Forstjórarnir enn í felum 5. nóvember 2004 00:01 Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Forstjórar olíufélaganna eru í felum. Þeir neita enn að ræða við fjölmiðla um skýrslu Samkeppnisstofnunar um verðsamráð félaganna. Hver einasti fjölmiðill á landsvísu er án efa á höttunum eftir viðtali við þá Geir Magnússon, Kristin Björnsson, og Einar Benediktsson. Einar Benediktsson í Olís er sá eini af þeim sem enn starfar hjá olíufyrirtæki. Hann fékk skilaboð í dag um að fréttastofan vildi ná af honum tali en sinnti þeim ekki. Heimili hans á Seltjarnanesi er ríkulegt enda var Einar með 1,7 milljón á mánuði ári eftir húsleit samkeppnisstofnunnar árið 2001. Heima hjá Geir Magnússyni í Skerjafirði, sem var forstjóri Essó, var allt með kyrrum kjörum. Þetta er glæsileg villa. Geir Magnússon var með 2,2 milljónir á ári þegar rannsókn hófst á samráði félaganna. Hann sagði í samtali við fréttastofu í dag: „Það verður sífellt erfiðara og erfiðara að þegja undir umræðunni,“ en hann vildi ekki koma fram fyrir sjónvarpsvélar. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, býr í glæsihúsi á Fjólugötu. Hann sagðist enn vera að kynna sér skýrsluna og að hann myndi tjá sig þegar hann hefði náð vopnum sínum. Síðasta heila árið sem hann starfaði hjá Skeljungi var hann með sömu laun og Geir eða 2,2 milljónir. En málið hefur líka pólitískar afleiðingar. Þær raddir eru farnar að heyrast innan Sjálfstæðisflokksins að það gangi ekki að Sólveig Pétursdóttir, eiginkona Kristins og dómsmálaráðherra á meðan samráðið stóð yfir, taki við embætti forseta Alþingis eins og ráðgert er. Andrés Magnússon, Sjálfstæðismaður í innsta hring, skrifar þannig á heimasíðu sinni að hann geti ekki trúað að Sólveig og Kristinn hafi aldrei misst eitt orð um viðskiptahætti olíufélaganna yfir koddann eða kornflögudiskinn. Forseti Alþingis sé æðsta ókjörna embætti þjóðarinnar og einn af handhöfum forsetavalds. Slíkan skugga megi ekki undir nokkrum kringumstæðum bera á embættið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira