Ósáttir við að undankeppnina vanti 20. desember 2004 00:01 Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því." Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Eurovisionfari án undankeppni rýrir atvinnuvettvang tónlistarmanna, segir Björn Th. Árnason, formaður Félags íslenskra hljómlistarmanna. Stöðugt hafi dregið saman hjá tónlistardeild Ríkisútvarpsins á síðustu árum. "Það verður að segjast eins og er að við erum ekki hressir með þennan samdrátt sem hefur átt sér stað hjá Ríkisútvarpinu hvað tónlist varðar," segir Björn. Tónlist hafi ekki notið sama velvilja hjá forsvarmönnum Sjónvarpsins og hún geri meðal borgaranna. Bjarni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sjónvarpsins, kannast ekki við að umfjöllun um tónlist eða tónlistarflutningur sé minni en verið hafi. Hann vill ítreka að hann sé sammála Birni um að æskilegt væri að vera með meira tónlistarefni. Það gildi raunar um fleiri listgreinar: "Það fé sem er til umrráða ár hvert er þó takmarkað og því er leitast við að forgangsraða með mismunandi hætti frá ári til árs. Þannig er leikið efni til dæmis sett í forgang 2005. Hafinn er undirbúningur að gerð þáttaraðar með klassískum einleikurum þar sem sérstök áhersla verður lögð á tónlistarflutning." Bjarni segir það eiga jafnt við innan raða Sjónvarpsins sem fagaðila að helst hafi menn viljað sjá undankeppni en af því geti ekki orðið næsta ár. Einar Bárðarson, fyrrum Eurovisionfari, framkvæmdastjóri Concert og Íslensku tónlistarverðlaunanna, segir Ríkissjónvarpið engum skyldum hafa að gegna við íslenskt tónlistarfólk. Undankeppnir séu krydd í tónlistarlífiið, en tónlistarmarkaðurinn sé stór, gefnar séu út 128 plötur á ári á Íslandi: "Flestar þeirra eru ekki gefnar út í hagnaði og þeir sem taka þátt í Eurovision koma nú sjaldnast út í hagnaði." Einar segir undankeppni dýra. Fengist fyrirtæki til að greiða kostnað hennar væri líklegt að það tæki fjármagn sem annars færi í aðra menningarviðburði: "Ég er ekki viss um að menn yrðu hrifnir af því."
Eurovision Fréttir Innlent Lífið Menning Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira