Handbolti

Aron meiddur og missir af HM

Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, verður ekki með liðinu á HM í Egyptalandi í janúar vegna meiðsla. Þetta staðfesti HSÍ nú rétt í þessu en Aron missir af mótinu vegna meiðsla á hné.

Handbolti

Rúnar áfram í Þýskalandi

Rúnar Sigtryggsson mun stýra Þýska 2. deildarliðinu Aue áfram eftir áramót. Rúnar tók við þýska handknattleiksfélaginu tímabundið vegna veikinda þjálfara liðsins fyrr í þessum mánuði en nú hefur verið staðfest að hann verði áfram við stjórnvölin. Allavega fram í febrúar.

Handbolti

PSG tók bronsið

PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið.

Handbolti

Ragnar heim á Selfoss

Ragnar Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Selfoss. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer.

Handbolti

Aron gæti misst af HM í hand­bolta

Aron Pálmarsson er meiddur á hné og næstu dagar munu skera úr um það hvort hann verði leikfær fyrir leikina gegn Portúgal sem og þegar HM í handbolta fer fram í Egyptalandi.

Handbolti

Viktor Gísli og fé­lagar enn á toppnum

GOG heldur toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir nauman tveggja marka sigur á Ringsted, 33-31. Á sama tíma vann Álaborg öruggan sex marka sigur á Sveini Jóhannssyni og félögum í SönderjyskE.

Handbolti

Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana.

Handbolti