Vill ekki fara strax frá Írak 18. nóvember 2006 08:00 Bandaríkjaforseti og byltingarleiðtoginn Bush brosir breitt framan við brjóstmynd af Ho Chi Min, erkiandstæðingi Bandaríkjastjórnar í Víetnamstríðinu. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríðinu, meðal annars þann að verkefni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næstunni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bátinn. „Það mun einfaldlega taka langan tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð - og það er hugmyndafræði frelsisins - að sigrast á hugmyndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hættum." Þetta sagði Bush á blaðamannafundi í Hanoi, höfuðborg Víetnams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í forsetahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráðherra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins og hitti þar valdamesta leiðtoga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnistaflokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víetnams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Bandaríkjanna sem var í þeim erindagjörðum að bæta samskipti ríkjanna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minnast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrrahafsríkja. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagði í gær að Bandaríkjamenn gætu dregið ýmsan lærdóm af Víetnamstríðinu, meðal annars þann að verkefni bandaríska hersins í Írak muni dragast á langinn. Hann sagðist ekki hafa tekið neinar ákvarðanir um það hvort bandarískum hermönnum í Írak verði fjölgað eða fækkað á næstunni, en sagðist þó engan veginn hafa gefið stríðið í Írak upp á bátinn. „Það mun einfaldlega taka langan tíma fyrir hugmyndafræði sem er vongóð - og það er hugmyndafræði frelsisins - að sigrast á hugmyndafræði hatursins. „Við munum ná árangri, nema við hættum." Þetta sagði Bush á blaðamannafundi í Hanoi, höfuðborg Víetnams, þar sem hann hitti í gær helstu ráðamenn landsins í forsetahöllinni, þar á meðal bæði Nguyen Minh Triet forseta og Nguyen Tan Dung forsætisráðherra. Einnig lagði Bush leið sína í höfuðstöðvar Kommúnistaflokksins og hitti þar valdamesta leiðtoga landsins, Nong Duch Manh, sem er formaður Kommúnistaflokksins. Bush fékk reyndar ekki jafn æpandi góðar móttökur og Bill Clinton þegar hann kom til Víetnams árið 2000, en þá flykktist mannfjöldinn um forseta Bandaríkjanna sem var í þeim erindagjörðum að bæta samskipti ríkjanna. Mörgum íbúum landsins þykja aðgerðir Bandaríkjamanna í Írak minna óþægilega á framkomu þeirra í Víetnamstríðinu og minnast þess með stolti að bandaríski herinn hafi verið hrakinn á burt. Erindi Bush til Víetnams að þessu sinni er fyrst og fremst að taka þátt í leiðtogafundi APEC, sem er efnahagsbandalag Kyrrahafsríkja.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira