Fjórir í valnum eftir skotárás 3. október 2006 06:30 Skotárás Amish fólk var harmi slegið eftir skotárás í litlum skóla í gær. Fréttablaðið/ap Fjórir létust eftir að byssumaður réðst inn í lítinn barnaskóla Amish fólks í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Byssumaðurinn svipti sig lífi eftir að hafa skotið þrjár telpur beint í höfuðið. Hann mun hafa verið að hefna atburða sem áttu sér stað fyrir tuttugu árum síðan. Sjö manneskjur lágu jafnframt alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi eftir árás mannsins. Tilkynnt var um atburðinn seint í gærmorgun að staðartíma, eða um klukkan 15 að íslenskum tíma, og flykktust þá lögreglu- og sjúkrabílar á svæðið. Maðurinn kom ekki úr hópi Amish-fólksins, sem er hópur kristinna bókstafstrúarmanna sem lifir hæglátu lífi í Bandaríkjunum og Kanada og hefur ekki mikil samskipti við umheiminn, notar til dæmis hvorki síma né bíla. Vegna trúar sinnar klæðist það gjarnan dökkum fötum sem minna á ameríska tísku 19. aldar. Bandaríkjamenn eru harmi slegnir vegna árásarinnar, sem kemur í kjölfar tveggja annarra í skólum í Wisconsin og Colorado í síðustu viku. Á miðvikudag myrti fullorðinn byssumaður sextán ára stúlku í skóla í Colorado, eftir að hafa haldið sex stúlkum í haldi um tíma og kynferðislega misnotað þær áður. Tveimur dögum síðar myrti fimmtán ára nemandi skólastjóra sinn í Wisconsin. Erlent Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Fjórir létust eftir að byssumaður réðst inn í lítinn barnaskóla Amish fólks í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum í gær. Byssumaðurinn svipti sig lífi eftir að hafa skotið þrjár telpur beint í höfuðið. Hann mun hafa verið að hefna atburða sem áttu sér stað fyrir tuttugu árum síðan. Sjö manneskjur lágu jafnframt alvarlega slasaðar á sjúkrahúsi eftir árás mannsins. Tilkynnt var um atburðinn seint í gærmorgun að staðartíma, eða um klukkan 15 að íslenskum tíma, og flykktust þá lögreglu- og sjúkrabílar á svæðið. Maðurinn kom ekki úr hópi Amish-fólksins, sem er hópur kristinna bókstafstrúarmanna sem lifir hæglátu lífi í Bandaríkjunum og Kanada og hefur ekki mikil samskipti við umheiminn, notar til dæmis hvorki síma né bíla. Vegna trúar sinnar klæðist það gjarnan dökkum fötum sem minna á ameríska tísku 19. aldar. Bandaríkjamenn eru harmi slegnir vegna árásarinnar, sem kemur í kjölfar tveggja annarra í skólum í Wisconsin og Colorado í síðustu viku. Á miðvikudag myrti fullorðinn byssumaður sextán ára stúlku í skóla í Colorado, eftir að hafa haldið sex stúlkum í haldi um tíma og kynferðislega misnotað þær áður. Tveimur dögum síðar myrti fimmtán ára nemandi skólastjóra sinn í Wisconsin.
Erlent Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira