Innlent

Sameiginleg forsjá leysir oft ágreining

Garðar Baldvinsson. Félag ábyrgra feðra hefur viljað að við sambúðarslit verði börn sjálfkrafa undir sameiginlegu forræði foreldra sinna, nema óskað sé eftir öðru.
Garðar Baldvinsson. Félag ábyrgra feðra hefur viljað að við sambúðarslit verði börn sjálfkrafa undir sameiginlegu forræði foreldra sinna, nema óskað sé eftir öðru.

"Í sambúð er gert ráð fyrir að báðir foreldrar taki ábyrgð á börnunum. Ýmsar rannsóknir benda til þess að sameiginlegt forræði leysi úr ágreiningi foreldra í mörgum tilvikum. Þegar svo er ekki, þá er ágreiningurinn oftar en ekki jafn harður," segir Garðar Baldvinsson, fyrrum formaður Félags ábyrgra feðra, sem segist hafa árlega fengið yfir 400 forræðis- og umgengnismál inn á borð til sín.

Einungis 2,5 prósent barna fara í forsjá feðra við sambúðarslit. Rúmlega helmingur barna fer í forsjá beggja foreldra við sambúðarslit og hjónaskilnað. Forsjárnefnd, sem skipuð var fyrir átta árum, skilaði af sér skýrslu í vor, þar sem hún lagði meðal annars til að meðlög og barna­bætur foreldra með forsjá væru fryst á meðan umgengni foreldris við barn væri torvelduð, og tekur Garðar undir það. Jafnframt vilji félagið að þessi mál fari fyrir sérstakan dómstól eða stofnun, sem eingöngu sæi um forsjár- og umgengnismál, og tæki ekki lengri tíma en þrjá mánuði til þess að kveða upp úrskurð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×