Viðskipti

Íslenska Tweedið stenst allan samanburð

„Kormákur & Skjöldur hefur í 26 ár snúist um mikið og djúpt úrval í herravörum og viljum við helst eiga allt sem spurt er um,“ segir Gunni Hilmarsson, aðalhönnuður Herrafataverzlunar Kormáks & Skjaldar.

Samstarf

Segir útboðið á Íslandsbanka eitt það farsælasta í sögunni

Stjórnarformaður Bankasýslunnar segir að umdeilt útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka, þar sem aðeins fagfjárfestar fengu að taka þátt, hafi raunar jafnvel verið betur heppnað en fyrra útboðið, sem var alveg opið. Hann segir ekki laust við að stjórnmálamönnum hafi þótt ágætt að benda á einhvern annan en sjálfan sig eftir að salan komst í hámæli.

Viðskipti innlent

Nýja flaggskipið höfðar vel til karlmanna

Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur gefið út nýjan alþjóðlegan tölvuleik sem gerist í geimnum. Solid Clouds var skráð í íslensku kauphöllina í júní í fyrra og heldur nú úti tveimur tölvuleikjum en þessi nýjasti á að vera flaggskipið.

Viðskipti innlent

Úrelt fyrirkomulag á bílasölu sem bjóði hættunni heim

Hægt er að selja ökutæki með áhvílandi veði án þess að láta kaupanda vita af gjöldunum. Samskiptastjóri Samgöngustofu segir ábyrgðina liggja hjá kaupanda að kanna áhvílandi gjöld. Framkvæmdastjóri FÍB segir fyrirkomulagið vera úrelt og að þarna sé verið að bjóða hættunni heim.

Neytendur

Stjörnu­torgs­skiltið fer á nýtt Stjörnu­torg

Fyrirtækið Tæknivörur hefur fest kaup á skilti sem var staðsett á Stjörnutorgi í Kringlunni. Fyrirtækið borgar 200 þúsund krónur fyrir skiltið en öll fjárhæðin rennur til góðgerðarmála. Tæknivörur munu síðan afhenda íþróttafélaginu Stjörnunni skiltið. 

Viðskipti innlent

Kúmen er kryddið í Kringlunni

Það var glatt á hjalla á KÚMEN í gær þegar Kringlan bauð öllum þeim sem unnið hafa að hönnun, framkvæmdum og kynningu á þessu nýja svæði Kringlunnar, til veislu. KÚMEN er miklu meira en mathöll því 3ja hæðin verður, þegar verki verður formlega lokið á næsta ári, glæsilegt svæði fyrir upplifun, afþreyingu og veitingar.

Samstarf

Raf­mynta­grafarar í kröppum dansi

Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum.

Viðskipti erlent

Betri alla daga með Unbroken - Minni þreyta

Unbroken er náttúruleg hágæða vara sem slegið hefur í gegn fyrir einstaka virkni á þreytta vöðva. Thorberg Einarsson, sjómaður frá Vopnafirði hefur tekið Unbroken að staðaldri í tvö ár. Hann fann strax mikinn mun á sér, þreytuverkir, harðsperrur og sinadráttur minnkuðu mikið og hurfu að mestu leyti.

Samstarf

Hversu vel eiga þessi atriði við um yfirmanninn þinn?

Það er talað um að tilfinningagreind sé eitt af því sem mun gera starfsfólk eftirsóttara til framtíðar, enda ekki nema von því í allri þeirri tæknibyltingu sem nú er, vitum við þó að eitt mun tæknin seint ráða við: Að skilja hvernig tilfinningaflóran okkar er eða líðan.

Atvinnulíf

Arion banki telur fullreynt að reka kísilver í Helguvík

Arion banki og PCC hafa slitið formlegum viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Samhliða hefur Arion banki sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins. Því er allt útlit fyrir að kísilverksmiðjan í Helguvík verði ekki gangsett á ný og að hún verði flutt eða henni fært nýtt hlutverk.

Viðskipti innlent

Zuckerberg líka ósáttur við Apple

Mark Zuckerberg, forstjóri META (áður Facebook), segir Apple hafa of mikil völd á sviði smáforrita í síma og snjalltæki. Tók hann þar undir ummæli auðjöfursins Elon Musk, sem lýsti því yfir fyrr í vikunni að hann ætlaði í stríð við Apple, áður en hann dró svo í land með það.

Viðskipti erlent