Barcelona tók á móti Atletico Madrid í kvöld. Þetta var átakaleikur sem endaði með jafntefli, 1-1.
Barcelona komst yfir með marki frá Ivan Rakitic seint í fyrri hálfleik en varamaðurinn Angel Correa jafnaði á 61. mínútu.
Aðeins tveimur mínútum fyrir jöfnunarmarkið fór Lionel Messi meiddur af velli. Hann virkaði þó ekki alvarlega meiddur og fylgdist með leiknum af bekknum.
Barcelona er í þriðja sæti deildarinnar með 10 stig eða þrem stigum minna en topplið Real Madrid. Atletico er í fjórða sæti með 9 stig.
