Innlent

Kvenfélög selja handsaumaðar dúkkur

Kvenfélög um land allt hafa handsaumað átta hundruð dúkkur sem gleðja eiga börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá sem er eitt fátækasta ríki á jörðu. Dúkkurnar eiga ekki bara að gleðja börn þessa fátæka lands heldur einnig hjálpa þeim að brjótast til mennta.

Dúkkugerðin er samstarfsverkefni UNICEF á Íslandi og Kvenfélagssambands Íslands. Um 90 kvenfélög um land allt hafa setið við dúkkugerðina frá því í vor og eru þær nú ríflega átta hundruð. Hver og ein þessara dúkka var handsaumuð af alúð og er engin þeirra eins. Sumar eru grannar, aðrar ekki svo grannar, sumar eru hvítar og aðrar svartar sumar eru strákar og aðrar stelpur. Þær eru búnar hekluðum pilsum, töskum og höttum og sumar íslenskum lopapeysum. Og dúkkurnar átta hundruð eiga að gleðja bæði íslensk börn og þau sem búa í Gíneu-Bissá í Afríku, einu fátækasta ríki jarðar. Dúkkurnar verða boðnar til sölu og þeir sem eignast eina dúkka geta stuðlað að því að skólasókn aukist um fjórðung, að 72 þúsund börn fái betri menntun, að fjörtíu nýir skólar verði byggðir og að 50 kennarar fái þjálfun og fræðslu. Að þessu marki keppir UNICEF í Gíneu-Bissá.

Dúkkurnar verða seldar í Iðu við Lækjargötu og á skrifstofu UNICEF að Laugavegi 42




Fleiri fréttir

Sjá meira


×