Lífið

Endurreisn Beyoncé færir hana nær toppnum

Beyoncé situr í öðru sæti íslenska listans þessa vikuna með nýjasta smellinn sinn Break My Soul. Lagið er að finna á nýútgefnu plötunni RENAISSANCE og hækkar sig um sex sæti á milli vikna.

Tónlist

Anne Heche í lífs­hættu eftir bíl­­slys

Leikkonan Anne Heche er lífshættulega slösuð eftir bílslys sem átti sér stað í Los Angeles í gær. Að sögn vitna ók leikkonan bifreið sinni á miklum hraða, þar til að bifreiðin lenti utan vegar og hafnaði á íbúðarhúsi.

Lífið

„Ég gef ekki ráð“

Bjarni Snæbjörnsson er lífskúnstner mikill en hann hefur sem dæmi vakið athygli fyrir söngleik sinn Góðan daginn faggi ásamt því að syngja Pride lagið í ár, Næs. Fyrir Bjarna er sannleikurinn mesti innblásturinn og hann elskar að læra eitthvað nýtt um sjálfan sig. Bjarni á enga hefðbundna daga og elskar hreyfingu, hollan og góðan mat og hugleiðslu. Bjarni Snæbjörnsson er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum.

Lífið

Hataðasti maðurinn á netinu: „Ég skulda engum neitt“

Netflix gaf nýlega út heimildarþættina „Most Hated Man on the Internet“ eða „Hataðasti Maðurinn á Veraldarvefnum“ þar sem farið er yfir sögu Hunter Moore sem varð frægur á sínum tíma fyrir að stofna vefsíðuna IsAnyoneUp.com sem birti hefndarklám en nú hefur hann tjáð sig um málið.

Lífið

„Þetta hefur verið eitthvað flipp“

Myndband af lögreglumönnum á rafskútum hefur fengið mikla dreifingu á netinu í dag. Margir hefðu kannski haldið að um nýjan fararskjóta lögreglunnar sé að ræða en svo virðist ekki vera. 

Lífið

Steypir saman danstónlist við dramatískar sögur af fangelsisvist

Tónlistarkonan Ingibjörg Friðriksdóttir, jafnan þekkt sem Inki, var að senda frá sér plötuna Brotabrot en platan byggir á viðtölum við fyrrum fanga kvennafangelsisins. Með plötunni steypir Inki frumsamdri tónlist, umhverfishljóðum fangelsisins og viðtölum við fyrrum fanga í dansvænt, hiphop-skotið tónverk sem spyr ágengra spurninga um tengsl fangavistar og afþreyingar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá þessu óhefðbundna verkefni.

Tónlist

Síðasta ferð sumarsins

Um helgina fer Bylgjulestin í sína síðustu ferð þetta sumarið og verður í Þorlákshöfn á hátíðinni Hamingjan við hafið laugardaginn 6.ágúst. Frá því í júní hefur Bylgjulestin komið við í öllum landshlutum Íslands með gleði og tónlist fyrir landsmenn.

Lífið

Ástin í öllum sínum formum

Parið Unnur Guðrún Þórarinsdóttir og Sigríður Hermannsdóttir sameina krafta sína í þágu hinsegin samfélagsins með sölu á listaverkum. Salan rennur til Samtakanna '78 og Hinseginleikans, sem bæði vinna mikilvægt og kraftmikið starf. Blaðamaður tók púlsinn á þeim Unni og Sigríði.

Menning

„Draumur sem ég gerði að plani“

Tónlistarmaðurinn Doctor Victor er þúsundþjalasmiður, hann starfar sem læknir á daginn og fer svo og þeytir skífum og vinnur að tónlist utan þess. Hann segist hafa fengið „aha“ augnablik á fyrsta dj gigginu sínu í Slóvakíu, þar sem hann var í læknisnámi og í framhaldinu ákveðið að elta báða draumana.

Lífið

Fær loksins lík eiginmannsins afhent

Drífa Björk Linn­et Kristjáns­dótt­ir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafn­kels­son­ar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. fe­brú­ar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá.

Lífið

Kvenkyns rokkarar slá til ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta

Hljómsveitirnar Mammút og Kælan Mikla tilkynntu á dögunum tónleika sem haldnir verða í Gamla Bíói 16. september næstkomandi. Er þetta í fyrsta sinn sem böndin taka höndum saman þar sem þau munu spila það helsta af sínum ferlum í kraftmikilli, þungri og ærandi veislu fyrir augu og eyru gesta. Blaðamaður tók púlsinn á Ásu Dýradóttur í Mammút.

Tónlist

Breimandi fjör í GameTíví í kvöld

Haldið gæludýrunum frá skjánum í kvöld, því Daníel Rósinkrans ætlar að spila kattarleikinn Stray í streymi GameTíví. Markmið Rósaer að reyna að klára leikinn krúttlega á innan við tveimur tímum.

Leikjavísir

Stuðlabandið springur út í Brasilíu

Hljómsveitin Stuðlabandið vakti athygli á Kótelettunni nú í júlí þegar þeir tóku hið sígilda barnalag Í larí lei og allt ætlaði um koll að keyra en atriðið var tekið upp á myndband sem birtist á vefsíðunni Youtube. Lagið er upphaflega gefið út af brasilísku tónlistarkonunni XUXA og heitir Ylarie en í kjölfar óvæntrar atburðarrásar birti hún myndbandið af Stuðlabandinu á Instagram síðu sinni. Blaðamaður heyrði í Fannari Frey meðlim Stuðlabandsins.

Tónlist

„Góð gen og fullt af peningum“

Leikkonan Jane Fonda segist ekki vera stolt af því að hafa farið í andlitslyftingu en segir peninga og góð gen ástæðu þess að hún sé talin eldast vel í viðtali við Vogue. Hún vill hvetja alla til þess að lifa lífinu sama hversu gamlir þeir eru. Sjálf er hún tæplega áttatíu og fimm ára og í fullu fjöri.

Lífið

„Fá­vita­varpið“ endur­vakið í Mera­dölum

Íslenskur Facebook-hópur sem gekk út á að birta myndir af fólki sem tróð sér inn í beinar vefútsendingar frá eldgosinu í Fagradalsfjalli á síðasta ári hefur verið endurvakinn, nú þegar gos er hafið á Reykjanesskaga að nýju, nánar til tekið í Meradölum.

Lífið

„Það er mikilvægt að halda honum gangandi“

Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir ætla að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoninu í ár í nafni Þórhöllu Arnardóttur og Örvars Arnarsonar. Hún féll nýlega frá eftir baráttu við brjóstakrabbamein en sjálf ætlaði hún að taka þátt til að styrktar Minningarsjóðs Örvars, litla bróður síns sem lést í fallhlífarstökkslysi þegar hann reyndi að bjarga nemanda sínum.

Lífið

„Hér munu hlutir fæðast“

Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar svokallað pop-up stúdíó og gallerí að Bankastræti 12. Hún fagnaði þrítugs afmæli sínu í síðustu viku og í tilefni af því mun hún halda sameiginlegt afmælisteiti og opnun á galleríinu í dag frá klukkan 17:00-20:00. Blaðamaður tók púlsinn á Júlíönnu og fékk að heyra nánar frá.

Menning

Eiga von á regnbogabarni

Hjónin Chrissy Teigen og John Legend eiga von á regnbogabarni sem hún tilkynnti um í færslu á Instagram. Chrissy segist vera stressuð á meðgöngunni en tæp tvö ár eru liðin síðan þau misstu son sinn Jack á miðri meðgöngu.

Lífið

Under the Banner of Heaven: Harmleikur í mormónabyggðum

Ung móðir (Brenda) og 18 mánaða barn hennar finnast hrottalega myrt í bænum Rockwell í mormónabyggðum Utah. Eiginmaður hennar er strax grunaður um ódæðið en ekki líður að löngu uns lögreglumennirnir Jeb Pyre (Andrew Garfield) og Bill Taba (Gil Birmingham) átta sig á að málið er langt frá því að vera jafn einfalt og það virtist í upphafi.

Gagnrýni

Grín og al­vara í bland vegna eld­gossins

Eldgos er hafið á ný og viðbrögð á samfélagsmiðlum í takt við það. Netverjar deila ýmist skoðunum á gosinu sjálfu eða afleiðingum þess á meðan Domino's býður upp á frítt gos í tilefni dagsins. 

Lífið

Ólga vegna nýrrar tón­listar Beyoncé

Beyoncé gaf út plötuna „Renaissance“ nú á dögunum en ekki hafa allir verið sáttir við lög plötunnar. Beyonce hefur neyðst til þess að breyta tveimur lögum á nýju plötunni og hefur Monica Lewinsky nú blandað sér í málið.

Lífið

Hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands

Framleiðendur Idolsins eru að fara í hringferð um landið í leit að næstu stórstjörnu Íslands. Prufurnar verða haldnar á Ísafirði, Akureyri, Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína.

Lífið

Sigrún Lilja og Reynir eiga von á lítilli gyðju

Sigrún Lilja Guðjóns­dótt­ir og unnusti henn­ar Reyn­ir Daði Hall­gríms­son eiga von á sínu fyrsta barni saman. Sigrún er oft kennd við hönn­un­ar­merkið Gyðja Col­lecti­on en einnig rekur hún líkamsmeðferðar­stof­una The Hou­se of Beauty.

Lífið