Sport

Jón Arnór Evrópumeistari

Jón Arnór Stefánsson varð í gær fyrstur íslenskra körfuknattleiksmanna til að verða evrópumeistari þegar hann ásamt félögum sínum í rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg unnu úkraínska liðið BC Kyiv í úrsltaleik Evrópudeildar FIBA, 85-74. Jón Arnór lék í 29 mínútur í leiknum og skoraði 9 stig þar af komu sjö þeirra í fyrri hálfleik. Jón Arnór og liðsmenn Dynamo töpuðu ekki leik í allri keppninni en sigurinn í Istanbul í gær var númer tuttugu á tímabilinu.Leikmenn Dynamo byrjuðu leikinn ekki vel og voru tíu stigum undir eftir fyrsta leikhluta, 18-28, en tóku sig heldur betur á, unnu annan leikhlutann 23-5 og náðu átta stiga forskoti, 41-33, fyrir hlé. Dynamo hélt síðan velli í seinni hálfleik, leikmenn Kiev náðu að minnka muninn í sjö stig en nær komust þeir ekki og Dynamo vann að lokum með 11 stiga mun.Jón Arnór hefur oft leikið betur í sókninni í vetur en í gær en hann var þó margoft að taka af skarið og þrátt fyrir að aðeins 3 af 12 skotum hans hafi farið rétta leið þá voru félagar hans í liðinu hvað eftir annað að fylgja þeim eftir og skora ódýrar körfur eftir sóknafráköst.  Jón Arnór lék alls í 29 mínútur í leiknum.Jón Arnóri hefur átt frábært tímabil með Dynamo St. Petersburg þótt að hann hafi ekki verið mikið í sviðsljósinu í leiknum í gær. Bandaríkjamaðurinn Kelly McCarthy var bestur í liði Dynamo en hann skoraði 24 stig og tók 7 fráköst. Ed Cota sýndi líka styrk sinn í lokin og skoraði fimm af 15 stigum sínum á lokamínútum leiksins, en þessi snjalli leikstjórnandi tók einnig 8 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 5 boltum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×