Breytt staða varna Íslands líka úrlausnarefni NATO 30. nóvember 2006 06:45 Geir H. Haarde forsætisráðherra ásamt starfsbræðrum sínum frá Póllandi og Bretlandi, þeim Jaroslaw Kaczynski og Tony Blair, í Ríga í gær. MYND/AP Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO. Erlent Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Leiðtogar hinna 26 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins strengdu þess heit í lok tveggja daga fundar síns í Ríga í Lettlandi í gær að standa sína pligt í Afganistan, þrátt fyrir vaxandi mannfall í átökum þar og neitun sumra NATO-ríkja um að leggja til hermenn í hættulegustu verkefnin. Geir H. Haarde forsætisráðherra benti í ræðu sinni á fundinum á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið. Því myndi ríkisstjórn Íslands óska eftir því að málið yrði sem fyrst tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu. Leiðtogarnir lýstu því yfir að 25 þúsund manna viðbragðssveitir bandalagsins væru komnar á laggirnar eftir fjögurra ára undirbúning, en þeim er ætlað að standa í fylkingarbrjósti nútímavædds herafla NATO. Þá var Serbíu - sjö og hálfu ári eftir loftárásir NATO á landið - ásamt grannríkjunum Makedoníu og Svartfjallalandi boðin þátttaka í aðildarundirbúningsáætlun bandalagsins. „Við staðfestum óbifandi stöðugleika bandalags okkar og lýsum því yfir að [NATO-herliðið í Afganistan] búi yfir þeim mannafla, búnaði og sveigjanleika sem þörf krefur til að tryggja áframhaldandi árangursríka framkvæmd verkefnisins,“ segir í lokaályktun leiðtoganna. Af þessu tilefni greindi Geir H. Haarde forsætisráðherra frá því að íslensk stjórnvöld myndu auka framlög til endurreisnar- og þróunarverkefna í Afganistan, auk þess sem staðið yrði að flugfrakt í þágu þeirra bandalagsríkja sem hafa liðsafla í sunnanverðu landinu. Í umræðum um pólitíska og hernaðarlega uppfærslu NATO sagði Geir að um mjög nauðsynlegt ferli væri að ræða sem varðaði getu bandalagsins til að gegna hlutverki sínu við breyttar aðstæður. Um leið benti hann á að þetta mætti ekki verða til þess að bandalagið missti sjónar á kjarnatilgangi samstarfsins, það er sameiginlegum vörnum byggðum á gagnkvæmum varnarskuldbindingum aðildarríkjanna. Í því samhengi benti Geir á, að Ísland hefði nú þá sérstöðu innan bandalagsins að vera án reglubundins eftirlits og viðbúnaðar í lofti á friðartímum. Sú staða yrði úrlausnarefni bæði fyrir íslensk stjórnvöld og bandalagið, „enda hefði það ávallt nálgast öryggi aðildarríkjanna með heildstæðum hætti,“ að því er haft er eftir Geir í fréttatilkynningu. Geir sagði að íslensk stjórnvöld væru ánægð með nýlegt samkomulag við Bandaríkin um varnarmál, en eftir stæði nauðsyn á eftirliti og viðbúnaði á friðartímum. Því yrði af Íslands hálfu óskað eftir að málið yrði tekið til umfjöllunar í Norður-Atlantshafsráðinu á næstu vikum. Norður-Atlantshafsráðið er æðsta stofnun NATO.
Erlent Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent