Haukakonur meistarar í 7. sinn 28. apríl 2005 00:01 Haukakonur eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í sjöunda sinn frá upphafi eftir 26-23 sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu titilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum. ÍBV byrjaði betur en í stöðunni 7-10 fyrir ÍBV gerbreyttu Haukakonur leiknum á nokkurra mínútna kafla, skoruðu 7 mörk gegn einu á sjö mínútum og náðu þriggja marka forskoti fyrir hálfleik, 15-12. ÍBV náði aldrei jafna leikinn í seinni hálfleik og Haukakonur höfðu frumkvæðið úr leikinn, náðu mest fimm marka forustu en unnu síðan með þremur mörkum eftir að hafa skorað tvö síðustu mörk leiksins. Það var við hæfi að Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði síðasta markið úr hraðaupphlaupi en hún hefur verið afar drjúg með Haukum í ár og skorað mörg mörkin flest þeirra úr frábærum hraðaupphlaupum. "Haukaliðið er að mörgu leiti búið að spila best allra liða í vetur. Þær eru rosalega skipulagðar, spila skynsamlega, eru með góða vörn og frábæra markvörslu. Þær unnu þetta á skynsemi og meira hungri. Þær eiga hrós skilið fyrir góða rimmu og frábæra úrslitakeppni. Það er erfitt að eiga við þær, það verður bara að viðurkennast," sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. "Okkar lið hefur ekki verið að leika nógu vel í vetur, við höfum náð að spila eins og við getum í kannski 4-5 leikjum af þrjátíu í vetur og ég tek á mig stærsta hluta ábyrgðarinnar á því. Við höfum engum af okkar markmiðum náð og það eru nokkrir leikmenn sem geta nagað sig dálítið í handabökin eftir þennan vetur. Ég er hinsvegar stoltur af mínu félagi, klúbbnum og stjórninni, en það er búið að vera erfitt að búa til stemmingu og móta lið og það kom niður á okkur í einvígi eins og þessu. Haukarnir eru alltaf á undan út af hungri og stemmingu, því miður," sagði Alfreð en Eyjakonur þurftu nú að sjá á eftir Íslandsbikarnum upp á land eftir tveggja ára dvöl út í Vestmannaeyjum. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, var hæstánægður með sigurinn í gær. "ÍBV er með frábært lið, það sáu það allir í dag og í þessari úrslitakeppni. Þær eru líka með ótrúlegan markvörð, sem við vissum að væri múr sem við þyrftum að kljúfa. Það gekk erfiðlega framan af í dag en svo höfðum við það af og að vera með 7-0 vinningshlutfall í úrslitakeppninni segir alla söguna um styrk okkar liðs. Það vó þyngst í einvíginu að vinna í Eyjum og svo náðum við að klára þetta hérna heima í dag. Lykillinn að þessum síðasta sigri er vörnin og hraðaupphlaupin hjá okkur," sagði Guðmundur sem varð fyrsti þjálfarinn í sögu úrslitakeppni karla og kvenna til þess að stýra báðum kynjum til Íslandsmeistaratitils en undir hans stjórn varð karlalið Hauka Íslandsmeistarar vorið 2000. Hanna Guðrún Stefánsdóttir sagði það æðislega tilfinningu að vera búin að landa titlinum. "Við vorum staðráðnar í að vinna í Vestmannaeyjum og þegar það tókst vissum við að við værum komnar langt með þetta, því við erum taplausar á heimavelli. Það er allt hægt ef hjartað er til staðar og við höfum það á réttum stað. Við höfðum viljann til að vinna þetta og erum með frábæra liðsheild, sem er lykillin að góðu gengi liðsins," sagði Hanna, sem skoraði 9 mörk í leiknum þar af fjögur mörk í röð innan við tveimur mínútum í lok fyrri hálfleiks þegar Haukar lögðu grunninn að sigri sínum. Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn með Haukum í kvöld og hún sagði liðsheildina lykilinn að sigri Hauka í einvíginu. "ÍBV er með marga frábæra einstaklinga í liðinu, en við erum með góða liðsheild, sem ég held að hafi skapað þennan sigur. Vörnin hjá okkur hikstaði dálítið framan af í dag, en þegar hún small saman var þetta aldrei spurning. Við vorum kannski dálítið hræddar að koma inn í þennan leik, vitandi það að við mættum í raun tapa tveimur leikjum, en við sýndum það bara og sönnuðum að við erum með besta liðið í dag, fyrst við vinnum 3-0," sagði Harpa sem átti mjög góðan dag, skoraði 5 mörk og átti að auki sjö laglegar stoðsendingar á félaga sína. Tölfræðin úr leiknum:Haukar-ÍBV 26-23 (15-12)Mörk Hauka: (Skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9 (13/1), Ramune Pekarskyte 6 (10/1), Harpa Melsted 5 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 4 (9/2), Inga Fríða Tryggvadóttir 1 (1), Anna Guðrún Halldórsdóttir 1 (2), Erna Þráinsdóttir 0 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (2), Martha Hermannsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 0 (af 7, 0%), Kristina Matuzeviciute 17/3 (af 33/5, 51%). Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Hanna 6, Harpa 2) Vítanýting: Skoruðu úr 0 af 4. Fiskuð víti: Inga Fríða 2, Erna, Anna Guðrún. Brottvísanir: 6 mínútur. Mörk ÍBV: (Skot): Alla Gokorian 9/2 (18/4), Anastasia Patsion 5 (11), Guðbjörg Guðmannsdóttir 3 (4), Tatjana Zukovska 3 (6), Eva Björk Hlöðversdóttir 2 (4/1), Darinka Stefanovic 1 (2), Ana Ma Fernandes-Perez 0 (1). Varin skot: Florentina Grecu 23/2 (af 49/2, 47%). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Alla 4) Vítanýting: Skoruðu úr 2 af 5. Fiskuð víti: Eva Björk 3, Stefanovic, Patsion. Brottvísanir: 6 mínútur. Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira
Haukakonur eru Íslandsmeistarar í handbolta kvenna í sjöunda sinn frá upphafi eftir 26-23 sigur á ÍBV í þriðja úrslitaleik liðanna. Haukar unnu alla sjö leiki sína í úrslitakeppninni í ár og unnu titilinn í þriðja sinn á síðustu fimm árum. ÍBV byrjaði betur en í stöðunni 7-10 fyrir ÍBV gerbreyttu Haukakonur leiknum á nokkurra mínútna kafla, skoruðu 7 mörk gegn einu á sjö mínútum og náðu þriggja marka forskoti fyrir hálfleik, 15-12. ÍBV náði aldrei jafna leikinn í seinni hálfleik og Haukakonur höfðu frumkvæðið úr leikinn, náðu mest fimm marka forustu en unnu síðan með þremur mörkum eftir að hafa skorað tvö síðustu mörk leiksins. Það var við hæfi að Hanna Guðrún Stefánsdóttir skoraði síðasta markið úr hraðaupphlaupi en hún hefur verið afar drjúg með Haukum í ár og skorað mörg mörkin flest þeirra úr frábærum hraðaupphlaupum. "Haukaliðið er að mörgu leiti búið að spila best allra liða í vetur. Þær eru rosalega skipulagðar, spila skynsamlega, eru með góða vörn og frábæra markvörslu. Þær unnu þetta á skynsemi og meira hungri. Þær eiga hrós skilið fyrir góða rimmu og frábæra úrslitakeppni. Það er erfitt að eiga við þær, það verður bara að viðurkennast," sagði Alfreð Örn Finnsson, þjálfari ÍBV eftir leikinn. "Okkar lið hefur ekki verið að leika nógu vel í vetur, við höfum náð að spila eins og við getum í kannski 4-5 leikjum af þrjátíu í vetur og ég tek á mig stærsta hluta ábyrgðarinnar á því. Við höfum engum af okkar markmiðum náð og það eru nokkrir leikmenn sem geta nagað sig dálítið í handabökin eftir þennan vetur. Ég er hinsvegar stoltur af mínu félagi, klúbbnum og stjórninni, en það er búið að vera erfitt að búa til stemmingu og móta lið og það kom niður á okkur í einvígi eins og þessu. Haukarnir eru alltaf á undan út af hungri og stemmingu, því miður," sagði Alfreð en Eyjakonur þurftu nú að sjá á eftir Íslandsbikarnum upp á land eftir tveggja ára dvöl út í Vestmannaeyjum. Guðmundur Karlsson, þjálfari Hauka, var hæstánægður með sigurinn í gær. "ÍBV er með frábært lið, það sáu það allir í dag og í þessari úrslitakeppni. Þær eru líka með ótrúlegan markvörð, sem við vissum að væri múr sem við þyrftum að kljúfa. Það gekk erfiðlega framan af í dag en svo höfðum við það af og að vera með 7-0 vinningshlutfall í úrslitakeppninni segir alla söguna um styrk okkar liðs. Það vó þyngst í einvíginu að vinna í Eyjum og svo náðum við að klára þetta hérna heima í dag. Lykillinn að þessum síðasta sigri er vörnin og hraðaupphlaupin hjá okkur," sagði Guðmundur sem varð fyrsti þjálfarinn í sögu úrslitakeppni karla og kvenna til þess að stýra báðum kynjum til Íslandsmeistaratitils en undir hans stjórn varð karlalið Hauka Íslandsmeistarar vorið 2000. Hanna Guðrún Stefánsdóttir sagði það æðislega tilfinningu að vera búin að landa titlinum. "Við vorum staðráðnar í að vinna í Vestmannaeyjum og þegar það tókst vissum við að við værum komnar langt með þetta, því við erum taplausar á heimavelli. Það er allt hægt ef hjartað er til staðar og við höfum það á réttum stað. Við höfðum viljann til að vinna þetta og erum með frábæra liðsheild, sem er lykillin að góðu gengi liðsins," sagði Hanna, sem skoraði 9 mörk í leiknum þar af fjögur mörk í röð innan við tveimur mínútum í lok fyrri hálfleiks þegar Haukar lögðu grunninn að sigri sínum. Harpa Melsted, fyrirliði Hauka, varð Íslandsmeistari í sjötta sinn með Haukum í kvöld og hún sagði liðsheildina lykilinn að sigri Hauka í einvíginu. "ÍBV er með marga frábæra einstaklinga í liðinu, en við erum með góða liðsheild, sem ég held að hafi skapað þennan sigur. Vörnin hjá okkur hikstaði dálítið framan af í dag, en þegar hún small saman var þetta aldrei spurning. Við vorum kannski dálítið hræddar að koma inn í þennan leik, vitandi það að við mættum í raun tapa tveimur leikjum, en við sýndum það bara og sönnuðum að við erum með besta liðið í dag, fyrst við vinnum 3-0," sagði Harpa sem átti mjög góðan dag, skoraði 5 mörk og átti að auki sjö laglegar stoðsendingar á félaga sína. Tölfræðin úr leiknum:Haukar-ÍBV 26-23 (15-12)Mörk Hauka: (Skot): Hanna Guðrún Stefánsdóttir 9 (13/1), Ramune Pekarskyte 6 (10/1), Harpa Melsted 5 (10), Ragnhildur Guðmundsdóttir 4 (9/2), Inga Fríða Tryggvadóttir 1 (1), Anna Guðrún Halldórsdóttir 1 (2), Erna Þráinsdóttir 0 (1), Áslaug Þorgeirsdóttir 0 (2), Martha Hermannsdóttir 0 (3). Varin skot: Helga Torfadóttir 0 (af 7, 0%), Kristina Matuzeviciute 17/3 (af 33/5, 51%). Hraðaupphlaupsmörk: 8 (Hanna 6, Harpa 2) Vítanýting: Skoruðu úr 0 af 4. Fiskuð víti: Inga Fríða 2, Erna, Anna Guðrún. Brottvísanir: 6 mínútur. Mörk ÍBV: (Skot): Alla Gokorian 9/2 (18/4), Anastasia Patsion 5 (11), Guðbjörg Guðmannsdóttir 3 (4), Tatjana Zukovska 3 (6), Eva Björk Hlöðversdóttir 2 (4/1), Darinka Stefanovic 1 (2), Ana Ma Fernandes-Perez 0 (1). Varin skot: Florentina Grecu 23/2 (af 49/2, 47%). Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Alla 4) Vítanýting: Skoruðu úr 2 af 5. Fiskuð víti: Eva Björk 3, Stefanovic, Patsion. Brottvísanir: 6 mínútur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Fleiri fréttir Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar „Vinsamlegast látið hann í friði“ Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sjá meira