Anthony Martial skoraði tvö mörk þegar Manchester United bar sigurorð af Newcastle United, 4-1, á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.
Newcastle byrjaði leikinn betur og komst yfir á 17. mínútu með marki Matty Longstaff. Hann tryggði Newcastle sigur á United í fyrri deildarleik liðanna.
Á 24. mínútu jafnaði Martial og Mason Greenwood kom United svo yfir með skoti í slá og inn á 36. mínútu.
Fimm mínútum síðar skoraði Marcus Rashford þriðja mark United með skalla eftir fyrirgjöf Aarons Wan-Bissaka.
Á 51. mínútu nýtti Martial sér mistök Newcastle og skoraði sitt annað mark og fjórða mark United.
Með sigrinum komst United upp í 7. sæti deildarinnar. Newcastle er í því tíunda.
Martial með tvö mörk í öruggum sigri United
