Hópur danskra fyrrverandi hippa, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum fyrir mótmæli sín gegn Bandaríkjunum, ætlar að koma saman á ný í næstu viku til að mótmæla framkomu bandarískra yfirvalda gagnvart föngunum í Guantanamo-fangabúðunum.
Um 450 fyrrum Kristjaníubúar og meðlimir leikhópsins Solvognen ætla að standa í appelsínugulum fangasamfestingum fyrir utan bandaríska sendiráðið í Kaupmannahöfn á þjóðhátíðardag Bandaríkjamanna, 4. júlí.
Þar sem fólkið er þó allt orðið miðaldra nú, hefur það beðið um leyfi fyrir fundinum, ólíkt því sem áður var.- smk