Sport

Ísland missti leikinn frá sér

Íslenska 18 ára landsliðið mátti sætta sig við fjögurra stiga tap, 67-71, fyrir Austurríki í fyrsta leik í sínum í milliriðli Evrópumóts U-18 í Ruzomberok í Slóvakíu. íslenska liðið leiddi með 15 stigum í hálfleik, 40-25, og náði best 20 stiga forskot í leiknum. Pavel Ermolinskij var atkvæðamestur með 20 stig, 17 fráköst og 8 stoðsendingar. Íslenska liðið byrjaði mun betur en það austurríska, jók forystuna jafnt og þétt og leiddi með 15 stigum í hálfleik, 40-25. En þriðji leikhlutinn var hrein hörmung hjá liðinu og skoraði liðið aðeins 7 stig í honum, en þeir austurrísku 19. Austurríkismennirnir sigu svo fram úr í fjórða leikhlutanum og sigruðu á endanum með 4 stigum. Íslenska liðið skaut 25 þriggjastigaskotum í leiknum og hitti úr 3. Brynjar Þór Björnsson, lykilmaður íslenska liðsins og besta skyttan var ískaldur í leiknum og skoraði aðeins þrjú stig en 17 af 18 skotum hans í leiknum misfórust. Brynjar hafði skorað 16,3 stig að meðaltali í fyrstu þremur leikjunum en það er vissulega mikið áhyggjuefni að strákurinn hefur misnotað öll 16 þriggja stiga skotin sín í síðustu tveimur leikjum. Pavel Ermolinskij var stigahæstur með 20 stig (17 fráköst, 8 stoðs, 10 tapaða bolta), Hörður Vilhjálmsson var með 11 stig, Ólafur Torfason 10, Darri Hilmarsson 9, Sigurður Þorsteinsson 6, Árni Ragnarsson 5, Brynjar Björnsson 3 (0/10 í þriggja, 1 af 18 í skotum) og Emil Jóhannsson 3.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×