Baugur í skaðabótamál við ríkið 1. júlí 2005 00:01 Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira