Um 600 tilkynningar á ári um brot gegn börnum 23. ágúst 2006 08:00 Tilkynningum til Neyðarlínunnar um brot gegn börnum fer stöðugt fjölgandi. Ekki eru nema tvö og hálft ár síðan farið var af stað með þessa þjónustu í 112. Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt. Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Sjá meira
Neyðarlínan 112 tekur á móti 50-60 símtölum að meðaltali á mánuði þar sem tilkynnt er um brot gegn börnum, að sögn Kristjáns Hoffmann, gæðastjóra 112. Það gera um 600 tilkynningar um slík brot á ári. Í langflestum tilvikum er um vanrækslu á börnum að ræða, áhættuhegðun eða ofbeldi gegn þeim. Barnaverndarstofa hefur tekið saman tölur fyrir Fréttablaðið um fjölda mála, sem komu til barnaverndarnefnda frá Neyðarlínunni 112, fyrir fyrstu fjóra mánuði áranna 2005 og 2006. Af þeim má ráða að umtalsverð aukning hafi orðið á milli ára. Þannig voru tilkynningar frá Neyðarlínunni samtals 71 á fyrstu fjórum mánuðunum 2005 og 159 talsins á sama tímabili í ár. Af síðarnefndu tölunni urðu 119 barnaverndarmál. Langflest símtalanna bárust úr Reykjavík, en einnig allnokkur annars staðar af höfuðborgarsvæðinu svo og frá einstökum stöðum á landsbyggðinni. Kristján kveðst ekki hafa tölu yfir hversu margar tilkynningar hafi borist 112 frá 1. febrúar 2004 þegar þessi þjónusta hófst, þar sem þróa hafi þurft sérstakt bókunarkerfi í byrjun. Hitt sé ljóst að fjöldi innhringinga af þessum toga hafi farið vaxandi frá því að 112 fór af stað með þjónustuna. Hvað varðar lægri tölu frá Barnaverndarstofu heldur en við áætlum getur sá mismunur átt sér skýringar, segir hann. Það geta borist til dæmis borist tvær hringingar vegna sama atburðar með klukkustundar millibili. Við erum búnir að afgreiða málið til barnaverndarnefndar eftir fyrri tilkynninguna. Þegar síðari tilkynningin berst hækkar hún ef til vill forgang málsins þannig að við sendum lögreglu á staðinn og látum barnaverndarnefnd vita. Þarna eru komnar tvær innhringingar til okkar sem verða að einu máli hjá barnaverndarnefnd. Kristján segir berast til 112 tilkynningar sem hann telji að myndu ekki skila sér ef þessi neyðarþjónusta væri ekki til staðar. Fólk veigrar sér kannski við því að ónáða aðra að kvöldi eða nóttu, eða þá að leita að símanúmerum. Það þarf að geta látið vita um leið og atburðurinn á sér stað, en vill þó ekki kalla til lögreglu. 112 er þá orðinn valkostur sem ég trúi að fólk eigi eftir að nota sér í vaxandi mæli. Spurður segir Kristján að starfsmenn Neyðarlínu kalli til lögreglu í einu til tveimur tilvikum af hverjum tíu þar sem brot gegn börnum eru tilkynnt.
Innlent Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Sjá meira