Lífið

Eurovision-hópurinn af­klæðist milli at­riða

Bakraddasöngvarar Heru Bjarkar klæðast glæsilegum svörtum klæðnaði með gylltu kögri í stíl við gylltan samfesting Heru á sviðinu í kvöld. Þrátt fyrir glæsileikann þykir fatnaðurinn með eindæmum óþægilegur og er hópurinn fljótur að henda sér í kósýgallann á milli rennsla. 

Lífið

Glösin á loft fyrir nýjum burstahreinsi

Skvísur landsins komu saman í Reykjavík Makeup School síðastliðinn föstudag með glæsilegu útgáfuteiti. Meðal gesta voru Manuela Ósk, Pattra, Patrekur Jaime, Dj. Sóley og margir fleiri.

Lífið

Lauf­ey skein skært á Met Gala

Tónlistarkonan, súperstjarnan og Grammy verðlaunahafinn Laufey fékk boð á eftirsóttasta tískuviðburð í heimi, Met Gala í New York. Hún skein skært í gærkvöldi í bleikum síðkjól frá tískuhúsinu Pra­bal Gur­ung.  

Tíska og hönnun

Hataði á sér brjóstin og vildi skera þau af

„Áttatíu prósent kvenna er í vitlausri brjóstahaldarastærð og ég var þar með talin mjög lengi,“ segir Aníta Rún Guðnýjardóttir. Aníta hefur sjálf gengið í gegnum heljarinnar lífstílsbreytingu á líkama og sál og selur nú undirfatnað, aðhaldsfatnað og aðgerðarfatnað fyrir konur í öllum stærðum og gerðum.

Lífið

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala

Fyrsti mánudagur maí mánaðar er runninn upp en hann reynist tískuunnendum mikið tilhlökkunarefni. Ástæðan er sú að tískuviðburður ársins, Met Gala, fer fram í kvöld á Metropolitan safninu í New York borg. Stærstu stjörnur heimsins koma saman í glæsilegum klæðnaði hátískuhönnuða þar sem menning, tíska og upplifun rennur saman í eitt. 

Tíska og hönnun

Veiða dýr og menn hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að klæða sig í veiðifötin í kvöld. Fyrst ætla þeir að veiða dýr í leiknum Oh Deer en síðan ætla þeir að veiða menn í leiknum Warzone.

Leikjavísir

Stærstu stjörnur rappsins bera hvor annan þungum sökum

Mikil ólga er nú í rappheimum vestanhafs. Tveir af frægustu röppurum heims, og í raun talsvert fleiri rapparar, elda grátt silfur sín á milli um þessar mundir. Hinn kanadíski Drake og hinn bandaríski Kendrick Lamar bera hvor annan þungum sökum sem varða meðal annars heimilisofbeldi og barnagirnd.

Lífið

Fleiri svart­sýnir á gott gengi Heru

Fleiri eru svartsýnir á gott gengi Íslands í Eurovision söngvakeppninni í ár heldur en bjartsýnir. Leita þarf aftur til ársins 2018 þegar Ari Ólafs keppti fyrir Íslands hönd til þess að finna álíka fjölda þeirra sem telja að Ísland muni hafna í einu af neðstu sætunum.

Lífið

Sumarlegir réttir að hætti Jönu

Heilsukokkurinn Kristjana Steingrímsdóttir, eða Jana, deildi sumarlegum og einföldum uppskriftum með fylgjendum á Instagram. Réttirnir eru bragðgóðir og henta vel sem meðlæti eða sem léttur aðalréttur.

Lífið

Búa til barna­efni á ís­lensku á Youtu­be

Kristín Erla Tryggvadóttir, frú Kristín, og tónlistarkonan Auður Linda, ALINA, eru konurnar á bak við Youtube-rásina Frú Kristín, þar sem þær búa til barnaefni á íslensku. Rásin er hugsuð fyrir yngsta aldurshópinn, 0-3 ára. Kristín og Auður voru til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið

„Elska hraðann, pressuna og stressið“

„Eftirminnilegasta sýningin er án efa Vivienne Westwood, það var frábær lífsreynsla,“ segir förðunarfræðingurinn Dýrleif Sveinsdóttir. Hún byrjaði í förðunarbransanum árið 2010 og hefur síðan þá tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum á borð við hátískusýningar. Blaðamaður ræddi við hana um bransann.

Tíska og hönnun

Er hægt að skjóta í gegnum byssu­kúlu?

Þeir Gavin og Dan í „Slow Mo Guys“ fengu nýverið þá flugu í höfuðið að kanna hvort mögulegt væri að skjóta byssukúlu í gegnum aðra stærri byssukúlu. Þetta sáu þeir gerast í kvikmyndinni The Suicide Squad og vildu, eðlilega, sannreyna hvort það er hægt í alvörunni og fanga það á háhraðamyndavélar þeirra.

Lífið

Neyslan var orðinn al­gjör þræl­dómur

Einar Ágúst Víðisson segist þurfa að hjálpa öðrum, lifa í trú, vera heiðarlegur og lifa í naumhyggju til þess að vera í góðu standi. Einar Ágúst sem er nýjasti gesturinn ípodcasti Sölva Tryggvasonar, segist hafa upplifað vanlíðan frá barnæsku sem hann hafi á löngum köflum flúið með mikilli neyslu.

Lífið