Handbolti

Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum
Haukar eru komnir í 16-liða úrslit EHF-keppninnar í handbolta og í dag kom í ljós að næsti andstæðingur þeirra verður slóvenska liðið RK Jeruzalem Ormoz.

Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“
Eftir að hafa fengið afar lítið að spila hjá Rhein-Neckar Löwen er Arnór Snær Óskarsson kominn í stórt hlutverk hjá Kolstad. Það var að hrökkva eða stökkva þegar norsku meistararnir vildu fá hann strax til sín. Arnór flutti inn á bróður sinn og samherja, Benedikt Gunnar, en þeir eru að koma sér fyrir í nýrri íbúð í Þrándheimi.

Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum
Sporting, sem Orri Freyr Þorkelsson leikur með, tapaði naumlega fyrir Füchse Berlin, 33-32, í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta.

„Við vorum sjálfum okkur verstir“
Óskar Bjarni Óskarsson og lærisveinar hans í Val fóru tómhentir heim úr Mosfellsbæ en liðið tapaði með fjórum mörkum á móti Aftureldingu í Olís-deild karla í kvöld. Þetta er annar leikurinn sem liðið tapar í röð í deildinni og Óskar Bjarni viðurkennir að það hafi ekki mikið gengið upp í Mosfellsbæ í kvöld.

Stelpurnar hans Þóris unnu Dani
Noregur hefur unnið alla fjóra leiki sína á Evrópumóti kvenna í handbolta. Í kvöld sigruðu Norðmenn Dani, 24-27, í fyrsta leik sínum í milliriðli 2.

Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu
Grótta og ÍR gerðu jafntefli, 29-29, í hörkuleik í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. FH og Fram unnu hins vegar örugga sigra á HK og Fjölni.

Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn
Afturelding sigraði Val með fjórum mörkum í stórleik umferðarinnar í Olís-deild karla í kvöld. Leikurinn fór fram í Mosfellsbæ og var sigurinn nokkuð þægilegur fyrir heimamenn þrátt fyrir jafnan fyrri hálfleik.Það var jafnræði með liðunum í upphafi leiks og voru hornamenn liðanna atkvæðamiklir í upphafi leiks. Liðin skiptust á að skora og var staðan 9-9 um miðbik fyrri hálfleiks.

Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð
Nokkrir Íslendingar komu við sögu í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Haukur kom að níu mörkum gegn PSG
Dinamo Búkarest, lið Hauks Þrastarsonar, tapaði fyrir Paris Saint-Germain, 33-40, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap rúmenska liðsins í Meistaradeildinni í röð.

Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin
Frakkland þurfti að hafa talsvert fyrir því að vinna Rúmeníu í milliriðli 1 á EM í handbolta kvenna. Lokatölur 30-25, Frökkum í vil. Þá unnu Hollendingar Slóvena, 26-22.

Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi
Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag.

Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann
Stjarnan hefur kært framkvæmd leiks liðsins við HK, í Olís-deild karla í handbolta, eftir að dómarar nýttu síma til þess að skera úr um atvik í lok leiksins.

Vill gera róttækar breytingar á umhverfi kvennalandsliðsins
Handboltaþjálfarinn Einar Jónsson segir að gjörbreyta þurfi landslagi íslenska kvennalandsliðsins hér heima fyrir svo að liðið nái að taka næstu skref á alþjóðlegum vettvangi.

Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram
Fátt gengur upp hjá Magdeburg í Meistaradeild Evrópu en í kvöld tapaði liðið fyrir Nantes, 29-28, á útivelli.

Óðni héldu engin bönd í toppslagnum
Landsliðsmaðurinn í handbolta, Óðinn Þór Ríkharðsson, átti stórleik þegar Kadetten Schaffhausen gerði jafntefli við Kriens-Luzern, 34-34, í toppslag í svissnesku úrvalsdeildinni í kvöld.

Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém
Sigurganga Veszprém í Meistaradeild Evrópu í handbolta hélt áfram í kvöld þegar liðið lagði Fredericia, sem Guðmundur Guðmundsson stýrir, örugglega að velli, 31-40.

Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM
Perla Ruth Albertsdóttir var ein af markahæstu leikmönnum allrar riðlakeppninnar á EM í handbolta, og hún skoraði úr flestum vítum allra í þeim hluta mótsins.

Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari
Þrátt fyrir að hafa tryggt Noregi Ólympíumeistaratitil í handbolta í sumar þá þéna stelpurnar hans Þóris Hergeirssonar minna, samanlagt, en frjálsíþróttastjörnurnar Karsten Warholm og Jakob Ingebrigtsen.

Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta endaði í sextánda sæti á EM og á fyrir vikið meiri möguleika á því að komast inn á þriðja stórmótið sitt í röð.

Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“
Markvörðurinn magnaði Katrine Lunde fékk kökk í hálsinn þegar hún var beðin um að lýsa því hvernig væri að hafa eins skilningsríkan þjálfara og Þóri Hergeirsson, í norska landsliðinu í handbolta.

Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn
Íslenska kvennalandsliðið hefur lokið leik á EM eftir að hafa lent á þýskum varnarmúr í kvöld. Kaflaskiptu móti lokið en vegferðin fræga heldur áfram.

„Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“
Líkt og aðrir leikmenn íslenska landsliðsins var Steinunn Björnsdóttir svekkt með leik liðsins í kvöld gegn sterku liði Þýskalands. Tapaðist leikurinn með ellefu mörkum þar sem Steinunn fékk úr litlu úr að moða á línunni.

Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“
Andrea Jacobsen var eðlilega svekkt eftir tap kvöldsins hjá íslenska kvennalandsliðinu fyrir Þýskalandi. Hún er þó stolt af liðinu og stefnir beint á næsta mót.

Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði
Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins.

„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“
Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling.

„Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“
Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild.

Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund
Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga.

Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum
Svartfjallaland og Sviss tryggðu sér í kvöld síðustu sætin í milliriðlakeppni EM kvenna í handbolta, ásamt Þýskalandi sem vann Ísland.

Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu
Hollendingar lentu í mestu vandræðunum gegn Íslandi í leikjum sínum í F-riðli EM kvenna í handbolta. Eftir öruggan sigur gegn Þýskalandi vann hollenska liðið svo tuttugu marka sigur gegn Úkraínu, í Innsbruck í kvöld.

Elísa veik og ekki með
Elísa Elíasdóttir er lasin og verður ekki með íslenska landsliðinu gegn Þjóðverjum í dag. Landsliðsþjálfararnir gera tvær breytingar á leikmannahópi Íslands.