Sannleikur í stað uppspuna Björn Bjarnason skrifar 18. október 2006 05:00 Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Bjarnason Skoðanir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Umræður síðustu daga og vikna um atburði kalda stríðsins og síðan grunsemdir um símahleranir innan utanríkisráðuneytisins hafa borið þess greinileg merki, að sannleiksástin er ekki alltaf höfð að leiðarljósi. Eitt dæmi um það er grein eftir Árna Pál Árnason. frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar, hér í Fréttablaðinu hinn 17. október. Frambjóðandinn ber mig ranglega þeim sökum að vilja ekki ræða mál tengd kalda stríðinu eða hleranir. Um langt árabil hef ég hvatt til þess, að allt verði upplýst varðandi þessi mál. Ég var eindreginn talsmaður þess síðastliðið vor, að alþingi samþykkti ályktun um skipan sérstakrar nefndar til að kanna skjöl frá tímum kalda stríðsins og tryggja aðgang að þeim. Ég studdi það einnig eindregið við upphaf þessa þings, að þessi nefnd fengi lögbundið umboð til að vinna starf sitt. Ég fagna því, að Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra skuli hafa úrskurðað á þann veg, að þjóðskjalaverði beri að taka beiðni Kjartans Ólafssonar um aðgang að hugsanlegum gögnum um hann til endurskoðunar. Ég tel einnig skynsamlegt og heppilegt, að Bogi Nilsson ríkissaksóknari skuli hafa falið Ólafi Haukssyni, sýslumanni á Akranesi, að rannsaka á grundvelli laga um meðferð opinberra mála, hvað býr að baki orðum Jóns Baldvins Hannibalssonar og Árna Páls Árnasonar um, að símar þeirra hafi verið hleraðir, þegar þeir störfuðu í utanríkisráðuneytinu. Ég tel þetta allt stuðla að því að upplýsa mál og skýra og hafna því algjörlega sem ósönnum áburði, að ég eða aðrir sjálfstæðismenn hafi reynt að bregða fæti fyrir, að þessi mál séu rædd og upplýst. Ef frambjóðandinn telur, að ég vilji halda hlífiskildi yfir einhverjum, sem brutu á rétti hans með ólögmætu athæfi, er enn verið að gera mér upp skoðanir og það algjörlega að tilefnislausu. Að þetta skuli gert í grein, þar sem frambjóðandinn vill sérstaklega draga fram eigin sannleiksást gerir málflutninginn grátbroslegan. Þetta eru ekki góð fyrstu skref á stjórnmálabraut, ef frambjóðandinn vill, að mark tekið sé á orðum hans. Ég hef fært fyrir því rök á öðrum vettvangi, að þrátt fyrir lyktir kalda stríðsins sé enn haldið dauðahaldi í ýmsar umræðuvenjur þess tíma mér sýnist Árni Páll Árnason gera það með dylgjum og hreinum uppspuna í þessari makalausu grein sinni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun