Þrír þýskir hermenn játa 1. nóvember 2006 05:30 Sláandi myndir Þjóðverjar eru miður sín yfir myndum sem birst hafa í þýskum fjölmiðlum af þýskum hermönnum í Afganistan sem sýna mennskum líkamsleifum vanvirðingu. MYND/AP Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe. Erlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira
Þrír þýskir hermenn hafa viðurkennt að bera ábyrgð á ljósmyndum af hermönnum sem stilla sér upp með mennsk bein í Afganistan, að því er kom fram í máli háttsetts herforingja í gær. Undanfarna daga hafa fleiri myndir fundist til viðbótar þeim sem þýska æsifréttablaðið Bild Zeitung birti á miðvikudag í síðustu viku og ljóst er að fjölmiðlar hafa fleiri óbirtar ljósmyndir undir höndum. Myndirnar í Bild vöktu almennan viðbjóð meðal Þjóðverja og urðu kveikjan að víðtækri rannsókn hersins og saksóknara á málinu. Þær þykja óhemju ósmekklegar og sína lítilsvirðingu hermannanna á líkamsleifunum, en á myndunum má sjá hermenn stilla sér upp með höfuðkúpur og fleiri bein. Á sumum hafa hermennirnir raðað beinum á jeppa sína og á einni sést hermaður halda höfuðkúpu upp að beruðum kynfærum sínum. Myndirnar sem hermennirnir þrír tóku ábyrgð á eru frá því í mars 2004. Hefur þýska blaðið Lübecker Nachrichten eftir herforingjanum Christof Munzlinger að hermennirnir sem tekið hafa ábyrgð á ljósmyndunum tilheyri herdeild staðsettri í Bad Segeberg í norðurhluta Þýskalands. „[Hermennirnir] hafa játað fulla aðild að málinu og hafa sýnt iðrun yfir atvikinu,“ sagði Munzlinger, sem hvorki nafngreindi mennina né útlistaði hvers konar hegningu þeir gætu átt von á. Ráðamenn hersins hafa nú þegar leyst tvo hermenn frá störfum í tengslum við myndirnar, sem talið er að hafi verið teknar árin 2003 og 2004 við fjöldagröf sem hermennirnir uppgötvuðu nærri Kabúl, höfuðborg Afganistan. Talsmaður varnarmálaráðuneytisins, Thomas Raabe, sagði á mánudag að um 20 fyrrverandi og núverandi hermenn, sem sinnt hafa herþjónustu í Afganistan, lægju undir grun vegna málsins. Ríkissaksóknarar Þýskalands rannsaka nú hvort hægt sé að kæra þá fyrir að rjúfa grafhelgi og mikil umræða hefur sprottið upp um hvort þýskir hermenn séu almennt nægilega vel undirbúnir andlega fyrir herþjónustu í löndum sem Afganistan, þar sem árásir og morð eru hluti af daglegu lífi. Um síðustu helgi komu fram getgátur í þýskum fjölmiðlum um að þýskir hermenn í Kósóvo gætu hafa hegðað sér á svipaðan hátt, en Raabe sagðist efa það. „Við höfum engar vísbendingar um að neitt þessu líkt hafi gerst á Balkanskaganum,“ sagði Raabe.
Erlent Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Sjá meira