Detroit 1 - Indiana 0 10. maí 2005 00:01 Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig. NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira
Í fyrsta skiptið á þessu ári, gátu Detroit Pistons og Indiana Pacers einbeitt sér að því að leika körfuknattleik þegar þau mættust í The Palace í Detroit. Heimamenn lögðu grunninn að góðum 96-81 sigri með góðri rispu í öðrum leikhluta og hafa náð forystu í einvíginu. "Það var gott að sjá liðin geta loks einbeitt sér að því að leika körfubolta. Þetta ár hefur verið hálf skrítið og fyrstu tveir leikirnir varðaðir slagsmálum og sprengjuhótunum. Bæði lið virðast hafa reynt að gleyma erfiðleikunum í ár og það er gott fyrir okkur og deildina alla," sagði Ben Wallace hjá Detroit. Jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta í gærkvöldi, en í öðrum leikhluta fóru heimamenn í gang og náðu öruggu forskoti, sem þeir héldu út leiktímann. "Við höfum engar afsakanir, þeir komu inn í leikinn í kvöld til að minna rækilega á sig og þeir gerðu það," sagði Stephen Jackson hjá Indiana, sem vildi ekki kannast við að þreyta sæti í liði Indiana, þó það hefði verið nýbúið að leggja Boston Celtics að velli í fyrstu umferðinni. "Ben Wallace var okkur erfiður í kvöld, bæði í vörn og sókn," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem áður þjálfaði Wallace hjá Detroit, en bannaði honum þá að blanda sér of mikið í sóknarleikinn. Reggie Miller átti í stökustu vandræðum með að dekka andstæðing sinn Rip Hamilton, sem hljóp eins og óður maður út um allan völl eins og hans er von og vísa. Hamilton hefur einmitt mjög líkan stíl og Miller hefur getið sér gott orð fyrir, en hann er mikið yngri og gamli maðurinn gat lítið beitt sér í sóknarleiknum eftir að hafa elt Hamilton allt kvöldið. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (7 frák), Stephen Jackson 15 stig (7 stig), Jamaal Tinsley 13 stig, Jeff Foster 7 stig (13 frák), Eddie Gill 7 stig, Reggie Miller 6 stig.Atkvæðamestir hjá Detroit:Rip Hamilton 28 stig, Ben Wallace 21 stig (15 frák, 4 stolnir), Rasheed Wallace 11 stig (7 frák), Chauncey Billups 11 stig (7 stoðs), Tayshaun Prince 8 stig, Lindsay Hunter 8 stig.
NBA Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Saka FIFA um okurverð á miðum á HM næsta sumar „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Sjá meira