Fréttir

Skrúfan ó­virk eftir að hafa siglt á rekald

Áhöfn björgunarskipsins Bjargar á Snæfellsnesi var kölluð út um 20:30 í gærkvöldi vegna lítils fiskibáts sem var í vandræðum. Báturinn hafi siglt á rekald í sjónum með þeim afleiðingum að skrúfan varð óvirk þó að vélin sjálf gengi.

Innlent

Guide to Iceland viti ekkert um fólkið í ferðinni

Ingólfur Shahin, þróunarstjóri og stór hluthafi í Guide to Iceland, segist ekki hafa neinar leiðir til þess að vita hvort að ferðamennirnir sem voru í hópi Ice Pic Journeys þegar að banaslys varð á Breiðamerkurjökli eftir íshrun, hafi bókað í ferðina í gegnum bókunarsíðu Guide to Iceland. 

Innlent

Segir fylgi flokksins ó­við­unandi

Ritari Sjálfstæðisflokksins segir niðurstöður nýjustu skoðanakannana um fylgi flokksins óviðunandi. Hann segir enga skammtímalausn til staðar og skýringin leynist í málefnunum.

Innlent

Ætlar að skipa repúblikana í ráðu­neyti sitt

Kamala Harris sagðist ætla að skipa repúblikana í ríkisstjórn sína næði hún kjöri sem forseti í fyrsta meiriháttar fjölmiðlaviðtali sínu eftir að hún varð forsetaframbjóðandi demókrata. Hún lét aðdróttanir Trump um kynþátt hennar sem vind um eyru þjóta.

Erlent

Vilja koma böndum á AirBnb leigu á Ís­landi

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir stefna í þungan þingvetur. Hún á von á því að stærstu málin framundan á þingi verði húsnæðis- og efnahagsmál. Hún boðar nýtt útspil Samfylkingarinnar þar sem, meðal annars, verður kynnt nýtt inngrip á AirBnb skammtímaleigu á Íslandi. Kristrún ræddi komandi þingvetur í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins.

Innlent

Þörf á fleiri lög­reglu­mönnum á djammið í Reykja­vík

Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum.

Innlent

Þrettán ára börn ó­sjálf­bjarga vegna drykkju á Menningar­nótt

Börn niður í þrettán ára þurftu að nýta sér þjónustu miðbæjarathvarfsins svokallaða vegna ölvunar á menningarnótt. Sérfræðingur segir dæmi um að börn hafi verið ósjálfbjarga af drykkju, sum snemma dags. Drykkja unglinga hafi aukist og að börn sæki í sterkt áfengi á borð við landa. 

Innlent

Gengst við rúm­lega sjö­tíu ára glæp

Hinn 18. febrúar 1953 upplýsti Morgunblaðið að útsendarar alþjóðlegra kommúnista hefðu framið glæp í skjóli nætur og svívirt íslenska þjóðsönginn. Afbrotamennirnir fundust aldrei en nú rúmum sjötíu árum síðar gengur einn þeirra fram fyrir skjöldu og játar þátt sinn í málinu. Heimir Már gekk á fund hins meinta útsendara Stalíns.

Innlent

Sér­sveit kölluð til að­stoðar í Safa­mýri

Liðsmenn sérsveitar ríkislögreglustjóra voru kallaðir til aðstoðar lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í Safamýri nú í kvöld. Sjónarvottur segir að þar hafi maður ráðist að öðrum með hníf eftir orðaskipti.

Innlent

Full­trúar Trump hrintu starfs­manni her­manna­graf­reits

Starfsmaður forsetaframboðs Donalds Trump hrinti fulltrúa Bandaríkjahers þegar sá síðarnefndi brýndi fyrir honum reglur sem banna stjórnmálastarf í grafreit fallinna hermanna í vikunni. Framboðið sakaði starfsmann grafreitsins um að vera veikan á geði.

Erlent

Vopnuð börn og játning í dular­fullu máli

Lögreglan telur að stórfellt átak þurfi til að taka á hnífaburði barna. Dæmi er um að börn gangi um með rafbyssur og piparúða. Einnig hefur borið á því að börn mæti með hnífa í skólann. Við fjöllum um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Innlent

Meiri skjálfta­virkni en í fyrri gosum

Síðustu sólarhringa hefur virknin í eldgosinu haldist nokkuð stöðug. Enn eru tveir meginstrókar virkir og eru enn nokkuð kröftugir samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar. Hraun flæðir að mestu til norðvesturs en einnig til austurs. Meginstraumurinn er til norðvesturs en framrásin er mjög hæg.

Innlent

Fengu ekki vit­neskju um slys níu dögum fyrir bana­slys

Vatnajökulsþjóðgarður fékk enga vitneskju um slys sem að ferðamaður í íshellaferð á Breiðamerkurjökli lenti í níu dögum fyrir banaslys á svæðinu. Þann 16. ágúst féll ísklumpur úr nokkura metra hæð og lenti á höfði mannsins með þeim afleiðingum að hann missti meðvitund í stutta stund.

Innlent

Orðið vör við hnífaburð í grunn­skólum Reykja­víkur

Borið hefur á því undanfarna mánuði að börn hafi verið með hníf á sér í grunnskólum og frístundastarfi í Reykjavík. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur hvetur foreldra til að ræða við börnin sín um hve hættulegt það geti verið að ganga með hníf á sér. Koma verði í veg fyrir vopnaburð.

Innlent

Einn slasaður í al­var­legu vinnu­slysi í Urriðaholti

Einn var fluttur á slysadeild síðdegis í dag vegna alvarlegs vinnuslyss í Urriðaholti í Garðabæ. Í tilkynningu frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að tilkynning um slysið hafi borist lögreglu um klukkan fjögur. Viðbragðsaðilar hafi farið beint á vettvang.

Innlent

Fallist á geðrannsókn á hinum grunaða

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið hjónum að bana í Neskaupstað í síðustu viku. Lögreglan gerði einnig kröfu um geðrannsókn á hinum grunaða en fallist var á þá kröfu.

Innlent

Tíu ár síðan gaus í Holuhrauni

Tíu ár eru í dag liðin frá því að eldgos hófst í Holuhrauni. Eldgosið stóð í tæplega hálft ár en frá þeim rann mesta hraun frá Skaftáreldum seint á átjándu öld. Flatarmálið þess er meira en Þingvallavatns.

Innlent