Chicago 1 - Washington 0 25. apríl 2005 00:01 Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum). NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Körfuboltinn í Chicago er orðinn spennandi aftur, eftir að hafa verið í mikilli lægð í sjö ár. Ungt og frískt lið Chicago Bulls minnti hressilega á sig í gær með glæsilegum 103-94 sigri á Washington Wizards á sunnudagskvöld í frábærum körfuboltaleik. Það voru nýliðar liðsins, Ben Gordon og Andres Nocioni sem skópu sigurinn með frábærum leik sínum og baráttu, en lið Chicago er að leika gríðarlega skemmtilegan körfubolta, þar sem liðsheildin og góður varnarleikur er á oddinum. Ben Gordon, sem bæði þykir koma til greina sem nýliði ársins og besti sjötti maður ársins í deildinni, fór á kostum í leiknum og skoraði 30 stig, mestmegnis í tveimur kippum í sitthvorum hálfleiknum. Þá var Andres Nocioni ekki síður frábær í liði Chicago, en hann skoraði 25 stig og hirti 18 fráköst. Chicago hafði frumkvæðið lengst af í leiknum og þrátt fyrir stórleik Larry Hughes hjá Wizards í fyrri hálfleik, náði liðið ekki að halda í við frábært lið Chicago, sem vinnur hug og hjörtu aðdáenda sinna með baráttu og skemmtilegri spilamennsku. "Þetta var frábær leikur, en þetta var líka bara einn leikur. Við erum í úrslitakeppninni og nú þurfum við að gleyma þessum leik og einbeita okkur að þeim næsta," sagði Nocioni eftir leikinn. "Þessi sigur var góður fyrir félagið, eftir mörg mögur ár er gott fyrir fólkið að fá liðið sitt í úrslitakeppnina á ný," sagði Ben Gordon, sem gárungarnir í Chicago eru farnir að kalla Ben "Jordan", í höfuðið á hetju sinni til margra ára. "Við getum ekki unnið marga leiki þar sem ég og Antawn Jamison hittum úr einhverjum 7 skotum af 40," sagði Gilbert Arenas, sem náði sér aldrei á strik í leiknum og hitti afleitlega. Atkvæðamestir í liði Chicago:Ben Gordon 30 stig, Andres Nocioni 28 stig (18 fráköst), Kirk Hinrich stig, Othella Harrington 10 stig, Antonio Davis 9 stig, Chris Duhon 7 stig (10 fráköst, 6 stoðsendingar).Atkvæðamestir í liði Washington:Larry Hughes 31 stig, Antawn Jamison 14 stig (7 fráköst), Kwame Brown 13 stig (9 fráköst), Juan Dixon 11 stig, Gilbert Arenas 9 stig (8 fráköst, 8 stoðsendingar, hitti úr 3 af 19 skotum sínum í leiknum).
NBA Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Í beinni: Njarðvík - Keflavík | Grannaslagur af bestu gerð Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Stórleikur á Villa Park City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira