Tveir bandarískir flugmenn flugu einkaþotu sinni á brasilíska farþegaflugvél í síðustu viku, með þeim afleiðingum að síðarnefnda vélin hrapaði ofan í Amazonfrumskóginn. Allir 155 farþegarnir um borð fórust.
Flugmennirnir neita ásökunum brasilískra flugmálayfirvalda um að hafa slökkt á radarvara vélar sinnar fyrir slysið, en sá sýnir öðrum flugmönnum staðsetningu vélarinnar. Flugmennirnir eru í farbanni, en hafa ekki verið handteknir.
Rákust á flugvél og 155 fórust
