Ramadan er byrjaður í flestum ríkjum múslima í Mið-Austurlöndum en mánuðurinn hefst þegar nýtt tungl rís í níunda mánuði ársins samkvæmt Hijri-dagatalinu.
Múslimar trúa því að Kóraninn hafi verið gerður Múhameð spámanni opinber í Ramadan fyrir um 1.400 árum og þess vegna sé hann helgur mánuður.
Á meðan á Ramadan stendur fasta múslimar bæði á mat og drykk frá sólarupprás til sólarlags, auk þess sem þeir reykja ekki eða stunda kynlíf. Slæmar hugsanir og gjörðir á einnig að forðast í mánuðinum.