Lífið

Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á?

Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 

Lífið

Lætur draum látins eigin­manns síns rætast á Ís­landi

„Ég veit að hann á eftir að vera með okkur í anda,“ segir Sinéad Nolan Martin, 27 ára gömul kona frá Englandi í samtali við Vísi en í næsta mánuði mun hún leggja af stað í 40 kílómetra göngu frá Nesjavöllum til Þingvalla. Þannig hyggst hún heiðra minningu eiginmanns síns, Harry Martin, sem lést úr sjaldgæfu krabbameini árið 2021, einungis 25 ára gamall. Einn stærsti draumur Harry þegar hann var á lífi var að heimsækja Ísland.

Lífið

Sýndar­veru­leika­kapp­akstur og tækni­legt slím

UT-Messan fór fram í Hörpu um helgina í fjórtanda sinn. Um er að ræða stærsta árlega viðburð í tæknigeiranum á Íslandi en á Messunni bauðst gestum og gangandi að kynna sér það helsta sem íslensk tæknifyrirtæki eru að fást við þessa dagana - og prófa hin ýmsu tæki og tól. 

Lífið

„Ég hlakka til að klæða mig upp á hverjum morgni“

Fyrirsætan, háskólaneminn og tískuáhugakonan Anna María V. Þorsteinsdóttir hefur frá unga aldri lagt upp úr því að vera alltaf vel til fara og hefur alla tíð haft sterkar skoðanir á því sem hún klæðist. Hún sækir meðal annars innblástur til eldri ítalskra karla og eldri kvenna í Kaupmannahöfn en tískufyrirmyndin er þó móðir hennar. Anna María er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Málið sem skekið hefur Skeifuna

Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga.

Lífið

Fengu nóg af Ís­landi, seldu allt og héldu í ó­vissu­ferð

Fyrir tæpum fimmtán mánuðum ákváðu hjónin Gunnlaugur Hólm Sigurðsson og Anna Málfríður að segja skilið við hverdagsleikann á Íslandi. Þau seldu allar sínar eigur, fluttu um borð í nítján ára gamlan húsbíl ásamt Yorkshire terrier hundinum sínum og lögðu af stað í flakk um Evrópu.

Lífið

Eini fatlaði starfs­maðurinn hjá Netflix

„Fatlaðir geta gert hina ýmsu hluti sem aðrir kannski fatta ekki eða bara geta ekki. Og það eiga allir rétt á því að vera þeir sjálfir, bæði fatlaðir og ófatlaðir,“ segir Magnús Orri Arnarsson kvikmyndagerðarmaður. Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára gamall hefur hann verið afkastamikill í kvikmynda-, sjónvarps- og auglýsingageiranum undanfarin ár og starfar nú við hljóðblöndun fyrir vinsæla sjónvarpsþætti á Netflix.

Lífið

Carl Weathers er látinn

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Lífið

Fékk SMS í tæka tíð og þarf að kaupa hund

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins þarf að standa við loforð sem hann gaf eiginkonu sinni og dóttur í Kryddsíldinni og kaupa hund á heimilið þar sem þær stóðu við sinn hluta áskorunar. Hann segist örlítið móðgaður yfir því hvað SMS barst seint frá mæðgunum sem er til marks um að þær hafi ekki horft á þáttinn.

Lífið

Kyn­þokka­stimpillinn skilar engum drauma­prinsum

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill er ekki mjög ánægð með að komast á lista yfir kynþokkafyllstu konur landsins eða „Seiðandi glæsikvendi á lausu“. Einhver gæti haldið að þetta væri málið en sú er ekki reynsla Haddar.

Lífið

Himnesk hlaup á Tenerife

Garpur Ingason Elísabetarson flaug á dögunum út til Tenerife þar sem Íslendingar hafa sannarlega tröllriðið öllu síðustu ár.

Lífið

Seiðandi glæsikvendi á lausu

Íslenskar konur hafa lengi vel þótt þær fegurstu í heimi. Þær eru þekktar fyrir unglegt útlit og sagðar bera af sér mikinn þokka. Við í Lífinu erum sammála þeirri kenningu og settum saman lista af einhleypum og glæsilegum íslenskum konum í samráði við vel valda álitsgjafa.

Lífið

„Hér er maður ber­skjaldaðri og við­kvæmari“

„Það er þægilegt að geta klætt sig í búning, verið með ólar, klippt á sig mullet og þóst vera einhver klámstrákur því þá veit maður að maður er í raun í leikriti að einhverju leyti. Hér er maður berskjaldaðri og í raun viðkvæmari,“ segir listamaðurinn Klemens Hannigan sem er hvað þekktastur sem meðlimur Hatara. Hann var að gefa út sína fyrstu sólóplötu, Low Light, og frumsýnir sömuleiðis hér tónlistarmyndband við lagið Someone Else.

Tónlist