Ásarnir byrji snemma þetta árið, eins og þeir hafa reyndar gert undanfarin ár.

Veiði
Fréttamynd

Laxar að veiðast á öllum svæðum

Fyrsti laxinn veiddist á Núpasvæðinu í Laxá í Aðaldal í dag og hefur þá verið sett í eða landað laxi/löxum á öllum svæðum Laxárfélagsins.

Veiði
Fréttamynd

Vatnsdalsá opnaði í morgun

Núna er allt að komast á fullt. Árnar opna hver af annari og það er ekki að sjá annað en það stefni í gott sumar miðað við þessa byrjun. Langá opnar með 13 laxa og það bara á fyrri vaktinni, Kjósin með 9 laxa og það eru fleiri stórar ár að opna næstu daga.

Veiði
Fréttamynd

Plankað við ánna

Eftir góða opnun í Laxá í Kjós hélt Jón Þór Júlíusson uppá daginn með góðu planki við ánna.

Veiði
Fréttamynd

Laxá í Aðaldal opnar með látum

Það er orðið ansi langt síðan Laxá í Aðaldal tók jafnvel á móti veiðimönnum eins og hún gerði við þessa opnun. Þrír af stærstu löxunum sem komu á land voru 21, 20 og 17 pund! Það sáust laxar víða og menn velta því nú fyrir sér hvort drottningin sé að komast í þann gír sem menn muna eftir frá fornu fari.

Veiði
Fréttamynd

Átta laxar á land í Kjósinni á fyrstu vakt!

Laxá í Kjós opnaði í morgun og það eru mörg ár síðan hún hefur opnað jafnvel. Sex laxar veiddust í Kvíslafossi, einn í Strengjunum og einn í Laxfossi. Fleiri laxar sáust en 8 laxar á land á fyrstu vakt er niðurstaðan, sem er frábær opnun.

Veiði