Dallas 3 - Houston 2 3. maí 2005 00:01 Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig. NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira
Heilladísirnar virðast vera að snúast á band Dallas Mavericks, en liðið lagði Houston Rockets í fyrsta skipti á heimavelli í nótt 103-100 og hefur nú náð forystu í einvígi liðanna. Máttastólpar Houston liðsins, þeir Yao Ming og Tracy McGrady virðast ekki hafa orku til að bera liðið á herðum sér lengur og í nótt fengu þeir tækifæri til að gera út um leikinn, en höfðu ekki taugar í það. Rockets hafa haft forystu á lykilaugnablikum í síðustu þremur leikjum, en það er eins og liðið skorti bæði kjark og úthald í að klára dæmið. Þeir geta nú jafnað metin í seríunni í næsta leik sem fram fer á heimavelli þeirra í Houston, en þar hafa þeir reyndar tapað báðum leikjum sínum í einvíginu og því má deila um það hversu vel það hentar liðinu að leika þar. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig og hirti 13 fráköst fyrir Dallas í nótt, en það setti óneitanlega blett á leikinn að Michael Finley sást greinilega hirða frákast á lokasekúndum leiksins, með báða fætur utan vallar, en dómararnir urðu þess ekki varir og dæmdu ekkert. "Það var súrt að sjá hann komast upp með þetta, því þetta gerðist beint fyrir framan varamannabekk okkar og við sáum allir að hann var kominn með báðar lappirnar út af vellinum. Það er dýrt á þessum tímapunkti, en hvað getur maður gert, við töpuðum," sagði Jon Barry, leikmaður Houston. "Við höfum ekker til að gleðjast yfir ennþá. Þetta er ekki búið fyrr en við vinnum fjóra leiki og þangað til það gerist, erum við ekki búnir að vinna neitt," sagði Avery Johnson, þjálfari Dallas. Atkvæðamestir í liði Dallas:Dirk Nowitzki 23 stig (13 frák, 4 stolnir), Josh Howard 17 stig (8 frák), Jerry Stackhouse 17 stig, Jason Terry 13 stig (7 stoðs), Michael Finley 12 stig (6 frák), Marquis Daniels 11 stig.Atkvæðamestir í liði Houston:Yao Ming 30 stig (8 frák, 3 varin), Tracy McGrady 25 stig (9 frák, 6 stoðs, 3 stolnir), Mike James 16 stig (5 stoðs), David Wesley 8 stig, Jon Barry 7 stig, Bob Sura 7 stig.
NBA Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfysingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Sjá meira