Baugur í skaðabótamál við ríkið 1. júlí 2005 00:01 Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira
Sex manns voru í dag ákærðir í Baugsmálinu svokallaða. Ákærurnar eru í fjörutíu liðum og fjalla meðal annars um auðgunarbrot og brot á lögum um hlutafélög og bókhald. Baugur ætlar í skaðabótamál við ríkið vegna skaða sem fyrirtækið segist hafa orðið fyrir vegna málsins. Hinir ákærðu í málinu eru Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, Jóhannes Jónsson, faðir hans, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri, Krístín Jóhannesdóttir í stjórn Baugs, og Stefán Hilmarsson og Anna Þórðardóttir endurskoðendur. Ákæran er í 40 ákæruliðum og fjallar meðal annars um auðgunarbrot, brot á lögum um bókhald og lögum um ársreikninga, brotum á lögum um hlutafélög og brot á tollalögum. Rannsókn Ríkislögreglustjóra hefur staðið yfir síðan í ágúst árið 2002 og hefur því staðið yfir í heila þrjátíu og fjóra mánuði, eða hartnær þrjú ár. Hún hófst með húsleit lögreglu hjá Baugi í kjölfar ásakana Jóns Gerald Sullunbergers sem hann skráði í skýrslum hjá Ríkislögreglustjóra í ágúst árið 2002. Með ákærunum í dag er rannsókninni loksins lokið en undanfarið hafa síðustu yfirheyrslurnar staðið yfir. Í lögfræðiáliti sem Jónatan Þórmundsson lagaprófessor gerði að beiðni lögmannsstofu Hreins Loftssonar, stjórnarformanns Baugs, er rannsóknin harðlega gagnrýnd og hið sama er uppi á teningnum í harðorðu bréfi Jóns Ásgeirs til Ríkislögreglustjóra sem sent var í gær. Í bréfi Jóns segir hann að rannsóknin öll hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir Baug og þegar allt sé talið til hafi hún kostað fyrirtækið marga milljarða króna. Hann segir rannsóknina hafa byggt á heiftúðugri og ótrúverðugri kæru eins einstaklings og augljóslega borið keim af hefndaraðgerð, bæði af persónulegum ástæðum og eins af óánægju með lok viðskipta við Baug. Jón segir að lokum í bréfinu að þar sem ekki hafi að neinu leyti verið tekið tillit til þeirra sjónarmiða sem hann færði til varnar sér krefjist hann þess að skoðað verði hvort Jón H. B. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra, sé vanhæfur til að fjalla nánar um málið og að hann láti annan sjálfstæðan ákæranda taka sæti sitt. Lögmaður Jóns Ásgeirs hefur sent bréf með þessum kröfum til ríkissaksóknara. Í álitsgerð Jónatans er seinagangurinn við rannsóknina gagnrýndur mjög. Jónatan segir að hætt sé við að umfang ákærunnar ráðist af hinu langa rannsóknarferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugunum. Hann segir einnig að rannsóknarferlið allt einkennist af óvenjumiklum ákafa og hörku rannsóknara til að ná árangri í málinu. Þá bendir hann einnig á að staða stjórnanda rannsóknarinnar sé vafasöm með tilliti til grundvallarreglna um sönnunarbyrði og að menn séu saklausir þangað til sekt þeirra sannist. Stjórn Baugs hefur í kjölfar ákærunnar ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna tjóns af völdum rannsóknarinnar. Lögfræðistofan Logos mun sjá um málið en að sögn manna þar á bæ er málið á byrjunarreit og ekkert hefur enn verið ákveðið um hve hárrar uphæðar verður krafist. Ljóst sé þó að hún gæti hlaupið á milljörðum, enda segir Jón Ásgeir sjálfur að rannsóknin hafi kostað fyrirtækið fleiri milljarða.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Fleiri fréttir Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Sjá meira