Meira en tíu þúsund látnir 26. desember 2004 00:01 Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi látið lífið af völdum flóðbylgja sem gengu yfir sex Asíuríki við Indlandshaf í gær í kjölfar öflugasta jarðskjálfta síðustu 40 ára. Talið er að hamfarirnar hafi sett líf meira en milljón manna úr skorðum. Skjálftinn átti upptök sín skammt vestur af eyjunni Súmötru í Indónesíu. Á þeim slóðum mætast jarðflekar þar sem svonefndur Indó-Ástralíufleki gengur undir Evrasíuflekann með tilheyrandi umbrotum. Skjálftinn var 8,9 stig á Richter-kvarða og námu jarðskjálftamælar hann um allan heim, meðal annars hér á landi. Við jarðskjálftann lyftist sjávarbotninn þannig að gífurlegar flóðbylgjur mynduðust og fóru um sex metra háar á ógnarhraða yfir Indlandshaf. Þær brotnuðu svo á strandlengjum landanna beggja vegna Bengalflóa. Í Indónesíu, Sri Lanka og á Indlandi skoluðust heilu þorpin á braut, sóldýrkendur bárust á haf út og snorkkafarar lömdust yfir kóralrif í túristalendum Taílands. Á Maldíveyjum, eyjaklasa suður af Indlandi sem er um 2.500 kílómetra frá upptökum skjálftans, varð mikið tjón en eyjarnar rísa hvergi hærra en 1,8 metra yfir sjávarmál. Neyðarvakt var komið á í utanríkisráðuneytinu í gær vegna íslensks ferðafólks sem er á ferð í Asíu og setti fjöldi ættingja sig í samband við ráðuneytið til þess að spyrjast fyrir um afdrif Íslendinga sem staddir eru á hamfarasvæðunum. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi skaðast í flóðunum, en í gærkvöld hafði þó ekki náðst í nokkurn hóp fólks ennþá. Á lista ráðuneytisins yfir Íslendinga á þessum slóðum voru um 65 manns. Símasamband við hamfarasvæðin var stopult, en í utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að reynt yrði að aðstoða fólk eftir megni í gegnum ræðismenn á viðkomandi stöðum eða norrænu utanríkisþjónustuna. Fregnir bárust þó af því að stöku ferðamenn hafi verið hætt komnir og mörgum var mjög brugðið. Talsvert er af erlendum ferðamönnum á skjálftasvæðunum og er fjölmargra saknað. Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira
Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi látið lífið af völdum flóðbylgja sem gengu yfir sex Asíuríki við Indlandshaf í gær í kjölfar öflugasta jarðskjálfta síðustu 40 ára. Talið er að hamfarirnar hafi sett líf meira en milljón manna úr skorðum. Skjálftinn átti upptök sín skammt vestur af eyjunni Súmötru í Indónesíu. Á þeim slóðum mætast jarðflekar þar sem svonefndur Indó-Ástralíufleki gengur undir Evrasíuflekann með tilheyrandi umbrotum. Skjálftinn var 8,9 stig á Richter-kvarða og námu jarðskjálftamælar hann um allan heim, meðal annars hér á landi. Við jarðskjálftann lyftist sjávarbotninn þannig að gífurlegar flóðbylgjur mynduðust og fóru um sex metra háar á ógnarhraða yfir Indlandshaf. Þær brotnuðu svo á strandlengjum landanna beggja vegna Bengalflóa. Í Indónesíu, Sri Lanka og á Indlandi skoluðust heilu þorpin á braut, sóldýrkendur bárust á haf út og snorkkafarar lömdust yfir kóralrif í túristalendum Taílands. Á Maldíveyjum, eyjaklasa suður af Indlandi sem er um 2.500 kílómetra frá upptökum skjálftans, varð mikið tjón en eyjarnar rísa hvergi hærra en 1,8 metra yfir sjávarmál. Neyðarvakt var komið á í utanríkisráðuneytinu í gær vegna íslensks ferðafólks sem er á ferð í Asíu og setti fjöldi ættingja sig í samband við ráðuneytið til þess að spyrjast fyrir um afdrif Íslendinga sem staddir eru á hamfarasvæðunum. Ekki er vitað til þess að Íslendingar hafi skaðast í flóðunum, en í gærkvöld hafði þó ekki náðst í nokkurn hóp fólks ennþá. Á lista ráðuneytisins yfir Íslendinga á þessum slóðum voru um 65 manns. Símasamband við hamfarasvæðin var stopult, en í utanríkisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að reynt yrði að aðstoða fólk eftir megni í gegnum ræðismenn á viðkomandi stöðum eða norrænu utanríkisþjónustuna. Fregnir bárust þó af því að stöku ferðamenn hafi verið hætt komnir og mörgum var mjög brugðið. Talsvert er af erlendum ferðamönnum á skjálftasvæðunum og er fjölmargra saknað.
Asía - hamfarir Erlent Fréttir Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Sjá meira