Aftur ráðist á þinghúsið í Palestínu 15. júní 2006 07:00 Frá mótmælunum í gær Þriðjungur þjóðarinnar hefur verið launalaus síðan í febrúar og kennir Hamas um ástandið. MYND/afp "Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið. Erlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
"Við erum hungruð! Burt með Haniyek!" hrópuðu mótmælendur við þinghús Palestínu í gær, en Hamas-stjórnin, með Ísmael Haniyek í forsæti, hefur ekki greitt út laun síðan í febrúar. Þriðjungur þjóðarinnar er á launum frá heimastjórninni og neyðin því mikil. Vesturveldin hafa að mestu skrúfað fyrir beina fjárhagsaðstoð til heimastjórnarinnar og erfitt er fyrir önnur ríki að koma til hjálpar því Bandaríkin hafa hótað bankastofnunum refsiaðgerðum, aðstoði þau við fjármagnsflutninga til Palestínu. Sú aðstoð yrði álitin aðstoð við hryðjuverkasamtök. Heimastjórnin segist vera búin að safna um sextíu milljónum dala í neyðaraðstoð frá erlendum ríkjum en féð kemst ekki til landsins vegna bankabannsins. Í gær var utanríkisráðherra Palestínu, Mahmoud Zahar, stöðvaður á flugvellinum á Gaza-svæðinu með fulla ferðatösku af peningum. Hann mun hafa safnað þeim erlendis á ferðalagi og ætlað að smygla þeim inn í landið. Það voru menn hliðhollir Fatah-hreyfingunni og forseta landsins, Mahmoud Abbas, sem gættu flugvallarins og stöðvuðu utanríkisráðherrann. Hann var með um 800.000 Bandaríkjadali í töskunni, rúmar sextíu milljónir króna. Ekki var útséð hvort fénu yrði skilað áfram til heimastjórnarinnar, en rígur og ósætti einkenna samlíf þessara tveggja hreyfinga, Fatah og Hamas. Mótmælin í gær benda síst til að hreyfingarnar séu að nálgast nokkra málamiðlun, því mótmælendurnir, sem hrópuðu ókvæðisorð að Hamas-stjórninni, voru sagðir Fatah-liðar, en fyrr í vikunni fóru þeir einnig hamförum í Ramallah og settu eld að þinginu þar. Að auki var Hamas-liði skotinn til bana á Gaza-svæðinu í vikunni, líklega af Fatah-mönnum. Þrátt fyrir allt eru viðræður í gangi milli forvígismanna hreyfinganna og er meðal annars tekist á um stofnun palestínska ríkisins og viðurkenningu á tilvistarrétti Ísraelsríkis. Langt mun þó í land, því fylkingarnar eru á öndverðum meiði hvað varðar Ísrael. Hamas-samtökin vilja hvorki meira né minna en "algjöra útrýmingu" Ísraelsríkis, meðan Fatah hafa lýst sig tilbúin til viðræðna við nágrannaríkið, sem í vikunni gerði "fyrirbyggjandi" loftárás á Gaza-svæðið.
Erlent Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira