Detroit 4 - Philadelphia 1 4. maí 2005 00:01 Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig. NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira
Þegar mest liggur við, eru NBA meistararnir bestir. Sú varð að minnsta kosti raunin í nótt, þegar Detroit sló Philadelphia út úr úrslitakeppninni. Eftir að hafa leikið illa í þriðja leikfjórðungi í gær, stigu þeir á bensínið í lokaleikhlutanum og kláruðu dæmið. Pistons mæta annað hvort Indiana eða Boston í næstu umferð. Það sama var uppi á teningnum í leiknum í nótt og í öllum hinum fjórum. Lið Philadelphia barðist eins og ljón með litla stríðsmanninn Allen Iverson fremstan í flokki eins og endranær, en hafði einfaldlega ekki það sem til þurfti til að leggja meistarana. Munurinn á liðunum var bara of mikill. "Þeir eru meistaralið, þegar þeir þurfa geta þeir skrúað upp leik sinn og klárað dæmið," sagði Jim O´Brien, þjálfari Philadelphia. "Við vildum ekki missa forystu okkar niður í leiknum og allir vita að fjórði leikhlutinn er okkar leikhluti," sagði Richard Hamilton, sem skoraði 10 af 23 stigum sínum í lokaleikhlutanum. Allen Iverson tognaði illa á ökkla í fjórða leikhlutanum og haltraði af leikvelli. Hann var þó ekki lengi að láta tjasla sér saman aftur og mætti strax í baráttuna aftur, en hann skoraði 34 stig fyrir Philadelphia í leiknum. "Mér fannst það hetjulegt af honum að koma aftur inn á völlinn meiddur," sagði Larry Brown, þjálfari Pistons, sem þjálfaði Iverson hjá Philadelphia einmitt í 6 ár."Hann er hugrakkur." LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, sem naumlega missti af úrslitakeppninni, var staddur á leiknum í nótt sem áhorfandi og spjallaði meðal annars við Allen Iverson á meðan Detroit tóku tvö af vítaskotum sínum í leiknum. Atkvæðamestir hjá Philadelphia:Allen Iverson 34 stig (7 stoðs), Samuel Dalembert 11 stig (10 frák), Chris Webber 11 stig (8 frák), Andre Iguodala 9 stig (9 frák).Atkvæðamestir hjá Detroit:Chauncey Billups 23 stig (7 stoðs), Richard Hamilton 23 stig (5 stoðs, 5 frák), Tayshaun Prince 14 stig (9 frák), Ben Wallace 11 stig (13 frák), Rasheed Wallace 9 stig (9 frák), Antoinio McDyess 8 stig.
NBA Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Bað kærustunnar áður en hann kláraði hlaupið Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Valdimar verður með í forsetaslagnum Klósettpappír út um allt á vellinum Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Átján ára skíðakona lést á æfingu Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Sjá meira